Víkurfréttir - 31.05.2012, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGURINN 31. MAí 2012 • VÍKURFRÉTTIR
Húðin okkar er stærsta líffæri mannsins og því mikilvægt að huga að því hvernig við hugsum
um húðina og hvaða snyrti- og
hreinlætisvörur við setjum á húð-
ina daglega. Heilbrigður lífsstíll
hefur vissulega áhrif á húðina til
hins betra en efnin sem við setjum
á húðina eru ekki síður mikilvæg
þar sem þau eiga greiða leið inn
í líkamskerfi okkar og geta haft
truflandi áhrif á líkamann. Fjölmörg skaðleg
kemísk efni finnast í okkar daglegu húðvörum
en algengustu kemísku efnin sem við ættum að
reyna sniðganga eru paraben rotvarnarefni, ilm-
efni, phthalates efni í rakakremum, sodium lauryl
sulphates efni í sjampói, mineral oil, paraffin,
o.fl efni. Talið er að paraben efni geti haft horm-
ónatruflandi áhrif á estrógen búskap og virkni
þess verið tengd brjóstakrabbameini en tengsl
þess við krabbamein hefur þó verið umdeild. Nú
til dags stendur okkur til boða fjölmargar tegundir
af íslenskum og erlendum lífrænum húðvörum
og meðvitund fólks sífellt að aukast um áhrif
og skaðsemi kemískra gerviefna á heilsuna. Við
eigum að vera vandlát á vörunar sem við notum
og skoða innihaldslýsingar og velja vörur sem eru
unnar úr lífrænum efnum og jurtum, innihalda
andoxunarefni og náttúrulegar olíur, og lausar við
paraben efni.
Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir.
www.facebook.com/grasalaeknir.is
Gefðu því gaum
hvað þú setur á húðina!
www.facebook.com/grasalaeknir.is
Loksins opnum við aftur eftir miklar breytingar.
Gler, leir og trévörur í miklu úrvali.
Bílskúrssala verður einnig þessa helgi í bilinu við hliðina.
Notuð föt í ýmsum stærðum, skór, rúm, sumardekk og margt fleira.
Hlökkum til að sjá ykkur, opnum kl. 11:00 laugardaginn 2. júní.
GALLERÝ
„HANS“ OG GRÉTU
Vesturbraut 8
Á bæjarstjórnarfundi í Sveitar-félaginu Vogum þann 23.
maí voru sam-
þ y k k t a r s a m -
skipta- og siða-
reglur kjörinna
fulltrúa í Sveitar-
félaginu Vogum.
Í reg lunum er
nú í fyrsta skipti
kveðið á um hlutverk bæjarfull-
trúa gagnvart íbúum sveitar-
félagsins, stjórnendum og öðrum
starfsmönnum þess.
Sérstaklega er kveðið á um að hver
og einn bæjarfulltrúi beri skylda til
að rökstyðja ákvarðanir sínar fyrir
bæjarbúum og tilgreina þá þætti
sem ákvarðanir þeirra eru byggðar
á. Þetta ákvæði mun væntanlega
tryggja vandaðan undirbúning
bæjarfulltrúa og stuðla að mál-
efnalegri umræðu um ákvarðanir
bæjarstjórnar.
Í reglunum er einnig kveðið á um
ábyrgð og starfshætti ráðinna stjór-
nenda þar sem fram kemur að
stjórnendum sveitarfélagsins beri
að meta hag heildarinnar fram
yfir hag einstakra deilda eða ein-
stakra starfsmanna og taka ákvarð-
anir í samræmi við það. Þannig er
unnið að því að hver deild innan
sveitafélagsins horfi til annarrar
og stefnumótunar í sveitarfélaginu
þegar einstaka ákvarðanir eru
teknar.
Í sveitarfélaginu Vogum verður
stjórnendum og starfsmönnum
skylt að láta ekki undan þrýstingi
heldur bregðast við þegar þeir fá
fyrirmæli sem eru ólögleg, brjóta
í bága við siðferðiskennd þeirra
eða fagleg sjónarmið. Sama á við ef
starfsmaður verður var við ákvarð-
anir sem brjóta í bága við ákvarð-
anir bæjarstjórnar, þar með talið
þessar starfs- og siðareglur. Starfs-
og siðareglurnar tekur því skref í þá
átt að vernda tjáningarfrelsi starfs-
manna og vernda þá gegn hugsan-
legu órétti.
