Víkurfréttir - 26.04.2012, Page 8
8 FIMMTUDAGURINN 26. APRÍL 2012 • VÍKURFRÉTTIR
Quinoa er glúteinlaust korn sem gefur góða næringu og er góð tilbreyting í daglegt
mataræði. Það er ríkt af nær-
ingarefnum eins og járni, kalki,
magnesíum, fólínsýru, vítamín
B2 og fosfór. Einnig inniheldur
quinoa helstu amínósýrurnar sem
líkaminn þarf og er talið vera full-
komið prótein. Hægt er að nota
quinoa sem meðlæti með mat, sem
morgungraut, í brauð og bakstur, í súpur, o.fl.
Þessi uppskrift hér að neðan veitir okkur orkuríka
næringu og tilvalin til að grípa í sem millibita eða
þegar okkur langar í eitthvað sætt og saðsamt.
¾ b medjool döðlur (um 7-8 stk, fjarlægja steina)
2/3 b hreinn eplasafi
1 tsk vanilluduft/dropar
¼ b chia fræ
2 msk kókósolía
1½ b quinoa flögur
1 b pistasíuhnetur (fjarlægja skel, gróft saxaðar)
½ b valhnetur (gróft saxaðar)
1½ b þurrkaðar fíkjur (gróft saxaðar)
1½ tsk kanill
-gerir um 16 stk
-hita ofn í 180°C
-blanda döðlum, vanillu og eplasafa í skál og láta
standa í 10 mín
-setja í blandara eða töfrasprota og mauka saman
-setja í litla skál og blanda chia fræjum saman við,
setja til hliðar í 10 mín meðan fræin draga í sig vökva
-á meðan, bræða kókósolíu á vægum hita og bæta
quinoa flögum, pistasíuhnetum og valhnetum, hræra
í 3-4 mín
-bæta kanil og hræra vel saman við, taka af hita og
setja í stóra skál
-bæta fíkjum og chia/döðlumauki og hræra þar til
þykkt deig
-setja bökunarpappír á ofnskúffu og fletja deig vel út
-láta bakast í 30 mín í ofni, láta kólna og skera svo í
5x5 kubba (gerir 16 stk alls)
-geymist í kæli í 1 viku en líka gott að frysta og eiga
seinna
Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir.
www.facebook.com/grasalaeknir.is
Orkustykki
úr quinOa
www.facebook.com/grasalaeknir.is
Ég er búin að átta mig á því að ég hef verið dramadrottning allt mitt líf, og
þá ekki endilega með neikvæðum formerkjum. Man eftir mér sem barni
setja upp hvert leikritið á fætur öðru og það var aldrei
talin góð uppfærsla nema það væri slatti af drama
og helst grátið í lokin. Börnin í leikritunum áttu það
sameiginlegt að eiga erfiða æsku og voru fyrirmyndir
eins og Stikilsberja-Finnur og Oliver Twist ofarlega á
blaði. Ég var ekki gömul þegar ég fór í fýlu út í for-
eldra mína, náði mér í prik eins og Stikilsberja-Finnur
var vanur að nota, setti á það nokkrar fatadruslur og
tilkynnti að nú væri ég farin að heiman. Þegar ég
bað föður minn um pening fyrir strætófargjaldi því
ég ætlaði mér að fara á munaðarleysingjarhæli, sá
hann við dóttur sinni og sagði ,,Anna Lóa mín, ég skal bara skutla þér“
og þar með eyðilagði hann það dramakast. Móðir mín söng gjarnan fyrir
okkur systkinin fyrir svefninn og lagið sem var í algjöru uppáhaldi hjá mér
var um hann Villa litla sem dó. Ég fæ enn tár í augun þegar ég hugsa til
systur Villa litla sem fór á krána til að reyna að fá pabba þeirra heim: Kom
heim, kom heim, ó pabbi minn kæri kom heim! Ég er enn með samviskubit
yfir sögunum sem ég bjó til og ,,tróð“ ofan í litlu systur, en flestar fjölluðu
þær um að ég væri prinsessa í álögum hjá þessari venjulegu fjölskyldu á
Seltjarnarnesi (sem mér fannst of venjuleg fyrir mig á ákveðnu tímabili)
og bara spurning um hvenær ég yrði sótt. Systir mín hefur fyrirgefið mér
enda hef ég reynt að útskýra fyrir henni að þetta hafi eftir allt saman verið
ágæt æfing fyrir lífsins ólgusjó.
