Víkurfréttir - 03.05.2012, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGURINN 3. MAÍ 2012 • VÍKURFRÉTTIR
FJÖLMENNINGAR-
DAGUR Í
REYKJANESBÆ
INTERCULTURE DAY
IN REYKJANESBÆ
DZIEŃ MIĘDZYNARODOWY
Laugardaginn 5. maí 2012
verður fjölmenningardagur Reykjanesbæjar haldinn í
Lista- og menningarmiðstöðinni Duushús, Bíósal.
Dagskráin byrjar kl. 14.00.
Sjá nánar á vef Reykjanesbæjar, reykjanesbaer.is
Fjölmenningardagurinn er dagur fjölbreytni og
mannauðs og eru bæjarbúar hvattir til að taka þátt.
Saturday 5th of May 2012
will be a multicultural day in Reykjanesbær in Culture
and Art center Duushus. The program starts at 14.00
More information at Reykjanesbær website,
reykjanesbaer.is
Day for diversity and human resources!
W sobotę 5 maja 2012
będzie obchodzony w Reykjanesbaer
Obchodząc ten dzień w naszej gminie, chcemy wskazać
na bogactwo pochodzące z międzynarodowego
społeczeństwa. Impreza odbędzie się w godzinach 14
-16, w sali projekcyjnej Muzeum
Duushus.Szczegółowe informacje na stronie interne-
towej: reykjanesbaer.is
Wszystkich serdecznie zapraszamy.
AÐSTOÐAR-
SKÓLASTJÓRI
Í NJARÐVÍKURSKÓLA
Starfssvið:
Menntunar- og hæfniskröfur:
innan skólans
að framkvæmd framtíðarsýnar Reykjanesbæjar
í skólamálum
Njarðvíkurskóli er samfélag sem einkennist af
virðingu, ábyrgð og vinsemd.
Njarðvíkurskóli hefur innleitt PBS (stuðning við
jákvæða hegðun) innan skólans.
Skólinn hefur undir sinni stjórn tvær sérdeildir sem
þjóna öllum grunnskólum á Suðurnesjum, önnur
deildin er fyrir börn með þroskahamlanir og hin fyrir
börn með
alvarleg frávik í atferli og hegðun.
Háaleitisskóli á Ábrú er rekinn sem útibú frá
Njarðvíkurskóla.
Mikil vinna er hafin við endurskipulagningu
skólastarfsins með það í huga að bæta árangur
nemenda skólans.
www.reykjanesbaer.is undir laus störf. Eingöngu er
tekið við rafrænum umsóknum og umsóknarfrestur er
til 18. maí nk.
Sunddeild UMFN
InnritunAÐALFUNDUR
UMFN
Verður haldin mmtudaginn 10. maí kl. 19:30
í íþróttamiðstöð Njarðvíkur.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf
Stjórnin.
Hafið samb nd í síma 421 4100 eða netfangið gs@gs.is
VEITINGASALAN Í LEIRU
ER OPIN ALLA DAGA
KAFFIVEITINGAR, HAMBORGARAR,
SAMLOKUR OG FLEIRA GÓÐGÆTI.
OPIÐ ALLA DAGA FRAM Á KVÖLD
FYRIR FÉLAGA Í GS OG AÐRA.
Ra n n s ó k n a -s t o f n u n í
b a r n a - o g f j ö l -
s k y l du ver n d o g
Sálfræðisvið Há-
skólans í Reykja-
vík ásamt fleirum
standa fyrir nám-
skeiði 7.-8. júní
nk. með dr. John
M. Gottman og dr.
Julie Gottman fyrir
fagfólk um parameðferð. Nám-
skeiðið kalla þau Bridging the
Couple Chasm - Gottman Coup-
les Therapy: A Research-Based
Approach.
Dr. Julie Schwartz Gottman og
dr. John M. Gottman stýra nám-
skeiðinu, en þau hafa bæði áratuga
reynslu í rannsóknum og fræðslu á
málefninu.
„Með þessu námskeiði er verið að
gefa fagfólki allra bestu tólin í verk-
færatöskuna“ segir Keflvíkingurinn
Ólafur Grétar Gunnarsson sem
vinnur að undirbúningi. „Það er
mjög ánægjulegt að sjá hvað fagfólk
er áhugasamt um námskeiðið”
Gottman-hjónin eru líklega eitt
þekktasta meðferðarpar okkar
tíma. Þau eru vel kunn fyrir störf
sín bæði meðal fræðimanna og
fagfólks. Þau láta sig varða velferð
fjölskyldna, foreldra og barna og
setja það gjarnan í samhengi við
samfélagsþróunina og margvísleg
öfl sem nú ógna fjölskyldugildum
og uppeldisáhrifum foreldra.
John M. Gottman hefur stundað
víðtækar rannsóknir á hjónabands-
stofnuninni og samskiptum í vel
starfhæfum hjónaböndum, for-
e ldrah lutverkum
og skilnaðarferlum.
Rannsóknir hans eru
svo aftur grundvöllur
að afar læsilegum
ritum fyrir fagfólk
og almenning, m.a.
hinni vel þekktu bók
The Seven Principles
for Making Marriage
Work (1999). Sum
fræðilegu verkanna
eru notuð í háskólakennslu og
mörg rita hans gegna mikilvægu
hlutverki í meðferðarþjálfun.
Gottman–hjónin reka saman
fræðslu- og meðferðarstofnunina
The Gottman Insititute í Seattle
í Bandaríkjunum. John M. Gott-
man er prófessor emeritus, við
Washington University og var ný-
lega valinn einn af 10 áhrifamestu
sálfræðingum heimsins, á síðast-
liðnum 25 árum. Julie er í forsvari
fyrir The Couples Together Against
Violence Study. Hún var kosin
sálfræðingur ársins í Washington
fylki, árið 2005. Hún er alþjóð-
legur ráðgjafi varðandi hjónabönd,
kynferðislega áreitni og nauðganir,
heimilisofbeldi, ættleiðingar sam-
kynhneigðra, hjónabönd samkyn-
hneigðra og málefni foreldra.
John Gottman verður einnig með
námskeið fyrir almenning í Hörpu
6. Júní frá kl. 17:00 -19:00, www.
harpa.is
Námskeiðið fyrir fagfólk verður
haldið 7. og 8. júní í Háskólanum í
Reykjavík. Nánari upplýsingar á vef
Rannsóknastofnunar í barna- og
fjölskylduvernd, www.rbf.is.
Leiguverð
Íbúðalánasjóðs
hærra en í boði
er á Ásbrú
Bæjarstjóri Garðs átti á dög-unum fund með fulltrúum
Íbúðalánasjóðs þar sem farið var
yfir eignastöðu sjóðsins í Garð-
inum. Íbúðalánasjóður átti í lok
mars 28 eignir, auðar voru 16, í
útleigu voru 7 og óíbúðahæfar 4
og eina eign sem flokkast undir
annað.
Rætt var mikilvægi þess að Íbú-
ðalánasjóður léti meta eignir sínar
og kæmi þeim í söluferli sem fyrst,
en alls á sjóðurinn um 500 eignir á
Suðurnesjum.
Einnig að mikilvægt væri að fólki
sem væri að missa eignir sínar
yrði gert kleift með öllum ráðum
að leigja þær áfram eins og gert er
ráð fyrir samkvæmt starfsreglum
sjóðsins. Leiguverð Íbúðalánasjóðs
á eignum í Garði eru samkvæmt
upplýsingum hærra en það leigu-
verði sem er í boði á Ásbrú en það
skekkir stöðuna á leigumarkaði.
Heimsþekktir sál-
fræðingar til Íslands
Undanfarna tvo mánuði hefur hópur af áhugaleikurum og
söngvurum verið á stífum æf-
ingum í Frumleikhúsinu í Reykja-
nesbæ. Unnið var útfrá spuna
og persónusköpun og handrit
skrifað út frá hugmyndum sem
komu fram. Leikritið sem er í
sjö stuttum þáttum hefur fengið
nafnið Brúðkaupsdraumur, fjallar
um misheppnuð stefnumót,
vináttu og drauma. Nokkur vel
þekkt sönglög koma fyrir í verk-
inu enda mjög gott söngfólk hér
á ferð. Óhætt er líka að segja að
leikararnir fara á kostum í gamni
og alvöru. Sýningarnar eru tvær,
sú fyrri á laugardaginn 5. maí kl.
16.00 og seinni á sunnudaginn kl.
20.00 og er frítt inn. Fram koma;
Amanda Auður Þórarinsdóttir,
Bjarni Valur Agnarsson, Davíð
Már Guðmundsson, Ívar Egils-
son, Lára Ingimundardóttir, Mar-
geir Karlsson, Sóley Valsdóttir,
Unnur Hafstein Ævarsdóttir
ásamt Bylgju Dís Gunnarsdóttur,
Emil Freyssyni og Henning Emil
Magnússyni sem jafnframt stýra
verkefninu í ár. Einnig mun
leynigestur stíga á stokk en ekki
hægt að hafa fleirri orð um það
hér. Þetta er sýning sem engin má
missa af!
Brúðkaups-
draumur - List
án landamæra