Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.06.2012, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 14.06.2012, Blaðsíða 16
Sigurbjörg skólastjóri Akurskóla Sigurbjörg Róbertsdóttir var á þriðjudag ráðin skóla-stjóri Akurskóla í Reykjanesbæ. Jónína Ágústs- dóttir, fráfarandi skólastjóri, hefur verið ráðin skóla- stjóri Breiðholtsskóla. Tveir umsækjendur voru um stöðu skólastjóra Akurskóla en auk Sigurbjargar sótti Pétur Brynjarsson um stöðuna. ÁSt við fyrStu Sýn Sumarið er tími brúðkaupa. Fátt skemmtilegra en að fá að taka þátt í svoleiðis gleði endrum og eins. Sem gestur. Búinn að nýta hina hliðina á peningnum. Það var gaman að fylgjast með undirbúningi að stærsta degi lífsins, spennustiginu magn- ast allan veturinn og svo er loksins komið að því. Dagurinn sér- stakur. Allir njóta. Lífsins. Aðdragandinn litríkur. Það þurfti að steggja. Og gæsa. Allt tekið upp á myndband. Klippt og skorið að hætti ungdómsins, sem allt getur í dag. Skemmtiefni til sýningar í brúðkaupinu sjálfu. Ótrúlegir tilburðir og blessunarlega við allra hæfi. Bara gaman. Var ekki komið nægilega í tísku þegar mínir dagar dundu yfir. Ég átti í mesta basli að samþykkja ráðahaginn. Okkar. Þurfti að tala við séra Þorvald sérstaklega. Átti bágt með að sjá kostina og þuldi upp fyrir honum að þetta væri ekki rétti tíminn. Minn. Ég átti eftir að gera svo margt og var stórefins um að þetta væri rétta skrefið. Það lægi svo mikið annað fyrir. Raddir sem hvísluðu því að mér. En saman fylktu þau liði og sögðu mér að missa ekki svefn yfir þessu. Róuðu mig. Ég væri að fá gott kvonfang. Hún ætlaði ekki að búa ein með börnunum tveimur. Svona, svona, ég ætti örugglega líka eftir að endur- nýja bílinn og þvottavélina! Þau hittust á Hafnargötunni. Hún var í magabol. Hann var í hettubol. Hún vildi ekki sjá hann. Hann gafst ekki upp. Neitaði. Sumarið var tíminn. Sællegur níundi júní. Þau áttu sameiginlegt áhugamál. Súkkulaði. Svo sætt. Ekki aftur snúið. Það var ást við fyrstu sýn. Hans. Staðfesti það í kirkjunni. Og Valdimar söng: „Við eigum svo undurvel saman við tvö, skiljum hvort annað og heiminn svo vel.“ Mígandi hamingja. Við hittumst á Hafnargötunni. Ég ákvað að geyma bílinn og fá mér göngu. Aldrei þessu vant. Raddirnar. Settist á grindverk kastalahússins við hliðina á Lindinni. Þarna kom hún gangandi. Ein. Nýkomin úr ljósatíma. Rjóð í kinnum. Á tréklossum. Ætlaði að kaupa sér Sinalco og sígarettur hjá Jóa. Kannski líka rjómatoffí. Við tókum tal saman. Tvö. Í hauströkkrinu fjórða september. Hún bauð mér í kaffi. Ég þáði. Sopinn var ljúfur. Lífið tók á sig nýja mynd. „Sálir sem hittast og heilsast á ný.“ Við ætluðum að eignast tíu börn. Stærðfræðin ekki í uppáhaldi. Lögðum saman tvo og tvo og fengum út fimm. Í fjölskyldu. vf.is Fimmtudagurinn 14. júní 2012 • 24. tölublað • 33. árgangur auglýsingasími víkurfrétta er 421 0001 FIMMTUDAGSVALS VAlUr KeTIlSSon SKrIFAr VEITINGASALAN Í LEIRU ER OPIN ALLA DAGA HAFIÐ SAMBAND Í SÍMA 421 4100 EÐA NETFANGIÐ GS@GS.IS Í HÁDEGINU ALLA DAGA SÚPA DAGSINS OG FERSKUR FISKUR KAFFIVEITINGAR, HAMBORGARAR, SAMLOKUR OG FLEIRA GÓÐGÆTI. OPIÐ ALLA DAGA FRAM Á KVÖLD FYRIR FÉLAGA Í GS OG AÐRA. ALLT FRÁ GRUNNI AÐ GÓÐU HEIMILI SÍÐAN 1956 HLUTI AF BYGMA Á GARÐADÖGUM BRJÁLAÐ VERÐ husa.is HENGILOBELIA Verð áður: 1.190 kr. Nú: 799 kr. MARGARITA Verð áður: 1.190 kr. Nú: 690 kr. JARÐABERJAPLÖNTUR 3 stk.Verð áður: 2.499 kr. Nú 1.199 kr. RAFMAGNSSLÁTTUVÉL 15.995 kr. