Víkurfréttir


Víkurfréttir - 31.05.2012, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 31.05.2012, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGURINN 31. MAí 2012 • VÍKURFRÉTTIR Róbert Ragnarsson hefur verið bæjarstjóri Grindavíkur frá því um sumarið 2010. Hann gegndi starfi bæjar- stjóra í Vogum árið 2006 þar til hann tók við stjórnar- taumum í Grindavík en Róbert er með meistarapróf í stjór- nmálafræði og hefur einnig starfað sem verkefnisstjóri í Félagsmálaráðuneytinu þar sem hann meðal annars stýrði átaki til eflingar sveitarstjórnarstigsins. Jafnframt var hann um tíma stundakennari við stjórnmálafræðiskor Háskóla Íslands, þar sem hann kenndi stjórnun og starfsumhverfi sveitarfélaga. Róbert er kvæntur Valgerði Ágústsdóttur og eiga þau saman þrjá syni. Róbert var svo ferðamála- og markaðsfulltrúi Grindavíkurbæjar um aldamótin síðustu. Víkurfréttir kíktu í heimsókn til Róberts á skrifstofu hans í Grindavík og ýmis mál sem snerta sjávarútvegs- og ferða- mannabæinn Grindavík voru þar rædd. Nýlega var gerð úttekt á skólamálunum í Grindavík og síðan þá hafa verið gerðar tvær umbótaráætlanir, annars vegar í sérkennslu og svo almennt, en hvernig komu skólamálin út í Grindavík? „Það var beggja blands. Það voru atriði sem komu mjög illa út, t.d. hvað varðar stjórnun og stefnumótun. Þar fengum við í raun staðfestingu á því sem við töldum okkur vita. Síðan Gunnlaugur Dan Ólafsson, sem hafði verið farsæll skólastjóri hér í yfir 20 ár fór, þá dettur rosalega mikið niður af því sem hann hafði verið að gera. Skólastjórinn sem fyllti í skarð hans var einfaldlega ekki að valda verkefninu enda var hann látinn fara í nóvember síðastliðnum,“ segir Róbert. „Við fáum hins vegar mjög góða umsögn um aðbúnað og menntun kennara, fjármagn til skólans er líka eins og best verður á kosið.“ Róbert segir Grindavíkurskóla hafa verið meðal bestu skóla Suðurnesja ásamt Heiðarskóla fyrir um 3-4 árum síðan en undanfarið hafi fatast flugið. „Stjórnun í skól- anum var ekki nægilega markviss og í kjölfar af því hefur eðli málsins samkvæmt ekki gengið eins vel,“ en Róbert vonast til þess að leiðin liggi nú upp á við. „Hér var engin skólaskifstofa áður en sveitarfélögin tóku við skólunum og Grindvíkingar voru að kaupa ýmsa utanað- komandi þjónustu. Undanfarin ár hefur þrýstingurinn á aukna þjónustu vaxið alveg stórkostlega, bæði hér og annars staðar og við erum því komin með okkar eigin skólaskrifstofu þar sem nálgast má alla þjónustu. Við erum því að veita alveg svakalega mikla þjónustu nú til dags.“ Að mati Róberts er rosaleg krafa um þjónustu og hann telur sveitarfélögin hafa sinnt þeirri þjónustu mjög vel eftir að ríkið sleppti hendinni af skólunum. „Skólarnir eru orðnir miklu betur búnir og flottari en áður. Nú eru líka menntaðir kenn- arar í öllum stöðum. Þetta kostar sitt og hjá Grindavíkurbæ eru fræðslumálin 67% af skatttekjum bæjarins og voru á tímabili yfir 70%. Árið 2009 voru svo íþrótta- og æskulýðs- mál 25% á móti 70% í skólamálum. Þessir tveir málaflokkar tóku hreinlega allar skatttekjur til sín og aðrir málaflokkar voru fjármagnaðir með vaxtatekjum úr hitaveitusjóðnum. Nú erum við að reyna að vinda ofan af þessu og koma hlut- unum í eðlilegra ástand,“ segir Róbert og tekur það fram að ef ekki náist betri árangur í samræmi við fjármagn sem er sett í skólana þá verði að endurskoða málin. Grindavík verður alltaf sjávarútvegspláss Fyrirhugaðar eru stækkanir og breytingar á íþróttamann- virkjum í bænum. Bæta á við rúmlega 400 fermetrum við íþróttahúsið og gera um leið nýja búningsklefa. Einnig er á teikniborðinu viðbygging við grunnskólann þar sem hýsa á bókasafn og tónlistarskóla. Þá stendur til að gera nýjan sal við íþróttahúsið sem rúmar um 200 manns en sá salur myndi vera samkomusalur bæjarins og íþróttafélaganna. „Sá salur ætti að leysa að mestu það hlutverk sem Festi hafði áður og ráðgert er að útbúa íþróttasalinn þannig að hann geti hýst stóra viðburði.“ Róbert segir ekki vera neinn ágreining um hvort ráðast eigi í þessar framkvæmdir heldur einungis um hvernig útfæra eigi hlutina. Markmið bæjarins sé að hafa allar íþróttadeildir á sama stað og skapa þannig meiri stemn- ingu, en fótboltinn vilji frekar hafa sína aðstöðu þar sem áhorfendastúkan stendur. Einhverjir aðilar eru á því að ekki eigi að ráðast í slíkar framkvæmdir á meðan ekki liggur ljóst fyrir hvernig nýtt kvótafrumvarp sem liggur fyrir á Alþingi hafi áhrif á Grindavík. „Það er áhætta í öllu og við vitum ekki hvað gerist varðandi þessi frumvörp. Það er líka áhætta fólgin í því ef að eitthvert sjávarútvegsfyrirtækjanna ákveður að selja kvótann úr bænum. Ef við ætlum alltaf að bíða vegna einhverrar óvissu þá verður okkur ekkert úr verki. Ég held að Grindavík verði alltaf sjávarútvegspláss,“ segir Róbert. Hann telur ekkert benda til þess að sjávarútvegsfyrirtæki færi sig um set og hann segir þau vera ákaflega heimakær og styðji vel við samfélagið. „Skerðingar eins og boðaðar eru í frum- varpinu verða þess valdandi að leigja þarf kvótann til baka til að halda sömu stöðu. Sá kostnaður, ásamt veiðigjöldum mun örugglega hafa áhrif á rekstur þessara fyrirtækja, þau þyrftu jafnvel að fækka starfsmönnum sem myndi hafa áhrif á okkar útsvarsstofn. Það er vissulega áhætta en við munum þurfa þessi mannvirki hvernig sem fer.“ Fjögur ár eru liðin síðan samkomuhús Grindvíkinga, Festi, var síðast notað og segir Róbert vissulega vera mikinn söknuð af húsinu. „Mannlífið hefur blómstrað þrátt fyrir það og þetta hefur alveg gengið upp. Aðrir salir hér í bænum og við Bláa lónið hafa reynst okkur vel og það hefur sem betur fer ekki verið nein krísa.“ Hann segist vonast til þess að einhver kaupi Festi og geri þar verslunar- og þjónusturými. „Við höfum verið í viðræðum við aðila sem vilja breyta húsinu í gisti- heimili og verslunarrými og vonandi gengur það eftir.“ Ferðaiðnaðurinn önnur stoð Grindvíkinga Róbert var kennari í Grindavík á árunum 1996-7 og kom síðan aftur til starfa sem ferðamálafulltrúi árið 1999 þá aðeins 23 að aldri. Þá var Bláa lónið að flytja sig í nýtt húsnæði sem var upphafið að þeim mikla vexti og árangri sem þar hefur náðst að sögn Róberts. „Ferðaþjónustuaðilar í Grindavík eru þá að átta sig á því að þetta sé alvöru markaður og byrja að skipuleggja sig sem atvinnumenn frekar en áhugamenn. Ég kem svo aftur til Grindavíkur 12 árum síðar og þá eru öll viðmið orðin mikið hærri og menn eru búnir að læra betur á þjónustuna og markaðinn. Hér koma fyrirtæki eins og Salt- húsið sem er virkilega gott þegar kemur að sjávarréttum og kaffhús eins og Bryggjan sem hefur ákveðna sérstöðu sem íslenskt sjóarakaffihús.“ Róbert segir fyrirtæki eins og Fjór- hjólaferðir einnig vera til fyrirmyndar enda séu þar starfandi björgunarsveitarstrákar sem hafi öll öryggisatriði á hreinu og ekkert sé þar í ólagi. Fagmennska í ferðaþjónustu sé mikil í dag. „Bláa lónið er heimsklassa ferðaþjónustufyrirtæki og það hefur smitað út frá sér inn í bæinn okkar. Ég er á því að ferðaþjónustan sé að verða okkar önnur stoð í atvinnulífinu í Grindavík. Þetta er orðinn alvöru heilsárs iðnaður og ég á von á því að þetta eigi eftir að aukast með tilkomu nýs hótels við Bláa lónið. Afþreying hérna á svæðinu á eftir að taka mikinn kipp þegar það hótel rís,“ segir bæjarstjórinn. Það koma rúmlega 500 þúsund gestir á ári í Bláa lónið og þaðan eru aðeins fjórir kílómetrar inn í Grindavík. Til stendur að leggja göngu- og hjólastíga og merkingar fyrir um 70 milljónir króna frá Lóninu til Grindavíkur og um hafnar- svæðið. Róbert segir að hér sé erlent ferðafólk allan ársins hring, ferðamannatíminn svokallaði sé allt árið um kring en ekki bundinn við ákveðin tímabil. Segir hann einnig umferð hafa aukist með opnun Suðurstrandarvegar. „Við höfum svo sem engar handbærar mælingar enda hafa engar talningar verið gerðar á veginum. Þjónustuaðilar í Grindavík segjast þó taka eftir því að fleira fólk frá Suðurlandi leggi leið sína hingað, sem er afar jákvætt.“ Skemmtilegur bæjarbragur vegna Sjóarans síkáta ,,Sjómannadagurinn hefur lengi verið í hávegum hafður í Grindavík og í tengslum við það hefur bæjarhátíðin okkar vaxið og yfirleitt farið vel fram. Við höfum stílað inn á fjöl- skyldufólk og þetta hefur gengið mjög vel.“ Róbert segir há- tíðina skipta miklu máli fyrir bæjarbraginn þar sem keppni milli hverfa sé mjög skemmtileg. „Það er ekki bara þannig að við séum að fá hingað fjölda gesta heldur er þetta hátíð heimamanna og fólk er að koma til Grindavíkur til þess að taka þátt í hátíðinni með okkur, við erum ekki bara að skemmta gestum.“ Róbert telur að Grindavík geti vel vaxið og dafnað sem bær í komandi framtíð en aðalskipulag gerir ráð fyrir 6.000 íbúum árið 2030 en í dag eru íbúar um 2800. Róbert segir þó ekki hollt að vaxa of hratt og telur hann 3% aukningu íbúa á ári vera yfirdrifið nóg. Róbert er fæddur og uppalinn í Keflavík en hann hefur þrisvar verið búsettur í Grindavík. „Mér finnst ekkert skrítið að vera Keflvíkingur hérna í Grindavík. Fólk er svona stundum að skjóta á mig að ég sé úr Keflavík en þessu gamli rígur er ekki til lengur, þetta er bara á skemmtilegu nótunum.“ Róbert segir það aðallega vera skrítið þegar að Grindvíkingar og Keflvíkingar mætast á fótboltavellinum, þá á hann stundum erfitt með sig. „Það hjálpar að ég spilaði fótbolta með Keflavík þegar búningarnir voru gulir og bláir, þannig að ég er ekki óvanur að styðja þá liti,“ segir Róbert léttur í bragði en synir hans spila að sjálfsögðu með Grindavík. „Ég held að það sé ekkert öðruvísi fyrir íbúa hér að fá Keflvíkinging sem bæjarstjóra frekar en Akureyring eða Vestfirðing. Ég held að fólk hafi bara gaman af því að geta strítt Keflvíkingnum, sér- staklega í vetur þegar Grindvíkingum gekk betur í körfubolt- anum, þá fékk maður alveg að heyra það,“ segir bæjarstjórinn að lokum. ›› Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri í Grindavík, í viðtali við Víkurfréttir: Verður alltaf sjávarútvegsbær „Bláa lónið er heimsklassa ferðaþjónustu- fyrirtæki og það hefur smitað út frá sér inn í bæinn okkar. Ég er á því að ferða- þjónustan sé að verða okkar önnur stoð í atvinnulífinu í Grindavík. Þetta er orðinn alvöru heilsárs iðnaður og ég á von á því að þetta eigi eftir að aukast með tilkomu nýs hótels við Bláa lónið. Afþreying hérna á svæðinu á eftir að taka mikinn kipp þegar það hótel rís,“ segir bæjarstjórinn.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.