Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.05.2012, Síða 2

Víkurfréttir - 03.05.2012, Síða 2
2 FIMMTUDAGURINN 3. MAÍ 2012 • VÍKURFRÉTTIR Dagana 2. – 4. maí nk. verður gríðarlega mikið að gerast í Njarðvíkurskóla. Ástæðan? Njarðvíkurskóli verður 70 ára. Þessa daga verða nemendur og starfsfólk skólans á fullu í þema- vinnu sem tengist afmælinu. Þann 4. maí verður lokahönd lögð á afmælishátíðina með vinnu við „Tímahylkið“ og afhendingu á „Af- mælisarmbandi skólans“. Afmælishátíðin hefst síðan með opnun kl. 12:30 í Íþróttamiðstöð- inni í Njarðvík. Þar verður formleg opnun, ávörp, kynning á skólaleik- ritinu ásamt söng. Gestum er síðan boðið til sýningar í skólanum. Njarðvíkurskóli verður síðan opin fram eftir degi þar sem afmælis- verkin verða til sýnis ásamt af- rakstri vetrarins. Eins í öllum alvöru afmælum þá verða afmælisveitingar, afmælis- terta ásamt djús og kaffi. Einnig verður boðið upp á afmælismynda- töku. Afmælisútgáfa af skólablaðinu Nirði verður til sölu og kökubasar 9. bekkinga verður á staðnum. Skólaleikritið verður síðan frum- sýnt mánudaginn 7. maí. Á afmælishátíðinni 4. maí vonumst við til þess að sjá sem flesta, nú- verandi og fyrrverandi nemendur, ásamt foreldrum og starfsfólki skólans í gegnum tíðina. Nemendur og starfsfólk Njarð- víkurskóla fagna þessum dögum og bjóða ykkur hjartanlega velkomin til sýningar á 70 ára afmælisdegi skólans þann 4. maí sem þau vona að þið njótið sem allra best með þeim. Nemendur og starfs- fólk í Njarðvíkurskóla. Þyrla lendir við Heiðarskóla á laugardag Laugardaginn 5. maí 2012 fer fram stór flugslysaæfing á Keflavíkur- flugvelli og er fyrirhugað að nota þyrlu Land- helgisgæslunnar við æfinguna. Þyrlan mun lenda nokkrum sinnum á grassvæðinu norðan við Heiðarskóla og er tíma- setningin áætluð um hádegis- bilið þann 5. maí 2012, segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum til íbúa í Vallar- og Heiðarhverfi í Reykjanesbæ. Með tilkynningu þessari vill lög- reglan vekja athygli á þessu þannig að þetta komi fólki ekki á óvart enþyrlunni fylgir töluverður há- vaði og fyrirferð. Lögreglan tryggir svæðið og tekur á móti þyrlunni. Tjaldstæði útbúið við íþróttamið- stöðina í Garði Bæjarráð Garðs leggur til að þegar verði hafin undir- búningur að því að skipta um jarðveg og hlaða þann hluta tjald- svæðisins sem hýsir húsbíla, en í þann hluta vinna listamenn í Ferskum Vindum verk sín í sumar. Þegar hefur verið tryggt grjót í hleðsluna. Nýtt tjald- svæði fyrir Sveitarfélagið Garð verður búið til á lóð við hlið íþróttamiðstöðvarinnar í Garði. Byggingafulltrúi kom á fundinn og fór yfir skipulag á svæðinu, en unnið er að breytingum á Aðal- og deiliskipulagi á svæðinu en sú vinna hefur tekið meiri tíma en ráð var fyrir gert. Gert er ráð fyrir þessum hluta verkefnisins í fjárhagsáætlun 2012. MATJURTAGARÐAR REYKJANESBÆJAR 2012 Úthlutun matjurtagarða Reykjanesbæjar er hafin. Svæðin eru í Grófinni og í Dalshverfi neðan við Seljudal. Hver reitur er um 20m2 og gjaldið er 3000 kr. Þeir sem óska eftir sama reit og í fyrra verða að staðfesta pöntun fyrir 10. maí. Hægt er að panta garð í síma Þjónustumiðstöðvar 420-3200 á opnunartíma LISTASAFN REYKJANESBÆJAR TILVIST Síðasta sýningarhelgi á olíu- og vatnslitaverkum Jóns Axels Björnssonar. Opið 13:00 - 17:00 Aðgangur ókeypis Verið velkomin Duushús, Duusgötu 2-8 AÐALFUNDUR FASTEIGNA REYKJANESBÆJAR Aðalfundur Fasteigna Reykjanesbæjar ehf. verður