Víkurfréttir


Víkurfréttir - 31.05.2012, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 31.05.2012, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGURINN 31. MAí 2012 • VÍKURFRÉTTIR Kaffihúsið Bryggjan var stofnað árið 2009 er þeir bræður Aðalgeir og Kristinn Jóhannssynir fundu fyrir sam- drætti á netaverkstæði sínu sem er til húsa í sömu byggingu og hýsir nú kaffihúsið vinsæla við höfnina í Grindavík. „Við höfðum upphaflega nóg að gera með okkar netaverkstæði sem var hér til húsa. Síðan hefur orðið breyting á sjávarútveginum hérna í Grindavík og eru nánast allir okkar kúnnar farnir héðan burt. Verkefnastaðan hjá okkur minnkaði og því varð að reyna að finna upp á einhverju nýju að gera,“ segir Kristinn er hann sest niður með blaðamanni Víkurf- rétta. Kristinn segir að þeir bræður hafi orðið varir við það að ferða- mönnum væri sífellt að fjölga í Grindavík og stað- setningin á húsnæðinu hafi talist góð til þess að reka kaffihús. „Það var ekkert svona í Grindavík og okkur datt í hug að láta reyna á þetta. Við vissum ekkert hvað kaffihús snerust um, og vitum það kannski ekki enn,“ segir Kristinn en hann segir það hafa verið haft að leiðarljósi að koma með eitthvað svona nýtt og spenn- andi í heimabyggðina, stað sem fólk gæti komið á og fengið sér kaffi og kökur. Meira er gert en að selja kaffi og blómstar menning í kaffihúsinu við höfnina. Þarna er flutt tónlist og horft á fótbolta og svo hafa farið þarna fram skemmti- legar umræður sem kallast milliliðalaust á Bryggj- unni. „Þetta snýst um það að þá koma hér aðilar og ræða ýmis málefni. Hér hafa t.d. allir bæjarfulltrúar komið og svarað spurningum bæjarbúa,“ en þessar umræður fara alltaf fram á miðvikudags- morgnum. Kristinn segir að þar skapist sérstakt návígi við þá að- ila sem sitja fyrir svörum en þar á meðal hafa verið þingmenn og ráðherrar. „Menn eru ófeimnir við að spyrja og allt er leyfilegt, svo lengi sem það sé innan þess ramma sem menn kalla manna- siði,“ segir Kristinn. Hann segir spurningarnar oft vera hvassar og stundum sé tekist á svo úr verður lífleg morgunstund. A n d r ú m s l o f t i ð h j á þ e i m bræðrum er frekar frjálslegt og er bæjarbúum frjálst að koma með ljósmyndir og aðra muni til þess að hengja upp á veggina. Þannig er saga Grindavíkur að einhverju leyti skráð á veggi Bryggjunnar en einnig er þar athuglisverð tafla með ýmsum nöfnum. Þar getur að líta aflakónga Grindavíkur frá árinu 1945 til ársins 1984, það var árið þegar kvótakerfið kom á, en áður kepptust menn um að veiða sem mest og var mikill heiður að verða aflakóngur. Geta þeir bræður þulið upp sögu hvers og eins aflakóngs og söguna bak við mennina og bátana ef gestir óska þess. Alltaf er boðið upp á súpu í hádeginu og er humar- súpan á staðnum sérstaklega vinsæl. Það er virkilega heimilislegt um að litast á kaffihúsinu og ekki skemmir útsýnið fyrir en þar blasir höfnin við í öllu sínu veldi. Kristinn segir erlenda ferðamenn sérstaklega hrifna af því að sitja þarna og fylgjast með lífinu við höfnina enda ekki mörg kaffihúsin í heiminum sem státa af svona umhverfi. n „Þetta er búið að vaxa jafnt og þétt síðan við byrjuðum fyrir rúmum fimm árum. Það eru þrír í fastri vinnu en það getur farið upp í alveg 15 manns sem starfa í kringum þetta um helgar þegar mest lætur,“ segir Kjartan Sigurðsson hjá Fjórhjólaævintýri í Grindavík. Fyrirtækið sérhæfir sig í að taka á móti hópum af öllum stærðum og skipuleggur allt frá óvissuferðum til árshátíða og fjölskylduhátíða. Ferðirnar eru tilvaldar fyrir vinnustaðahópa, vinahópa, fjölskyldur og alla þá sem áhuga hafa á hreyfingu og útiveru. Kjartan segir að það sé nokkuð jafnt flæði í aðsókninni árið um kring og því séu þeir heppnir að því leyti, en Kjartan á fyrirtækið ásamt Jakobi Sigurðssyni bróður sínum og Sigurði Óla Hilmarssyni. „Það er sem sagt ekki alger geðveiki hjá okkur á sumrin og við erum kannski frábrugðnir öðrum ferða- þjónustufyrirtækjum að því leyti.