Víkurfréttir - 31.05.2012, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGURINN 31. MAí 2012 • VÍKURFRÉTTIR
Ölvaður öku-
maður reyndi
að stinga af á
hlaupum
Lögreglan á Suður-
nesjum hafði um
helgina afskipti
af tveimur öku-
mönnum sem
grunaðir voru
um ölvun við
akstur. Annar þeirra sinnti ekki
stöðvunarmerkjum lögreglu,
en endaði aksturinn með því að
keyra á gangbrautarmerki. Hann
stökk út úr bílnum og reyndi
að stinga lögreglumennina af,
en var handtekinn og færður
á lögreglustöð. Umræddir
ökumenn voru báðir sviptir
ökuréttindum til bráðabirgða.
Hrakti innbrots-
þjófa á flótta
Húsráðanda í Reykja-
nesbæ brá heldur
í brún þegar hann
kom heim til sín
aðfaranótt laugar-
dagsins. Þar voru
þá fyrir í for-
stofunni tveir bláókunnugir karl-
menn. Þeir tóku báðir til fótanna
þegar þeir urðu húsráðandans
varir og hurfu út í nóttina. Annar
þeirra reyndist hafa farið inn um
baðglugga við hlið forstofunnar
og var að hleypa hinum inn
um útidyrahurðina, þegar að
þeim var komið. Þeir höfðu
ekki haft ráðrúm til athafna
áður en þeir hröktust á brott.
TÓNLISTARSKÓLI REYKJANESBÆJAR
SKÓLASLIT
Skólaslit verða í Stapa, Hljómahöllinni, í dag
fimmtudaginn 31. maí kl.18.00
Afhending áfangaprófsskírteina og vitnisburðar
vetrarins. Íslandsbanki veitir hin árlegu
„Hvatningarverðlaun“
Fjölbreytt tónlistaratriði
Allir velkomnir
Skólastjóri
ATVINNA
Leikskólinn Tjarnarsel auglýsir eftir leikskólakennurum
í 100% stöðu. Þeir þurfa að geta hafið störf eigi síðar
en 23. júlí nk. Einnig kemur til greina að ráða starfs-
menn með aðra menntun eða með reynslu af að starfa
í leikskóla.
Lögð er áhersla á fjölbreytta starfs- og kennsluhætti í
Tjarnarseli og megin áherslur eru á mál og læsi,
lýðræði og mannréttindi, umhverfismennt og útinám.
Umsóknarfrestur er til 19. júní nk., sækja skal um
starfið á vef Reykjanesbæjar
http://www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf.
Eingöngu er tekið við rafrænum umsóknum.
Nánari upplýsingar veitir leikskóla- og aðstoðarleik-
skólastjóri Tjarnarsels og einnig má nálgast upplýsingar
um leikskólann, á vefsíðunni, www.tjarnarsel.is.
DUUSHÚS
SJÓMANNA-
SÝNINGAR
Í tilefni af 10 ára afmæli Duushúsa og Bátasafns Gríms
Karlssonar verða nýjar sýningar opnaðar um sjómanna-
helgina í öllum sölum Duushúsa sem allar tengjast
sjómönnum eða sjómennsku.
Eftirtaldar sýningar verða opnaðar laugardaginn 2. júní
kl. 14:00. Allir velkomnir.
Bátasalur
Sýning á bátalíkönum eftir skipstjórann Grím Karlsson
og tréskúlptúrum eftir skipstjórann Guðmund
Garðarsson.
Listasalur
Millilandamyndir. Sýning á verkum úr einkasafni
Matthíasar Matthíassonar, skipstjóra og Katrínar M.
Ólafsdóttur. Einnig til sýnis skipalíkön af Fellunum í
eigu Samskipa.
Gryfjan
Á vertíð. Ný sýning Byggðasafns Reykjanesbæjar sem
segir frá sögu svæðisins fram til 1940.
Bíósalur
Verk úr safneign Listasafns Reykjanesbæjar sem
tengjast sjónum . Einnig er til sýnis stórt líkan af
Skipasmíðastöð Njarðvíkur.
›› FRÉTTIR ‹‹
Gleymdu rúm-
lega 200 þúsund
í flugvél
Tíu þúsund krónur í
norskum seðlum,
sem samsvarar
um tvö hundruð
og fimmtán
þúsundum ís-
lenskra króna,
fundust þegar verið var að þrífa
eina af flugvélum Iceland Express
nýverið. Fundust fjármunirnir
við eitt sæti flugvélarinnar. Lög-
reglunni á Suðurnesjum var
gert viðvart um fundinn og eru
peningarnir nú í vörslu hennar.
