Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.05.2012, Qupperneq 4

Víkurfréttir - 03.05.2012, Qupperneq 4
4 FIMMTUDAGURINN 3. MAÍ 2012 • VÍKURFRÉTTIR Leiðari Víkurfrétta Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið gunnar@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Grundarvegi 23, 260 Njarðvík, sími 421 0000 Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Gunnar Einarsson, sími 421 0001, gunnar@vf.is Víkurfréttir ehf. Þórgunnur Sigurjónsdóttir, sími 421 0011, thorgunnur@vf.is Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0011 Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0009, rut@vf.is og Aldís Jónsdóttir, sími 421 0010, aldis@vf.is Landsprent 9000 eintök. Íslandspóstur www.vf.is, m.vf.is og kylfingur.is Útgefandi: Afgreiðsla og ritstjórn: Ritstjóri og ábm.: Fréttastjóri: Blaðamaður: Auglýsingadeild: Umbrot og hönnun: Auglýsingagerð: Afgreiðsla: Prentvinnsla: Upplag: Dreifing: Dagleg stafræn útgáfa: Hilmar Bragi Bárðarson, fréttastjóri vf.is Ekki er vika án Víkurfrétta - sem koma næst út fimmtudaginn 10. maí 2012. Bókið auglýsingar í síma 421 0001 eða gunnar@vf.is Flottir Suðurnesjamenn og vinsælt Reykjanes Sumarkveðja frá Menntavagninum Fyrsta verkefni okkar í maí 2011 var að halda námskynningu í samstarfi við Vinnu- málastofnun á Suðurnesjum. Kynningin var haldin í tengslum við átakið Nám er vinnandi vegur, tókst hún með ágætum og sóttu hana um 600 manns. Suðurnesjamenn þurfa að fylgja eftir þeirri jákvæðu ímynd Suðurnesja sem dregin hefur verið upp á síð- ustu dögum í kjölfar sigra Suðurnesjamanna í beinum sjón- varpsútsendingum á síðustu dögum. Hreysti skólafólks í Reykjanesbæ hefur vakið athygli eftir að Holtaskóli fór með sigur af hólmi í Skólahreysti 2012 og Heiðarskóli varð í öðru sæti. Suðurnesjamenn eiga að nýta sér þennan árangur skólafólksins í hreystikeppninni til að vekja jákvæða athygli á Suðurnesjum. Lið Grindavíkur kom, sá og sigraði í Útsvari, vinsælum spurningaþætti á RÚV í síðustu viku. Árangur Grindvík- inga er eftirtektarverður og eins og með hreystikeppnina þá á að nota athyglina til að halda áfram að benda á já- kvæða hluti á Suðurnesjum og fylgja þannig eftir sigrinum í spurningakeppninni. Í gærkvöldi tryggðu Grindvíkingar sér Íslandsmeistara- titilinn í körfuknattleik karla með sigri á Þór Þorlákshöfn, 72-76. Mikil gleði hjá Grindvíkingum sem fjölmenntu í Þorlákshöfn eftir glænýjum Suðurstrandarvegi í gær- kvöldi. Það má einnig búast við því að það hafi verið líf og fjör í Grindavík fram eftir nóttu, enda fyrsti Íslands- meistaratitillinn í 16 ár kominn í hús hjá Grindvíkingum. Til hamingju Grindvíkingar! Þá unnu Njarðvíkurstúlkur tvöfalt, urðu bæði bikar- og Íslandsmeistarar í körfuknattleik og Keflvíkingar í karla- flokki unnu bikarinn, næst stærsta mót ársins. Grindvík- ingum tókst að vinna sigur í gærkvöldi þá eru allir stærstu titlarnir á Suðurnesjum í ár. Ótaldir eru nærri tugur titla í yngri flokkum. Árangurinn í körfuboltanum eiga Suður- nesjamenn að nýta sér sem enn einn segulinn í umfjöllun um jákvæða ímynd Suðurnesja. Drögum til okkar gesti Nú þegar sumarið gengur í garð eiga Suðurnesjamenn einnig að vera duglegir að