Víkurfréttir


Víkurfréttir - 31.05.2012, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 31.05.2012, Blaðsíða 11
11VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 31. MAí 2012 Heklan, atvinnuþróunarfélag Suðurnesja hefur ráðið Egg- ert Sólberg Jónsson sem verkefna- stóra Reykjanes GeoPark en alls bárust 32 umsóknir um stöðuna. Sveitarfélögin á Suðurnesjum hafa skrifað undir samkomulag um stofnun jarðvangs á Reykjanesi sem hefja mun umsóknarferli til European Geoparks Networks en bundnar eru vonir við að árangur verkefnisins skili sér í aukningu ferðafólks á svæðinu, eflingu vís- indarannsókna, aukna samvinnu og uppbyggingu í ferðaþjónustu og dýpri og aukinni þekkingu á við- fangsefninu jarðvangur. Eggert er með meistarapróf í þjóð- fræði og hefur góða reynslu af undirbúningi jarðvangs en hann sat m.a. í undirbúnings- og verk- efnahópi um Kötlu jarðvang auk þess sem hann hefur starfað sem forstöðumaður Kötluseturs. Eggert býr í Grindavík ásamt fjölskyldu sinni. Vegna legu sinnar og áhugaverðra jarðsögu- og menningarminja er Reykjanes tilvalið svæði fyrir jarð- vang en áhersla verður lögð á að nýta þá sérstöðu til áframhaldandi þróunar og uppbyggingar á Suður- nesjum. Eggert verður með aðsetur hjá Heklunni í Eldey þróunarsetri á Ásbrú. Ráðinn verkefnastjóri Reykjanes Geopark HJÚKRUNARHEIMILI Á NESVÖLLUM ÚTBOÐ II SÖKKLAR, KJALLARI OG GÓLFPLATA 1. HÆÐAR Verkfræðistofa Suðurnesja ehf, fyrir hönd Reykjanesbæjar, óskar eftir tilboðum í verkið: „Hjúkrunarheimili Nesvöllum - Útboð II - Sökklar, kjallari og gólfplata 1. hæðar“. Verkið felst í uppsteypu á sökklum, kjallara og gólfplötu 1. hæðar ásamt grunnlögnum og tilheyrandi jarðvinnu. Búið verður að grafa grunn og fylla undir sökkla þegar verktaki þessa verks kemur að verkinu. Helstu magntölur: Steypa 580 m³ Mót 750 m² Járn 60.000 kg Fylling 2.000 m³ Þessu verki skal að fullu lokið eigi síðar en 15. september 2012. Útboðsgögn (geisladiskur eingöngu) verða seld á skrifstofu Verkfræðistofu Suðurnesja ehf, Víkurbraut 13, 230 Reykjanesbæ, á kr. 10.000,- frá og með þriðjudeginum 5. júní 2012. Tilboð verða opnuð á skrifstofu Nesvalla, Njarðarvöllum 4, 230 Reykjanesbæ, mánudaginn 14. júní 2012, kl. 11:00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. - og opna eftir helgina! Víkurfréttir ehf. Krossmóa 4, 4. hæð 260 Reykjanesbæ Sími 421 0000 Víkurfréttir flytja höfuðstöðvar sínar í nýtt húsnæði sem er sérsniðið að starfsemi blaðsins. Opnum nk. mánudag á 4. hæð Krossmóa 4, í nýjum miðbæ Reykjanesbæjar. Vonumst til að ekki verði mikil röskun á síma- og póstsambandi á meðan flutningum stendur. Víkurfréttir flytja í Krossmóa 4 Magnús Már Jakobsson var í síðustu viku kjörinn nýr formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur. Hann bauð sig fram gegn sitjandi formanni, Benóný Benediktssyni sem hafði stýrt félaginu í 28 ár, og hafði betur með 40 atkvæðum gegn 7. „Ég bauð mig fram vegna þess að verkalýðsmál eru mér hugleikin og ég hef mikinn áhuga að vinna að mál- efnum verkafólks, mér finnst við vera að gleymast svolítið í umræðunni. Ég fékk margar áskoranir úr ýmsum áttum að bjóða mig fram. Ég vonast til þess að geta fetað í fótspor Benónýs sem hefur unnið frábært starf sem formaður félagsins í rúma þrjá áratugi,“ sagði Magnús við heimasíðu Grindavíkurbæjar, aðspurður hvers vegna hann hefði ákveðið að bjóða sig fram gegn sitjandi formanni. Eftir að Magnús var kjörinn formaður á aðalfund- inum ákváðu Kristólína Þorláksdóttir, Ása Lóa Einars- dóttir og Steinunn Gestsdóttir að stíga til hliðar úr stjórninni. Í þeirra stað voru kosin þau Piotr Slawomir Latkowski, Gylfi Ísleifsson og Gunnlaugur Hreinsson. Áfram halda í stjórn þau Geirlaug Geirdal, Hólmfríður Georgsdóttir og Gunnar Vilbergsson sem í fyrra var kjörinn varaformaður til tveggja ára. Eins og áður hefur komið fram var Benóný formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur í 28 ár en hann er orðinn 83 ára gamall. Á 75 ára afmælishófi félagsins í febrúar sl. var hann gerður að fyrsta heiðursfélaga verkalýðs- félagsins. Benóný hafði verið varamaður verkalýðs- félagsins í sex ár áður en hann tók við formennskunni. Kristólína hætti einnig í stjórninni eftir 28 ára setu en hún og Benóný hafa byggt upp öflugt félag síðustu þrjá áratugi. Fjárhagur Verkalýðsfélags Grindavíkur er afar traustur. Magnús Már hefur starfað sem öryggis- og gæða- fulltrúi í Bláa lóninu undanfarin ár. Hann er 43 ára, kvæntur Salbjörgu Júlíu Þorsteinsdóttur og eiga þau eina dóttur. ›› Magnús Már nýr formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur: Felldi 83 ára formann eftir 28 ára formannssetu n Auglýsingadeild í síma 421 0001 n Fréttadeild í síma 421 0002 n Afgreiðsla í síma 421 0000 Fréttavakt allan sólarhringinn í síma 898 2222

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.