“ Að vísu er meira að gera á sumrin en þá sæki einstaklingar meira í að komast í fjórhjólatúra, en hópar á veturna. Eru þetta aðallega erlendir ferða- menn? „Núna eru þetta meira Íslendingar en svona að jafnaði þá eru þetta 60- 70% erlendir ferðamenn. „Við fáum ekki beint fólk vegna Lónsins en megnið af okkar kúnnum fara líka þangað. Maður bjóst við því að meira fólk kæmi þaðan en það virðist ekki vera. Fólk er hugsanlega að nýta daginn alveg í Lóninu.“ Kjartan segir leiðirnar allar vera mjög flottar en Sandvíkin þar sem Clint Eastwood tók upp á sínum tíma er þó í aðalhlutverki. Brúin milli heimsálfa er líka afar vinsæl. „Það virkar vel á útlendingana að sjá hvar flekarnir rísa upp og geta labbað yfir brúna. Þeir sem eru að fara gullna hringinn finnst gaman að sjá muninn á flekunum á Þing- völlum og hérna hjá okkur. En hvernig er sumarið fram- undan? „Ég held að það verði mjög gott og nú þegar eru komnar nokkuð af bókunum.“ Fyrirtækið sér ekki eingöngu um fjórhjólaferðir heldur er t.d. boðið upp á hellaskoðanir, fjallahjólaferðir og hópefli. „Við erum með átta skipulagðar ferðir á dag og þær eru frá klukku- tíma og upp í sjö tíma. Svo er hægt að fá einkaferðir hvenær sem er. Svo vorum við að bæta við ansi skemmtilegu tæki en það er fjög- urra manna Buggy-bíll sem er einn sinnar tegundar. Það er flott tæki til þess að ferðast um hálendið og í sandi.“ Jakob segir að aukningin hafi verið um 35% á hverju ári síðan þetta ævintýri byrjaði hjá þeim og alltaf sé jafn gaman að fást við þetta. „Þetta er fjölbreytt starf og maður er alltaf að hitta nýtt fólk.“ Jakob segir hópeflið verða sífellt vinsælla en þar þarf fólk að leysa ýmsar þrautir í sameiningu og keppir inn- byrðis. „Fólk verður þá oft æst og uppveðrað þegar keppni er í spil- unum.“ Jakob er sammála því að Grindavík sé í auknum mæli að verða vinsæll ferðamannabær enda sé þar mikið af náttúruperlum. Jakob segist líka sjá í auknum mæli að Suður- strandarvegurinn sé að koma með aukna umferð til Grindavíkur og Suðurnesjanna allra, sem eru bara jákvæðar fréttir fyrir svæðið. n LEIKJANÁMSKEIÐ Námskeið 6 – 9 ára og 10 - 12 ára: (Tvö aðskilin námskeið) Námskeið 1: 06. júní - til 15. júní Námskeið 2: 18. júní - 29. júní Námskeið 3: 02. júlí - 13. júlí Námskeið 4: 16. júlí - 27. júlí Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá fyrir börn á aldrinum 6–12 ára (fædd 2006 og fyrr) þar sem viðfangsefnin eru skemmtileg og uppbyggjandi. Mikið er lagt upp úr útiveru. Þátttakendur eiga að hafa með sér hollt og gott nesti og í samræmi við lengd viðveru. Miðað er við að börnin séu í virkri dagskrá frá kl. 09:00 - 16:00. Hægt er að kaupa gæslu frá kl. 08:00 - 09:00 og frá kl. 16:00 - 17:00. Leikjanámskeiðin munu hafa aðsetur í skólaseli Hópsskóla. Umsóknareyðublöð og allar nánari upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðu Grindavíkurbæjar, www.grindavik.is Umsóknareyðublöðum skal skilað á bæjarskrifstofuna. Umsóknarfrestur fyrir fyrsta námskeið er til hádegis þriðjudaginn 5. júní. Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs. Á VEGUM GRINDAVÍKURBÆJAR SUMARIÐ 2012 Kaffihús með sérstöðu og sál Ævintýri við náttúru- perlur Grindavíkur ›› Fjórhjólaævintýri í Grindavík: ›› Bræðurnir á Bryggjunni í Grindavík: Úr fjórhjólaferð austan Grindavíkur á fallegum degi.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.