draga til sín gesti, enda margt að sjá og njóta á Suðurnesjum. Möguleikar í gistingu eru einnig miklir á Suðurnesjum og fjölbreyttir, hvort sem um er að ræða hótel, gistihús eða tjaldstæði. Í Grindavík má benda á flott tjaldstæði og í Sandgerði hefur einnig verið opnað tjaldstæði með flottri aðstöðu. Þá má setja niður tjöld á Garðskaga. Nú þegar bjart er orðið langt fram eftir kvöldi fer fólk að safnast á Skagann til að njóta sólarlagsins. Vert er að benda á nýjar upplýsingar úr ferðageiranum þar sem fram kom að 27% aukning varð á seldum gistinóttum á Suðurnesjum á síðasta ári frá árinu á undan. Þá var gerð talning á ferðamönnum sem fóru út á ferðamannasvæðið við Reykjanesvita og reyndust nærri 120 þús. manns hafa sótt t.d. 100 gíga garðinn. Þar er nú verið að setja upp nýja gönguleið sem gæti orðið vinsæl og í skoðun er að byggja upp endurhlaða sundlaug við Reykjanesvita og leggja henni til vatn. Það gæti orðið gríðarlega spennandi. Síðastliðið ár hafa undirrituð unnið að þróunarverkefni um eflingu menntunar á Suður- nesjum á vegum Menntamála- ráðuneytisins og Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Vinnan hefur gengið vel og við- tökur Suðurnesjamanna við verk- efninu og einstökum viðburðum verið vonum framar. Við störf okkar höfum við meðal annars heimsótt skóla, stofnanir og fyrir- tæki á svæðinu og hafa móttökur verið mjög ánægjulegar í alla staði. Ljóst er að samstarfsvilji Suðurnesjamanna til aukinnar menntunar er mikill. Fyrsta verkefni okkar í maí 2011 var að halda námskynningu í samstarfi við Vinnumálastofnun á Suðurnesjum. Kynningin var haldin í tengslum við átakið Nám er vinnandi vegur, tókst hún með ágætum og sóttu hana um 600 manns. Leikurinn var endurtek- inn í lok mars síðastliðnum þegar almenn námskynning, ætluð öllum Suðurnesjamönnum, var haldin í Stapanum. Svipaður fjöldi sótti hana en mun fleiri skólar tóku þátt og kynntu námsframboð sitt nú en síðast, þar á meðal allir háskólar landsins. Góður andi ríkti á kynn- ingunni og var sérlega gaman að verða vitni að þátttöku foreldra í henni, þar sem margir þeirra mættu með börnum sínum. Ekki verður annað sagt en að báðar námskynn- ingarnar hafi gengið mjög vel og var almenn ánægja með þær meðal þátttakenda og gesta. Könnun á viðhorfum Suðurnesja- manna til menntunar var fram- kvæmd í tengslum við verkefnið af Capacent Gallup í október á síðasta ári og kom margt jákvætt fram í niðurstöðum hennar. Viðhorf Suðurnesjamanna til menntunar er almennt mjög jákvætt og nánast allir sem tóku þátt í könnuninni telja menntun af hinu góða. Yfir helm- ingur þátttakenda hefur áhuga á að auka við menntun sína enda auki viðbótarmenntun atvinnutækifæri og tekjur talsvert eða nokkuð. Flestir þeirra sem tóku þátt hvetja börn og ungmenni í kringum sig til að mennta sig og telja að börn þeirra muni afla sér meiri eða svipaðrar menntunar en þeir sjálfir. Jákvætt viðhorf til verkefna, hver sem þau eru, er oftast fyrsta skrefið til að vel takist til. Framtíðin ætti því að vera björt fyrir framgang aukinnar menntunar á svæðinu sem þarf svo að fylgja eftir með auknum atvinnutækifærum fyrir okkur sem hér búa. Í febrúar 2012 héldum við starfs- kynningu fyrir