Víkurfréttir - 14.06.2012, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGURINN 14. júNí 2012 • VÍKURFRÉTTIR
ÞJÓÐHÁTÍÐAR-
DAGSKRÁ 2012
kl. 13:00
Guðþjónusta í Keflavíkurkirkju,
séra Sigfús Baldvin Ingvason
kl. 13:30
Skrúðganga leggur af stað frá Keflavíkurkirkju undir
stjórn Skáta og Lúðrasveitar Tónlistarskóla
Reykjanesbæjar. Dansatriði frá DansKompaní áður en
skrúðgangan hefst.
Skrúðgarður
kl. 14:00 - 17:00
Þjóðfáninn dreginn að húni: Gylfi Guðmundsson
fyrrverandi skólastjóri
Þjóðsöngurinn: Karlakór Keflavíkur
Setning: Baldur Guðmundson bæjarfulltrúi
Ávarp fjallkonu: Andrea Björg Jónsdóttir nýstúdent
Ræða dagsins: Eyjólfur Eysteinsson formaður
Félags eldri borgara á Suðurnesjum
Skemmtidagskrá í umsjón Leikfélags Keflavíkur:
kl. 14:30
Suðurgötu
kl. 14:30
Kaffisala Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur í
kl. 14:30
Kaffisala Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur í
Njarðvíkurskóla.
Söfn og sýningar
kl. 11:00 - 18:00
Víkingaheimar
kl. 13:00 - 17:00
Duushús, menningar- og listamiðstöð Reykjanesbæjar
Listasafn:
Bátasafn: Bátalíkön Gríms Karlssonar og
tréskúlptúrar eftir Guðmund Garðarsson.
Byggðasafn: Sýningin Á vertíð. Ný sýning.
Bíósalur: Saga og myndlist. Ný sýning.
kl. 13:00 - 17:00
Stekkjarkot í Innri Njarðvík
Alls staðar ókeypis aðgangur í tilefni dagsins.
Metaðsókn er í tæknifræði-nám Keilis, en ríflega 40%
aukning var á umsóknum í námið
milli ára. Aldrei fleiri umsóknir
hafa borist í tæknifræðinámið
en fyrir komandi haustönn og er
þessi aukni áhugi nemenda í sam-
ræmi við áherslur atvinnulífsins
um stóreflingu tæknimenntunar
á Íslandi.
Í nýlegu riti Samtaka atvinnulífsins
„Uppfærum Ísland“ kemur fram að
fjölga þurfi útskrifuðu fólki úr verk-
fræði, tækni- og raunvísindanámi á
Íslandi. Mikil tækifæri felast í þeim
hluta atvinnulífsins sem er kall-
aður hátæknigeirinn, en nú þegar
er æpandi eftirspurn fyrirtækja
eftir starfsfólki sem hefur aflað sér
raungreina- og tæknimenntunar á
háskólastigi.
Tæknifræðinám Keilis er unnið
í nánu samstarfi við fyrirtæki í
tækni- og hugverkagreinum sem
stuðlar að gagnvirkum samskiptum
við atvinnulífið og raunverulegum
nemendaverkefnum. Mikil áhersla
hefur undanfarið verið lögð á að
kynna tæknifræðinám Keilis fyrir
nemendum sem lokið hafa iðn-
námi og starfandi iðnaðarmönnum
og er nálgun og uppbygging náms-
ins mun verklegri en gengur og
gerist í háskólanámi. Námið hentar
því vel þeim sem hafa verkvit og
áhuga á tæknilegum lausnum og
nýsköpun.
23. júní næstkomandi útskrifast
fyrsti árgangur háskólanemend-
enda Keilis en 15 nemendur munu
þá ljúka BS námi í tæknifræði. Þau
öðlast um leið réttindi til að sækja
um starfsheiti tæknifræðings til
Tæknifræðingafélags Íslands.
Mikil aðsókn var enn fremur í
annað námsframboð Keilis fyrir
haustönn 2012. Verið er að vinna
úr umsóknum fyrir haustið í flug-
tengdu námi, ÍAK einkaþjálfara-
námi og Háskólabrú. Áhugasömum
er bent á að hafa samband við for-
svarsmenn Keilis um möguleika á
að senda inn síðbúna umsókn.
