Víkurfréttir - 03.05.2012, Side 22
22 FIMMTUDAGURINN 3. MAÍ 2012 • VÍKURFRÉTTIR
útspark Ómar JÓhannsson
Ómar Jóhannsson, markvörður og
starfsmaður í Fríhöfninni sparkar
pennanum fram á ritvöllinn.
spákerlingar
Sumarið er komið og fótboltavellirnir orðnir grænir og fallegir.
Hafa sjaldan verið betri í byrjun móts ef einhvern tíma.
Umfjöllun í fjölmiðlum er jafnt og þétt að aukast um íslenska
boltann og spennan magnast. Á þessum tíma er einmitt mjög
vinsælt hjá fjölmiðlum að heyra í hinum ýmsu spekingum og
spádómskerlingum. Það er spáð og spekúlerað og menn reyna
að sjá fyrir hvernig sumarið muni þróast. Okkur í Keflavík hefur
verið spáð frekar neðarlega þar sem ég hef séð. Sem betur fer hafa
sérfræðingarnir ekki orðið það góðir að sjá fyrir hvernig deildin
muni enda að ekki hafi þurft að spila leikina. Menn væru vafalítið
farnir að nota þá kristalkúlu til einhverra verri verka en að spá
fyrir um fótboltaúrslit.
Spekingarnir eru yfirleitt menn með mikla þekkingu á íslenska
boltanum. Þeir byggja mat sitt á einhverjum staðreyndum,
t.d. hvernig gekk liðinu í fyrra. Hvernig hefur liðinu gengið
á undirbúningstímabilinu. Hefur liðið bætt við sig eða misst
leikmenn. Allt eru þetta hlutir sem geta gefið vísbendingu um
hvernig liðinu mun ganga á komandi tímabili. Við þetta bæta
menn svo einhverri tilfinningu sem þeir hafa um liðið. Ekki
endilega neitt áþreifanlegt. Eitthvað sem segir þeim að liðinu
eigi eftir að ganga vel yfir sumarið þrátt fyrir að margt bendi
til annars eða öfugt. Þannig ná menn oft að giska nokkuð nærri
hvernig sumarið fari en aldrei alveg rétt. Stundum mjög langt frá
því að vera rétt.
Sem betur fer fyrir alla sem áhuga hafa á fótbolta er ekki hægt að
spá fyrir um úrslit leikja með 100% vissu ennþá. Það getur verið
nógu erfitt að giska á úrslit einstakra leikja, hvað þá heilu mótin.
Fótbolti er óútreiknanleg íþrótt. Það er eitt af því sem gerir hann
að skemmtilegustu íþrótt í heimi. Munurinn á besta og lélegasta
liði úrvalsdeildarinnar er ekki mikill. Á góðum degi er síðra
liðið alltaf líklegra til sigurs en hinir sem taldir eru betri ef þeir
eru ekki á tánum. Íslenskar getraunir væru ekki lengi að fara á
hausinn ef það væri eitthvað til sem héti öruggir leikir. Ég held
stundum að ég hafi fundið örugga leiki til að tippa á. Ég er ekki
ríkur ennþá.
Sú staðreynd að spekingarnir hafa ekki alltaf rétt fyrir sér getur
verið góð fyrir okkur í Keflavík. Sum lið enda ofar en þeim er spáð,
önnur neðar. Við viljum vera eitt af liðunum sem endar ofar. Við
í liðinu erum ekki vitlausir, flestir alla vega. Menn gera sér alveg
grein fyrir því að það er einhver ástæða fyrir því að okkur er spáð
neðarlega. Við gerum okkur einnig grein fyrir því að ef við náum
að spila vel munum við enda ofar en okkur er spáð. Við erum alla
vega spenntir fyrir sumrinu og vonandi eru fleiri en við orðnir
spenntir. Fótbolti er óútreiknanleg íþrótt, þess vegna elskum við
hann. Allt getur gerst.
Líkt og í fyrra er allt útlit fyrir að bæði Suðurnesjaliðin í efstu
deild karla í knattspyrnu muni
róa lífróður í Pepsi-deildinni ár.
Lið Grindvíkinga og Keflvíkinga
þykja líkleg til þess að taka þátt
í fallbaráttunni þetta árið en í
fyrra náðu bæði lið að bjarga sér
á síðustu stundu, Grindvíkingar
á sérstaklega ævintýralegan hátt
með góðum sigri í Eyjum í síðustu
umferð.