grunnskólanem- endur á Suðurnesjum, sem líklega var sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Þar kynntu 80 einstaklingar störf sín, sem voru af mjög fjöl- breyttu tagi, og um 700 nemendur mættu á kynninguna. Starfskynn- ingin er afsprengi greiningarvinnu verkefnisstjóra á skólastarfi og þátt- töku atvinnulífs í því og hugmyndar Kristjönu E. Guðlaugsdóttur, for- eldris úr Akurskóla í Njarðvík, en Kristjana setti sig í samband við verkefnisstjóra síðastliðið haust og kynnti hugmyndir sínar um aukna starfsfræðslu í skólastarfi. Hún á þakkir skilið fyrir að hafa komið að máli við okkur með sínar hugmyndir. Starfskynningin gekk vonum framar og var einstaklega skemmtilegur viðburður sem von- andi verður árlegur héðan í frá. Mjög vel gekk að fá einstaklinga og fyrirtæki á Suðurnesjum til að taka þátt og kynna ólík störf sín á kynningunni og voru skólarnir á svæðinu mjög áhugasamir um uppákomuna og tóku virkan þátt í henni. Þá var ánægjulegt að sjá hversu mikla fjölmiðlaumfjöllun kynningin fékk hjá Morgun- blaðinu, Fréttastofu Stöðvar 2 og Víkurfréttum. Víkurfréttir hafa tekið virkan þátt í þróunarverkefninu með birtingu á Menntavagninum og eiga þakkir skilið fyrir það. Alls hafa nú þrjátíu greinar birst frá upphafi, sú fyrsta í lok september 2011, og fleiri bætast vonandi í hópinn eftir sumarfrí. Á vef Víkurfrétta http://vf.is/mennta- vagninn/ eru greinarnar aðgengi- legar og þegar þær eru skoðaðar sést vel hversu metnaðarfullt og fjölbreytt skólastarf á Suðurnesjum er. Við viljum þakka þeim kærlega fyrir sem hafa unnið með okkur og tekið þátt í verkefnum og upp- ákomum í tengslum við verkefnið um eflingu menntunar á Suður- nesjum. Viðtökur atvinnulífsins, menntastofnana og almennings á Suðurnesjum hafa verið frábærar. Þróunarverkefni líkt og það sem við vinnum að skilar ekki miklum árangri nema að allir leggist á eitt. Það hefur svo sannarlega verið raunin síðastliðið ár og verður von- andi áfram. Gleðilegt sumar! Hanna María Kristjáns- dóttir og Rúnar Árnason Verkefnisstjórar um eflingu menntunar á Suðurnesjum Handverk og hönnun í Ráðhúsinu Fj ó l a g u l l -s m i ð u r í K e f l a v í k m u n sýna handunnið skart á sýning- unni Handverk og Hönnun í Ráð- húsi Reykjavíkur dagana 3.-7. maí næstkomandi. Þetta er í fyrsta sinn sem Handverk og Hönnun stendur fyrir vorsýn- ingu en heldur hana jafnframt á haustin. Enginn aðgangseyrir. Allir velkomnir. Nánari uppl. á www. handverkoghonnun.is Sigurvegari Raunveru- leiksins 2012 Undanfarnar vikur hafa nem-endur 9. bekkjar spilað Raunveruleikinn sem er verkefni á vegum Landsbankans sem snýst um fjármála- og neytendafræðslu. Krakkarnir hafa staðið sig með sóma og í lok leiks voru 4 af nem- endum Myllubakkaskóla meðal 15 efstu á landinu. Kormákur Andri Þórsson stóð sig best allra og vann leikinn, auk þess sem hann fékk verðlaun fyrir að vera hæstur bæði í 3. og 4. spilunar- viku. Landsbankinn veitir gjafabréf að upphæð 5.000 kr. fyrir bestan ár- angur í hverri viku og sigurlaunin fyrir að sigra samanlagt var Play- station Vita leikjatölva. Einar Hannesson hjá Lands- bankanum. afhenti Kormáki verðlaunin.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.