Allt tiltækt björgunarlið frá Brunavörnum Suðurnesja
og lögreglunni á Suðurnesjum var
kallað að Keflavíkurhöfn síðdegis
á föstudag þar sem kona hafði
fallið í höfnina og það tvívegis.
Konan mun samkvæmt upplýs-
ingum Víkurfrétta hafa verið við
veiðar. Hún var að kíkja eftir spúni
sem festist í þaragróðri þegar hún
steyptist fram fyrir sig í höfnina en
fallið er nokkrir metrar.
Konunni tókst að komast að stiga
og átti örfá þrep eftir upp á bryggj-
una þegar þrekið var búið og við
það féll hún aftur í höfnina.
Slökkviliðsmaður í flotbúningi
fór í sjóinn til að bjarga konunni
en henni var síðan komið upp á
bryggju með aðstoð körfubíls
slökkviliðsins. Þar fékk hún teppi
og var síðan flutt á Heilbrigðis-
stofnun Suðurnesja til skoðunar.
Hjá lögreglunni á Suðurnesjum
fengust þær upplýsingar að kon-
unni hafi ekki orðið meint af volk-
inu en hún hafi þó verið orðin köld,
enda búin að falla tvívegis í höfnina
á stuttum tíma.
Lögreglan vildi ekki staðfesta að
konan hafi verið undir áhrifum
áfengis.
Tvö ung börn
laus í bíl
Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði för bifreiðar í Sand-
gerði, þar sem barn var laust
í aftursæti hennar. Þegar lög-
reglumaður fór að ræða við öku-
manninn, konu á sextugsaldri,
sá hann að annað lítið barn var
laust í framsæti bílsins. Var það
ekki í bílstól og svo lítið að það
náði ekki upp fyrir mælaborð bif-
reiðarinnar. Vettvangsskýrsla var
gerð um atvikið. Lögregla hvetur
foreldra og forráðamenn barna
til þess að tryggja öryggi þeirra
í bifreið með lögboðnum hætti
áður en lagt er af stað.
Lamin í andlitið
með háum hæl
Ráðist var á 17 ára stúlku í Reykjanesbæ aðfararnótt
sunnudags og hún slegin í andlit
og höfuð með háum skóhæl. Að
því er næst verður komist hafði
hún átt orðaskipti við stúlku og
mann í kringum fertugt sem hún
þekkti ekki áður en hún varð
fyrir árásinni. Stúlkan var flutt
með sjúkrabifreið á Heilbrigðis-
stofnun Suðurnesja, þar sem hún
fékk aðhlynningu. Henni var leyft
að fara heim að því búnu.
Án ökuprófs í
hraðakstri
Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði fyrir og um helgina
þrjá ökumenn sem allir voru
réttindalausir undir stýri. Einn
þeirra, karlmaður á þrítugsaldri
var stöðvaður á Reykjanesbraut,
þar sem hann ók á 139 kílómetra
hraða, en þar er hámarkshraði 90
kílómetrar á klukkustund. Mað-
urinn hafði aldrei öðlast ökurétt-
indi. Annar réttindalaus öku-
maður stöðvaði bíl sinn, þegar
hann varð lögreglu var og tók á
rás í burtu. Síðan kvaðst hann
hafa misst stjórn á sér og bað
lögreglu afsökunar á atferli sínu.
Þriðji ökumaðurinn sem lögregla
hafði afskipti af hafði áður verið
sviptur ökuréttindum.
Tekinn með
stera í annarlegu
ástandi
Tilkynning barst til lögregl-unnar á Suðurnesjum á dög-
unum þess efnis að maður væri að
reyna að komast inn í bíla í Kefla-
vík. Lögreglumenn fundu mann-
inn fljótlega og var hann hand-
tekinn og færður á lögreglustöð.
Hann reyndist vera með stera í
fljótandi formi í fórum sínum,
auk allmikilla peninga. Hann var
í annarlegu ástandi og reyndist
útilokað að ræða við hann að svo
komnu máli. Hann var því látinn
sofa úr sér í fangaklefa, en tekin
af honum skýrsla að því loknu og
hann látinn laus.
›› FRÉTTIR ‹‹
Veiðikona féll
tvisvar í höfnina
Metaðsókn í tækni-
fræðinám Keilis
›› Ásbrú:
›› Keflavíkurhöfn:
Víkurfréttir
á nýjum stað!
Erum á 4. hæð í
Krossmóa 4, Reykjanesbæ.