Sérfræðingar hvaðanæva að hafa
verið að henda fram spám sínum
fyrir komandi fótboltasumar og
þar koma Suðurnesjaliðin ekkert
sérstaklega vel út. Einhverjar
breytingar hafa orðið á liðunum
og munum við útlista þær hér að
neðan ásamt því sem rætt er við
þá Harald Guðmundsson fyrirliða
Keflvíkinga og Óskar Pétursson
markvörð Grindvíkinga.
Mikið mun mæða á reynslumeiri
m ö n n u m l i ð s i n s e i n s o g
Guðmundi Steinarssyni, Jóhanni
B. Guðmundssyni og Haraldi
Guðmundssyni. Ómar Jóhannsson
er einn af sterkari markmönnum
deildarinnar og þessir leikmenn
verða að vera stöðugir í sumar.
Gengi liðsins gæti svo oltið á því
hvernig ungu leikmenn liðsins
standast pressuna þetta árið.
Flestir þeirra fengu nasaþefinn af
fótboltanum í efstu deild í fyrra og
nú reynir heldur betur á guttana.
Breytingar hafa orðið í brúnni en
Zoran Ljubicic er tekinn við búi
Willums Þórs Þórssonar sem hætti
síðasta haust. Zoran hefur gamla
reynsluboltann Gunnar Odsson sér
til aðstoðar en Zoran hefur aðeins
reynslu af þjáfun yngri flokka þar
sem hann hefur náð góðum árangri
með Keflvíkinga.
„Þetta leggst vel í mig þetta sumar,
eins og alltaf á þessum tíma árs,“
sagði Haraldur Guðmundsson,
fyrirliði Keflvíkinga en hann er
sáttur við veturinn og segir mikinn
stíganda vera í liðinu. „Við erum
bjartsýnir á sumarið og teljum
okkur geta gert gott mót,“ en eins
og áður segir en nýr þjálfari tekinn
við og aðrar áherslur um leið. „Ég
held að Zoran sé meiri talsmaður
þess að reyna að spila fótbolta, þó
svo að við höfum verið að gera það
í fyrra. Hann vill halda boltanum
á jörðinni og spila honum og
leggur kannski ekki það mikið upp
varnarlega séð. Þó er kannski ekki
komið hans handbragð á þetta.“
Haraldur segir að leikmenn og
þeir sem komi að liðinu geri sér
fulla grein fyrir því að liðið sé ekki
að fara að berjast um titla í ár en
markmiðin séu þó skýr. „Við viljum
gera betur en í fyrra, þó svo að það
séu ekki háleit markmið þá stefnum
við á að gera betur. Svo munum við
endurskoða það eftir því hvernig
gengur. Við erum nokkuð raunsæir
á þetta,“ segir fyrirliðinn sem
sjálfur lék ekki með Keflvíkingum
seinni hluta tímabils í fyrra.
Eru einhverjir af þessu ungu
leikmönnum sem fengu tækifæri í
fyrra að fara að springa út í sumar?
„Það er klárlega tækifæri fyrir unga
menn að stíga upp núna þar sem
við erum ekki að kaupa menn í
liðið. Það eru margir hæfileikaríkir
strákar sem verða spennandi í
sumar,“ en hann segir styrkleika
liðsins fyrst og fremst felast í
samheldni þar sem nánast eingöngu
heimamenn af Suðurnesjum séu
í liðinu. „Við viljum meina að við
séum með vel spilandi leikmenn
í öllum stöðum og eigum að geta
spilað flottan fótbolta í sumar.“
Zoran er tals-
maður fótbolta
-segir Haraldur Freyr Guðmundsson, fyrirliði Keflavíkur
›› Keflavík og Grindavík spáð í
neðri helmingi Pepsi-deildarinnar í
knattspyrnu:
Komnir:
Gregor Mohar frá NK Radomlje
Grétar A.Grétarsson
frá Stjörnunni
Haraldur F. Guðmundsson
frá Start
Jóhann R. Benediktsson
frá Fjarðabyggð
Farnir:
Adam Larsson
Andri Steinn Birgisson
í Leikni R.
Guðjón Á. Antoníusson í FH
Goran Jovanovski
Grétar Hjartarson
í Reyni Sandgerði
Magnús Þórir Matthíasson í Fylki
„Það er klárlega tækifæri fyrir
unga menn að stíga upp núna
þar sem við erum ekki að kaupa
menn í liðið. Það eru margir
hæfileikaríkir strákar sem verða
spennandi í sumar,“