Það var svo í haust sem ég settist á skólabekk og var í áfanga þar sem hvatt var
til tilfinningaútrásar þar sem gráturinn var efstur á blaði. Dramadrottningin fann
strax að þarna var hún búin að finna eitthvað sem átti ótrúlega vel við hana. Í
áfanganum, voru nemendur hvattir til að lesa bækur og horfa á bíómyndir sem
tengdust efni áfangans sem var dauðinn og sorgin. Þannig hef ég notið þess að
lesa sorglegar bækur og horfa á bíómyndir sem hafa kallað fram ótrúlegustu til-
finningaviðbrögð og skilið mig eftir máttfarna af gráti. Kvikmyndin Shadowlands
stóð algjörlega undir væntingum sem grátmynd - og fyrir dramadrottninguna
var ómetanlegt að geta setið fyrir framan sjónvarpið og grátið en geta í leiðinni
sagt að þetta hafi verið heimaverkefni! Myndin, sem skartar þeim Anthony
Hopkins og Debru Winger í aðalhlutverkum byggir á sannsögulegum atburðum
og fjallar um ástarsamband breska rithöfundarins C.S. Lewis og bandarísku
skáldkonunnar Joy Gresham. Þarna má finna allt sem prýðir gott drama og
myndin full af yndisfögrum atriðum og setningum sem skilja engan eftir ósnort-
inn (mundi ég halda).
Í framhaldi af Shadowlands fékk ég lánaða myndina My sister´s keeper hjá
frænku minni og þegar hún lét mig fá hana hvíslaði hún í eyra mér ,,Anna Lóa,
ég mundi horfa á hana ein, en þá getur þú alveg sleppt þér og grátið óheft“. Það
reyndist algjörlega hárrétt ákvörðun og ótrúleg útrás sem átti sér stað þá kvöld-
stund. Þegar ég fékk síðan það verkefni að lesa barnabók fyrir einn tímann átti
ég ekki von á að bókin yrði lesin upp til agna á einu kvöldi og mundi skilja mig
eftir grátbólgna og þrútna og blaðsíðurnar límdar saman eftir tilfinninga rús-
sibana af bestu gerð. Um er að ræða bókina Loforðið eftir Hrund Þórisdóttur en
bókin fékk barnabókaverðlaunin árið 2007 og óhætt að mæla með henni fyrir
börn jafnt sem fullorðna. Bókin fjallar á nærfærinn hátt um sorgina og dauðann
en ekki síður um lífið sem heldur áfram þrátt fyrir áfall og missi.
Ég veit ekki alveg hvað það er, en stundum fær maður svakalegt kikk út úr
því að gráta almennilega. Maður getur skýlt sér á bak við myndir eða bækur
en grátið í leiðinni út af alls konar gömlum óuppgerðum hlutum. Þannig getur
maður safnað í góðan grát-bunka og sleppt sér svo almennilega: gamlir
draumar, áföll, vonir sem urðu að engu, orð sem hafa verið sögð og önnur sem
voru aldrei sögð, brostið hjarta og forboðin sorg. Allt eru þetta hlutir sem við
gætum þurft að syrgja og þetta nýtti ég mér til hins ýtrasta.
En að öllu gríni slepptu þá er nauðsynlegt að leyfa sér að gráta. Lífið er ekki
einn táradalur en eitt og annað sem við þurfum að takast á við sem kallar fram
tár eða tvö. Vanmat á sorg eða forboðin sorg, þar sem fólk lokast inni með
tilfinningar sínar finnur sér yfirleitt annan farveg sé henni ekki sinnt. Þeir sem
eiga erfitt tilfinningalega og finnst veikleikamerki að sýna sorgarviðbrögð finna
oft fyrir meiri líkamlegum einkennum en þeir sem gangast við sorginni. Við
þurfum að hlúa að sorginni eins og öðrum sárum, þau gróa með tímanum en
eftir standa ör sem minna okkur á.
Ef þú lesandi góður skyldir mæta mér úti á göngu eða akandi um götur bæjar-
ins, rauðflekkótta í framan með maskara niður á kinnar þá skaltu ekki örvænta.
Ég er líklega bara að hlusta á góða dramatíska hljóðbók eða Titanic lagið (hver
grætur ekki yfir því), eða með kveikt á útvarpinu og þar er verið er að tala á
,,léttu“ nótunum um ástandið á Íslandi. Góður grátur er gulli betri!
Þangað til næst - gangi þér vel!
Anna Lóa
Góður grátur er
gulli betri!
List án landamæra á Suður-nesjum þakkar bæjarbúum
frábærar móttökur og veittan
stuðning á Geðveiku kaffihúsi
sem fram fór í Svarta pakkhúsinu
á sumardaginn fyrsta. Óhætt er
að segja að þátttakan hafi farið
fram úr björtustu vonum skipu-
leggjenda enda var kaffihúsið
þétt setið allan opnunartímann
og mikil gleði við völd á þessum
fyrsta degi sumars sem skartaði
sínu fegursta af því tilefni.
