Víkurfréttir


Víkurfréttir - 31.05.2012, Blaðsíða 24

Víkurfréttir - 31.05.2012, Blaðsíða 24
Ekki á allt kosið Hér í sumarhúsahverfinu á Spáni ríkja sérlög og reglur. Fimm-tíu húsa hverfiseining skipar með sér nefnd, sem hefur sinn forseta, varaforseta og vara varaforseta. Við búum við hliðina á Bessastöðum. Miguel forseti ræður ríkjum hér. Sennilega bróðir San Miguel, bjórframleiðanda, sem selur okkur mjöðinn á slikk. Ég kann vel við að hafa hann hérna við hliðina á okkur. Passar upp á að allt sé í góðu lagi og skipar fyrir, ef honum finnst ekki farið eftir reglunum. Við urðum að saga sítrónutréð af því það skagaði inn á lóðina hans. Alveg niður í rót. Eina tréð okkar í garðinum. Farið. En nú eru kosningar í nánd í hverfi sjö. Forsetakosningar. Atkvæðaseðlum var dreift í hús og þeim á síðan að safna saman í byrjun ágúst. Ég tjáði honum að við yrðum farin. Hann skilur ekki ensku. Ég tala ekki spænsku. Vantar Írisi mína. Þurfti leiðbeiningar við að fylla út kjörseðilinn. Hann hjálpaði mér við það. Nafn ábúend- ans og húsnúmer komst ég í gegnum. En hverjir eru í kjöri? Hann hjálpaði mér við það líka. Kaus fyrir mig. Sjálfan sig. „El presidente“ sagði hann og barði sér á brjóst. Benti á spænska fánann, sem blakti við hún á Bessastöðum. Ég fylltist lotningu við þetta ágæta kosningakerfi. Algerlega eftir sérlögum og reglum hverfisins. Ekki allt búið ennþá. Hann kom því áleiðis að árgjöld hverfisins yrðu að greiðast fyrir haustið. Níu þúsund krónur, íslenskar. Eitthvað færri evrur. Staðgreitt. Kvittun og stimpill frá forsetanum gildir. Dugar fyrir raflýsingu í götunni, ruslagámi úti á götuhorni og grasslætti á mönum við gangstéttarnar. Ákvörðun um aðra kúpla á ljósastaurunum var tekin fyrir nokkrum árum og um það var kosið. Á íbúafundi eins og hjá Árna bæjó heima. Meirihlutinn valdi laglega vasalaga kúpla með svartri trjónu. Miklu flottara en hjá hinum, sem eru bara með kúlulaga kúpla. Hverfi sjö vildi bera af. Nú flokkum við ruslið líka. Dósir og flöskur í ávala gáma. Ruslið í kistulaga. Nýtilegt eða nothæft er lagt við hliðina. Hverfur yfirleitt á augabragði. Túpu- sjónvarpið fékk að fjúka. Dýnur og annað dót, sem komið var til ára sinni fór sömu leið. Nokkrum stundum síðar heyrðust hróp og skrækir. Einhverjir komust í góssið. Tóku það fegins hendi. Máttu það. Okkur leið vel á eftir. Grundig imbakassinn nýtist annars staðar. Fjarstýringin fylgdi með batteríum. Og nú sefur einhver í gamla bælinu. Okkar. vf.is Fimmtudagurinn 31. maí 2012 • 22. tölublað • 33. árgangur auglýsingasími víkurfrétta er 421 0001 FIMMTUDAGSVALS VAlUr KeTIlSSon SKrIFAr KOMDU Í GOLF Í LEIRUNNI NÝJAR MOTTUR Á ÆFINGASVÆÐINU. OPIÐ TIL 22:00 JÓEL 6 HOLU ÆFINGA- VÖLLUR HENTAR VEL FYRIR BYRJENDUR HAFIÐ SAMBAND Í SÍMA 421 4100 EÐA NETFANGIÐ GS@GS.IS BrjálAð verð husa.is á GArðdöGum, hefst á fimmtudAG sláttuvél verð áður: 29.995 kr. Nú: 23.995 kr. 10%AfslátturAf öllum GArðhúsum verðdæmi Allt frá GruNNi Að Góðu heimili síðAN 1956 hluti af Bygma mikið úrvAl, Al lt fyrir GArðiN N! Víkurfréttir vantar starfsmann í sölu og móttöku auglýsinga Óskum eftir að ráða hressan og duglegan einstakling í auglýsingadeildina okkar. Um er að ræða fullt starf. Viðkomandi þarf að hafa þjónustulund og vera góður í mannlegum samskiptum en jafnframt að vera skipu- lagður og hafa aga, hörku og dugnað til að geta selt auglýsingar í miðla fyrirtækisins. Góð íslenskukunnátta er mikilvæg og kunnátta á helstu tölvuforrit sem eru nauðsynleg í samskiptum og skipu- lagi er nauðsyn. Umsóknir er tilgreini allar helstu upplýsingar umsækj- anda sendist á Pál Ketilsson, ritstjóra, á pket@vf.is. Skrifstofur Víkurfrétta flytja innan tíðar á 4. hæð í Krossmóa 4. Þetta er útsýnið þaðan.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.