Í reglunum er einnig ítarlega kveðið
á um samskipti kjörinna full-
trúa og starfsmanna og m.a. tekið
fram að bæjarfulltrúum er aðeins
heimilt að koma erindum í farveg
fyrir milligöngu bæjarstjóra sem
sér um að öllum laga- og form-
kröfum sé fullnægt. Starfsmönnum
er óheimilt að leita til kjörinna full-
trúa varðandi málefni sem lúta að
launakjörum og starfsumhverfi
þeirra nema í þeim tilvikum sem
það tengist almennri stefnumótun
eða settum starfs- og siðareglum
sveitarfélagsins.
Það er ástæða til að fagna innilega
þessum metnaðarfullu reglum sem
nú eru lagðar til samþykktar. Regl-
urnar slá nýjan tón í stjórnsýslu
bæjarins, þær eru ítarlegar og yfir-
gripsmiklar og verður án efa til að
bæta það faglega starf sem unnið er
í stjórnsýslu bæjarins.
Inga Sigrún Atladóttir
forseti bæjarstjórnar í
Sveitarfélaginu Vogum
Ný aðalnámskrá – breyttar
áherslur
Í byrjun þessa árs gaf Mennta- og
menningarmálaráðuneytið út nýjar
aðalnámskrár fyrir fyrstu þrjú
skólastigin, leikskóla,
grunnskóla og fram-
haldsskóla. Það sem
meðal annars er nýtt
við þessa útgáfu er að
fyrstu þrír kaflarnir
eru sameiginlegir í
námskrám skólastig-
anna þriggja. Þetta
markar tímamót í
að mynda samfellu í
námi barna á aldr-
inum 2ja til 18 ára og
leggur skólum á öllum stigum þá
ábyrgð á herðar að tryggja sam-
hengi og samræmi í menntun frá
leikskólum til háskóla. Mennta-
stefnan sem birtist í aðalnámskrá
leikskóla byggir á sex grunnþáttum
sem eru rammi um leik og nám í
leikskólum, en þeir eru: læsi, sjálf-
bærni, heilbrigði og velferð, lýð-
ræði og mannréttindi, jafnrétti og
sköpun. Allir þessir þættir eru jafn
mikilvægir og tengjast innbyrðis og
er þeim ætlað að skapa heildstæða
sýn á skólastarfið.
Góðir leikskólar
í Reykjanesbæ
Í Reykjanesbæ eru tíu leikskólar
sem allir kappkosta að veita gott
leikskólanám börnunum sem þar
dvelja. Leikskólarnir eru mismun-
andi hvað varðar húsnæði, fjölda
barna og hugmyndafræði sem
unnið er eftir. Allir leikskólarnir
vinna samkvæmt aðalnámskrá,
einnig hefur hver leikskóli sína
skólanámskrá þar sem nánari út-
færsla á náminu og námsleiðunum
er lagt fram.
Innra starf leikskólanna í Reykja-
nesbæ er mjög fjölbreytt og metn-
aðarfullt. Þar eru skólar sem eru
með viðurkenningu sem heilsuleik-
skólar, þar er áhersla lögð á hreyf-
ingu, hollt mataræði og sköpun.
Við erum með leikskóla sem hafa
fengið viðurkenningar sem græn-
fána skólar en í þeim leikskólum
er mikil áhersla á endurvinnslu og
að virða náttúruna og umhverfi
okkar. Ítalska uppeldisstefnan
Reggio Emillia er rauði þráðurinn
í starfinu á einum leikskólanum
með áherslu á uppgötvunarnám
barnsins í gegnum listir og sköpun.
Fjölgreindakenning Howards Gar-
dners er höfð að leiðarljósi í starfi
í einum af leikskólum bæjarins en
þar er áhersla á að allir hafa hæfi-
leika og getu en á ólíkum sviðum.
