Víkurfréttir - 31.05.2012, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGURINN 31. MAí 2012 • VÍKURFRÉTTIR
ÝMISLEGT
Tek að mér allskonar viðgerð-
ir á bílum, sláttuvélum. Er með
greiningartölvu til að bilanagreina
margar tegundir bíla. Vanur mað-
ur, 20 ára reynsla, sanngjarnt verð!
Uppl. S: 864 3567.
ÓSKAST
Óskað eftir íbúð til leigu
Reyklaus einstæð móðir óskar eftir
2-4 herb. íbúð í Keflavík/Njarðvík
frá 1. júlí. s 695 9739.
Fimmtudagurinn 14. apríl 2011VÍKURFRÉTTIR
Þjónustumiðstöðin
Nesvöllum
Vikan 29. maí - 5. júní nk.
• Bingó
• Bridge
• Gler- keramik- og
leirnámskeið
• Leikfimi
• Hádegismatur
Léttur föstudagur1. júní kl.14:00
Leikskólinn Gimli
Nánari upplýsingar
í síma 420 3400
AFMÆLI
Tilkynning:
Kolbrún Kristinsdóttir Sandgerði
verður 60 ára þann 3. júní nk. Þau
hjónin verða að heiman en verða
með opið hús fyrir ættingja og vini
í sumarhúsi nr. 12 í Skógarnesi við
Apavatn.
www.vf.is
896 0364
Bói Rafvirki raf-ras.is
TIL SÖLU
Innbú til sölu.
Sjónvarpsskápur, ísskápur m/
frysti, sólstofuhúsgögn úr basti og
eldhúsáhöld. Selt allt saman eða
eitt og sér. Uppl. í síma 694 3450.
Leikföng til sölu – opið hús á
fimmtudag
Er að hætta sem dagmamma og
er því með fullt af leikföngum til
sölu.
Inni- og útileikföng, 6 Ikea mat-
arstólar m/borði, einnig skiptiborð
til sölu.
Húsið verður opið frá kl. 16:00 -
18:30 þann 31. maí næstkomandi á
Melteig 24, Keflavík. Anna
sMÁAUGLÝsiNGAR – 421 0009
NÚ GETUR ÞÚ SENT VÍKURFRÉTTUM SMÁAUGLÝSINGAR Á VEFNUM VF.IS
TIL LEIGU
Nýuppgerð rúml. 3ja herb. jarð-
hæð í fjórbýli við Sunnubraut
Keflavík. Laus strax. Leiga 100.000
kr. Húsaleigubætur já. Sér inngang-
ur og sér bílastæði. Upplýsingar í
síma: 864 4478 eftir 19:00.
ÖKUKENNSLA
Ökukennsla - akstursmat
Tek að mér ökukennslu og akst-
ursmat til almennra ökurétt-
inda. Hagstætt verð. Nánari upp-
lýsingar eru á: www.aka.blog.is.
Skarphéðinn Jónsson ökukennari
s. 456-3170 og 777-9464
Forvarnir með næringu
STAPAFELL
Hafnargötu 50, Keflavík
NÝTT
Opið alla daga
fram á kvöld
Skartsmiðjan
Hafnargötu 35
Skart Perlur Tölur
Lokkar Keðjur Skraut
Steinar Pinnar Lásar
Vír Öskjur Kúlur
Hraun Tangir Roð
Nælur Hringir Leður
Opið 11 – 18
Nánari upplýsingar
í síma 421 5121
GARÐYRKJA
Þekking og reynsla í garðinn
Ráðgjöf varðandi garðinn í sumar
frá reyndum garðyrkjufræðingi.
Öll almenn umhirða.
Grænu karlarnir sími 481 1060 og
848 2418.
HEILLAÓSKIR
Þau heiðurshjón, Áslaug Hilmars-
dóttir og Trausti Björnsson halda
bæði upp á 80 ára afmæli sitt í ár.
Áslaug þann 3. mars sl. og Trausti
2. júní nk. Bíbi, Bára og fjölskyld-
ur vilja af þessu tilefni senda
þeim hugheilar árnaðaróskir með
ómældu þakklæti fyrir allt.
Hvernig kom það til að þú
byrjaðir að æfa fimleika?
„Ég byrjaði að æfa fimleika og
körfu. Svo líkaði mér bara betur við
fimleika.“
Hvað heillar þig mest við fim-
leika?
„Liðleikinn, styrkurinn og þolið
sem maður þarf að hafa og þetta er
bara mjög skemmtilegt.“
Hvernig undirbýrðu þig fyrir
fimleikamót?
„Við gerum bara æfingar á áhöld-
unum og gerum þær stanslaust
þangað til að við náum því vel. Við
gerum líka mikið af þreki.“
Hvað er leiðinlegast við
æfingarnar?
„Þegar þjálfarinn hlustar ekki á
mann því það eru margar stelpur
kannski að tala við hann í einu. Mér
finnst líka ekki gaman á tvíslá.“
En skemmtilegast?
„Það er klárlega sláin og vera með
vinkonunum á æfingu, þetta er allt
skemmtilegt.“
Áttu þér einhver markmið í
fimleikum?
„Bara reyna að ná eins langt og ég
mögulega get.“
Hvað æfirðu mikið í viku í
fimleikum?
„Það eru svona 15-18 tímar á viku.
Við erum fimm sinnum í þrjá tíma
og stundum erum við á aukaæfingu
sem kallast Tromp sem er tram-
pólín æfing.“
Hvernig nýtast fimleikar þér í
daglegu lífi?
„Ábyggilega liðleikinn og þú þarft
að vera mjög einbeittur í fimleikum
sem nýtist bara mjög vel í daglegu
lífi.“
Hver er uppáhalds greinin þín
í fimleikum?
„Klárlega slá, það er uppáhaldið
mitt.“
Uppáhalds!
Matur: Grjónagrautur
Sjónvarpsþáttur: Friends
Kvikmynd: Stick It
Drykkur: Kristall
Tónlistarmaður: Beyonce
Skyndibiti: Subway
Nammi: Lakkrís
Flík: Fimleikabolurinn minn
Fimleikastúlkan Thelma Hrund Helgadóttir er önnur í röðinni í þessum nýja lið þar sem við ætlum að kynna ungt og efnilegt íþróttafólk af Suðurnesjum. Hún er 14 ára og æfir hjá Fimleikafélagi Keflavíkur.
Hún æfir 15-18 tíma á viku og segir að liðleiki og einbeiting nýtist vel í daglegu lífi. Hún lenti í 3. sæti á
Innanfélagsmótinu hér í Keflavík fyrir stuttu síðan. Páll Orri Pálsson hjá Víkurfréttum spurði Thelmu nokk-
urra skemmtilegra spurninga.
Á næstunni mun Víkurfréttir kynna ungt og efnilegt íþróttafólk af
Suðurnesjunum bæði hér í blaðinu og með myndbandi á vf.is.
Fílar grjónagraut og lakkrís
Sjáið skemmtilegt video
um þetta efni á vf.is
Hugar þú að mataræðinu?
„Já, aðallega nokkrum dögum fyrir
mót hugsa ég um að borða hollt og
líka fyrir æfingar.“
Hver er fyrirmyndin þín í
íþróttum?
„Nastia Liukin frá Bandaríkjunum.
Hún er einfaldlega bara besta fim-
leikakona í heiminum og bara upp-
áhaldið mitt.“
Hver er fremsti íþróttamaður í
heiminum að þínu mati?
„Spretthlauparinn Usain Bolt.“
Fylgistu með öðrum
íþróttum?
„Já, körfubolta og fótbolta. Mér
finnst mjög gaman að horfa á það
en ég gæti aldrei verið í þessu sjálf.
Ég held með Liverpool í enska bolt-
anum og svo bara Keflavík.“
Segðu okkur aðeins frá þessu
vinsæla myndbandi ykkar
vinkvennanna sem þið settuð
á YouTube.
„Já, við vorum bara á æfingu og
sláin var ekkert vön að vera þarna
við vegginn og vinkona mín ætlaði
bara að fara að labba út um hurð-
ina. En hún einfaldlega labbaði
bara á vegginn og við hlógum alveg
endalaust af þessu.“
Til hamingju
með 17 ára afmælið þitt í dag,
Aníta Ósk Guðbjargardóttir. Hérna til hliðar er
eitt og annað sem þú þarft að æfa þig á í tilefni
dagsins. Eigðu góðan afmælisdag.
Mamma, pabbi, Bárður Sindri, Birta María,
Lotta, Píla og Matta.