Ýmsar skemmtilegar uppákomur
litu dagsins ljós. Félagar úr Björg-
inni, geðræktarmiðstöð, fluttu
ljóð sem hrifu nærstadda með
einlægni sinni. Þá var flutt brot úr
leikverki sem leikhópur Listar án
landamæra er nú að æfa fyrir sviðs-
skemmtun sem haldin verður 5. og
6. maí í Frumleikhúsinu og ljóst
að þar er á ferðinni nokkuð sem
enginn má láta framhjá sér fara. Þá
kom fram hljómsveitin Eldar sem
einnig heillaði áheyrendur með
sinni angurværu tónlist í flutningi
Valdimars Guðmundssonar og
Björgvins Ívars Baldurssonar.
Það var Björgin sem stóð fyrir kaffi-
húsinu og glæsilegum veitingum
en þátttakendur komu þó víðar að
m.a. frá Hæfingarstöðinni, Mið-
stöð símenntunar og Reykjanesbæ
auk einstaklinga sem m.a. seldu
listaverk og handverk. Saman
sköpuðu þau þetta skemmtilega
kaffihús sem vonandi verður að ár-
legum viðburði héðan í frá. Það er
ekki sjálfgefið mál að hópar eins og
Björgin og Hæfingarstöðin hrindi
af stað verkefnum sem þessum og
setji sjálfa sig í forgrunn með þeim
hætti sem hér var gert og því er
óhætt að óska þeim til hamingju
með frábært framtak og frammi-
stöðu.
Það eru sveitarfélögin á Suður-
nesjum sem í sameiningu standa
fyrir verkefninu List án landamæra
á Suðurnesjum með styrk frá
Menningarsjóði Suðurnesja.
Duglegir leik-
skólakrakkar!
Ég er bara að styrkja bæjar-vinnuna! Hver hefur ekki
heyrt þennan? Afar gamall og
útbrunninn brandari þess efnis
að það sé í lagi að henda rusli
út um gluggann á bílnum eða á
víðavangi því það mun einhver
annar koma og hirða upp eftir
mig, þetta er bara góðverk að sjá
til þess að hann hafi eitthvað að
gera. Þetta er kannski orðinn svo
gamalgróinn brandari að sumir
halda að þetta sé í alvöru?
Nú þegar vorið er komið horfum
við flest í kringum okkur og klæjar
í puttana að fegra umhverfið og
reyna eftir fremsta megni að flýta
komu sumars.
Yngstu börnin eru kannski okkar
bestu fyrirmyndir í þessum efnum,
þau óhikað beygja sig niður eftir
rusli sem verður á vegi þeirra
og finna því stað í næstu tunnu.
Ósjaldan heyri ég af leikskóla-
hópum sem tóku með sér rusla-
poka í vettvangsferðina því þeim
blöskraði svo ruslið síðast þegar
þau fóru út. Ég verð alltaf jafn glöð
að heyra af svona góðverkum og
eiga þau öll lof skilið bæði starfsfólk
og nemendur fyrir að vera svona
dugleg og meðvituð um umhverfið
sitt. Það þarf oft ekki mikið til að
leggja sitt af mörkum til að fegra
umhverfið.
Lítum okkur nær og munum að
þetta er bærinn okkar og ábyrgðin
okkar.
Kveðja, Berglind Ásgeirsdóttir
Garðyrkjufræðingur
hjá Reykjanesbæ
Nemendur í 8.–10. bekk í Heiðarskóla fengu heimsókn
frá NASA í síðustu viku. Tveir
vísindamenn sögðu nemendum
frá rannsóknum NASA á jökul-
breiðu Grænlands og ísbreiðunni
í kringum Norðurpólinn. Þessar
rannsóknir eru unnar í samstarfi
við Veðurstofu Íslands.
Nemendur fengu mjög góðar lýs-
ingar á því hvernig mælingarnar
eru gerðar og hvers konar tækni
er notuð. Flugvélin sem notuð er
í þessu verkefni kallast ER-2 og er
henni flogið í allt að 70 þúsund feta
hæð, sem gerir það að verkum að
flugmaður vélarinnar verður að
klæðast geimbúningi.
Það sem vakti hvað mesta forvitni
nemenda var einmitt geimbún-
ingurinn, en tveir geimbúninga-
tæknimenn sögðu nemendum allt
um það hvernig þeir virka og hvers
vegna þörf er á að klæðast bún-
ingnum.
Í lok kynningarinnar gafst nem-
endum kostur á að spyrja vísinda-
mennina og komu fram margar
skemmtilegar spurningar.
Miklar umræður urðu um það
hvernig flugmennirnir gætu matast
og gert nauðsynlegar þarfir, klæddir
í geimbúning. Gaman er að segja
frá því að öll kynningin fór fram á
ensku og var athyglisvert að sjá um
150 nemendur hlusta á hana og að
því virtist, skilja allt sem fram fór.
NASA heimsótti Heiðarskóla
Þakkir frá geðveiku kaffihúsi