haldinn mánudaginn 14. maí 2012, kl. 16:00 að Tjarnargötu 12 Reykjanesbæ. Venjuleg aðalfundarstörf. Sérstaklega er bent á að skv. 16. gr. samþykkta félagsins hafa leigjendur íbúða í eigu félagsins rétt til setu á aðalfundi þess með málfrelsi en án tillögu- eða atkvæðisréttar. Framkvæmdastjóri. ÚTIVISTARTÍMI BREYTTUR ÚTIVISTARTÍMI BARNA Í SUMAR Fjölskyldu-og félagsþjónustan minnir á að útvistartími barna og unglinga tekur breytingum 1. maí og þá mega 12 ára börn og yngri vera úti til kl. 22.00 en 13-16 ára unglingar mega vera úti til kl. 24.00. Börn mega ekki vera á almannafæri utan fyrrgreinds tíma nema í fylgd með fullorðnum. Útivistarreglurnar eru samkvæmt barnaverndarlögum og er þeim m.a. ætlað að tryggja öryggi barna auk þess sem mikilvægt er að börn og unglingar fái nægan svefn. Fjölskyldu- og félagsþjónustusvið ›› FRÉTTIR ‹‹ 70 ára afmæli Njarðvíkurskóla fagnað Ættfræði á bókasafninu Félagar af Suðurnesjum í Ætt-fræðifélaginu ætla að hittast á bókasafninu og ræða saman um ættfræði þriðjudaginn 8. maí 2012 kl. 17:00-19:00. Allir áhugasamir eru velkomnir. Hafsteinn Guð-m u n d s s o n , fyrrverandi íþrótta- k e n n a r i o g for- stöðumaður, lést á Hlévangi í Reykja- nesbæ 29. apríl, 89 ára að aldri. Hann fæddist 1. október 1923 í Reykjavík, s o n u r V i g d í s a r Waage Ólafsdóttur og Guðmundar Sig- mundssonar. Hafsteinn nam við Samvinnu- skólann 1943-45, Íþróttakenn- araskólann á Laugarvatni 1946- 47 og Íþróttaháskólann í Köln 1951. Hann var íþróttakennari á Suður- nesjum í 43 ár og forstöðumaður Sundhallar Keflavíkur og Sund- miðstöðvarinnar í Keflavík. Hafsteinn lék á sínum tíma með meistaraflokki Vals í knattspyrnu og síðar Íþróttabandalagi Kefla- víkur (ÍBK). Jafnframt lék hann með meistaraflokki Vals í hand- knattleik. Hafsteinn v a r ð n o k k r u m s innum Ís lands- meistari með Val, bæði í knattspyrnu og handknattleik. Hann var annar tveggja sem léku fyrstu landsleiki Ís- lands í knattspyrnu 1946 og í handknatt- leik 1950. Hafsteinn var for- maður ÍBK frá stofnun 1956 og til 1975, formaður UMFK 1978- 81, í stjórn KSÍ 1968-72, í lands- liðsnefnd KSÍ og síðar einvaldur 1969-73 og í stjórn HSÍ 1959-60. Hafsteinn var sæmdur heiður- skrossi KSÍ, heiðurskrossi ÍSÍ, gullmerki ÍBK, var heiðurs- félagi UMFK og var sæmdur riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu. Eftirlifandi eiginkona Hafsteins er Jóhanna Guðjónsdóttir. Þau eignuðust fimm börn, Hafdísi, Hauk, Svölu, Brynju og Sigrúnu. Ásk riftir skólamáltíða í Reykjanesbæ hafa aukist á þessu ári. Um 75% allra nemenda í grunnskólum Reykjanesbæjar sem eru nær 2000 talsins nýta sér að kaupa skólamáltíð í áskrift. Á sama tíma í fyrra var þetta hlut- fall 70%, svipað og árin á undan. Þetta er því hærra hlutfall en verið hefur undanfarin ár. Árni Sigfússon bæjarstjóri sagði á íbúafundi í Innri Njarðvík, s.l. mánudagskvöld, að bærinn fylgdist með þessum tölum til að meta hvort efnahagsþrengingar kæmu niður á börnunum með færri skólamál- tíðum. Svo reyndist ekki vera. Í kynningu bæjarstjóra kom fram að verð á heitum skólamál- tíðum í áskrift hjá Reykjanesbæ er 275 kr. á nemanda. Samkvæmt samanburðartölum sem kynntar voru, er þetta með því allra lægsta sem máltíð kostar í skólum lands- ins. Reykjanesbær greiðir um 224 kr. niður með hverri skólamáltíð barna. 75% barna með skólamat í áskrift Hafsteinn Guðmundsson látinn

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.