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga mótmælir hækkun launa
framkvæmdastjóra Sorpeyðingar-
stöðvar Suðurnesja og Kölku, þar
sem hækkunin samræmist ekki
almennum launahækkunum hjá
sveitarfélögunum.
Hörður Harðarson, bæjarfulltrúi
í Vogum, bar málið einnig upp á
síðasta fundi bæjarstjórnar Voga,
þar sem hann hvatti bæjarfulltrúa
til að taka undir bókun bæjarráðs
varðandi launamál framkvæmda-
stjórans. Var það samþykkt sam-
hljóma í bæjarstjórninni.
Bæjarráð Voga harmaði einnig á
sínum fundi að hvorki aðal- né
varafulltrúi sveitarfélagsins í stjórn
SS hafi ekki mætt á fund stjórnar-
innar. Það var einnig áréttað á fundi
bæjarstjórnarinnar í síðustu viku.
n
Víkurfréttir óska eftir að ráða hressan og duglegan ein-
stakling í auglýsingadeild blaðs-
ins. Um er að ræða fullt starf. Við-
komandi þarf að hafa þjónustu-
lund og vera góður í mannlegum
samskiptum en jafnframt að vera
skipulagður og hafa aga, hörku og
dugnað til að geta selt auglýsingar
í miðla fyrirtækisins.
Góð íslenskukunnátta er mikilvæg
og kunnátta á helstu tölvuforrit sem
eru nauðsynleg í samskiptum og
skipulagi er nauðsyn.
Umsóknir er tilgreini allar helstu
upplýsingar umsækjanda sendist
á Pál Ketilsson, ritstjóra, á pket@
vf.is.
Vogamenn mótmæla hækkun
launa framkvæmdastjóra Kölku
Laust starf hjá Víkurfréttum
Höfuðstöðvar Víkurfrétta flytja í Krossmóa 4 í næstu viku.
Tveir kunnir bandarískir fjár-festar sem eiga stóra hluti í
fyrirtækjum á borð við Twitter,
Tumblr, Foursquare og Zynga
(sem framleiðir m.a. Farmville-
leikina) eru staddir hér á landi
og tóku þátt í ráðstefnu sem
fram fór á Ásbrú í Reykjanesbæ
í gær. Meðal ræðumanna í gær
var einnig forseti Íslands, Ólafur
Ragnar Grímsson en hann hefur
alla tíð sýnt uppbyggingunni á
Ásbrú mikinn áhuga.
Ráðstefnan, sem nefnist Start-up
Iceland, var skipulögð af hópi sjálf-
boðaliða undir forystu indverska
fjárfestisins Bala Kamallakharan,
en það er í gegnum persónuleg
tengsl hans að þessir þekktu fjár-
festar koma til landsins til að taka
þátt í ráðstefnunni.
Brad Burnham er annar stofnenda
fjárfestingafyrirtækisins Union
Square Ventures sem sérhæfir
sig í fjárfestingum í ungum net-
fyrirtækjum. Fyrirtæki hans var á
meðal fyrstu fjárfestanna í sam-
félagsmiðlinum Twitter, sem tæp-
lega 150 milljón manna nota í dag.
Burnham situr einnig í stjórn ör-
bloggsíðunnar Tumblr sem nýtur
vaxandi vinsælda, meðal annars á
Íslandi. Í för með honum var annar
kunnur bandarískur fjárfestir, Brad
Feld. Feld er líklega þekktastur fyrir
að hafa stofnað örfjárfestingarbúð-
irnar TechStars, en raunveruleika-
þættir þar sem fylgst er með ungum
frumkvöðlum taka þátt í búðunum
hafa verið sýndir á sjónvarpsstöð-
inni Bloomberg. Brad Feld seldi eitt
af fyrstu fyrirtækjunum sem hann
fjárfesti í til Google og var síðan á
meðal fyrstu fjárfestanna í leikja-
fyrirtækinu Zynga. En Zynga er
þekkt fyrir Facebook-leiki eins og
Farmville og Zynga-poker.
400 manns sóttu ráðstefnuna. Ráð-
stefnan var hugsað sem vettvangur
til að kynnast því sem er að gerast í
frumkvöðlafræðum, tækni og við-
skiptum í dag og mynda tengsl við
innlenda og erlenda frumkvöðla
og fjárfesta. Markmið skipuleggj-
endanna er að gera Startup Iceland
ráðstefnuna að árlegum viðburði
á Íslandi (ekki ósvipað Icelandic
Airwaves) og fá áhrifamikla fjár-
festa og frumkvöðla í tæknigeir-
anum til að koma til Íslands og
ræða saman um það nýjasta sem er
að gerast í þessum heimi.
Einn af eigendum Twitter
og forseti Íslands á Ásbrú
Brad Burnham á tali við Bala Kamallakharan
sem stofnaði til Startup Iceland.