Einnig eru leikskólar sem vinna
eftir Hjallastefnunni sem er hug-
myndafræði sem byggir á að vinna
með styrkleika drengja og stúlkna í
sitt hvoru lagi. Þá er ótalið að unnið
er með jóga og
slökun á nokkrum
leikskólum. Lestrar-
kennsla og öflugt
r itmálsumhverf i
hefur verið fléttað
inn í skólanámskrá
flestra skólanna og
er sá þáttur í mikilli
sókn. Einnig hafa
nokkrir leikskólar
unnið mjög metn-
aðarfull þróunar-
verkefni í gegnum árin og mun
handbók frá einu slíku verkefni
líta dagsins ljós síðar á þessu ári
og fjallar hún um hvernig hægt er
auka orðaforða barna. Það er því
óhætt er að segja að fjölbreytilegt
og metnaðarfullt starf á sér stað í
leikskólum bæjarins.
Horft til framtíðar
Nýjasta verkefni leikskólanna
sem hefur verið í undirbúningi í
vetur er innleiðing á framtíðarsýn
Fræðsluskrifstofu Reykjanes-
bæjar, en hún miðar að því að bæta
námsárangur á Suðurnesjum með
öflugri áherslu á læsi og stærðfræði
á fyrstu tveimur skólastigunum.
Leikskólastjórar ásamt sínu fólki
og fræðsluskrifstofu hafa unnið
góða undirbúningsvinnu í vetur,
og eru áætlanir tilbúnar sem farið
verður að vinna eftir næsta haust.
Í undirbúningsvinnunni var sett
fram sameiginlegt markmið allra
leikskóla í Reykjanesbæ, Garði
og Sandgerði. Markmiðið er að
flétta læsi og stærðfræði í víðasta
skilningi þess orðs inn í alla þætti
leikskólastarfsins. Miðað er við
að verkefnið nái yfir fimm ár og
verður spennandi að fylgjast með
framvindu þess. Hver leikskóli
mun útfæra verkefnið í takt við
áherslur sínar í skólanámskrá og
munu kynna það fyrir foreldrum
í haust og fá þá til liðs við okkur.
Framtíðasýn fræðsluskrifstofunnar
er metnaðarfullt þróunarverkefni.
Í því felast bæði ný tækifæri og
áskoranir sem leikskólarnir eru
tilbúnir til að vinna að. Við getum
með stolti sagt að í leikskólum
Reykjanesbæjar séu sterkir innviðir,
þar starfa metnaðarfullir kennarar,
góðir stjórnendur og umfram allt
eru þar frábær og dugleg börn.
Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir,
leikskólafulltrúi Reykjanesbæjar
Gott leikskólanám er góður
undirbúningur fyrir framtíðina
Starfs- og siðareglur kjörinna
fulltrúa í Sveitarfélaginu Vogum
Aðstandendur tvennra tónleika sem haldnir voru í tilefni 60 ára afmælis Myllubakkaskóla
í vor létu afraksturinn 600 þús. kr. renna í minn-
ingarsjóð Vilhjálms Ketilssonar. Sigrún Ólafs-
dóttir, ekkja Vilhjálms tók við peningagjöfinni í
Myllubakkaskóla.
Minningarsjóðurinn var stofnaður eftir fráfall Vil-
hjálms sem var skólastjóri í Myllubakkaskóla í nærri
aldarfjórðung eða frá 1978 til 2003 en hann varð
bráðkvaddur 6. september það ár. Vilhjálmur var
bæjarstjóri í Keflavík í tvö ár á þessu tímabili, árin
1986-88. Veitt hafa verið verðlaun og styrkir árlega úr
minningarsjóðnum við skólaslit í Myllubakkaskóla.
Haldnir voru tvennir tónleikar 1. apríl undir heitinu
„Gamli skólinn minn“ og komu margir þekktir kefl-
vískir tónlistarmenn fram, m.a. Magnús Kjartansson,
Gunnar Þórðarson, Valdimar, Elísa Newman og fleiri
og gáfu þeir vinnu sína sem og langflestir sem komu
að vinnu við tónleikana.
Þær stöllur Íris Dröfn Halldórsdóttir, Freydís Kneif
Kolbeinsdóttir og Gunnheiður Kjartansdóttir voru
í eldlínunni við undirbúning og framkvæmd tón-
leikanna og þökkuðu þær öllum sem komu að þeim.
Afhentu afrakstur afmælistónleik-
anna í minningarsjóð Vilhjálms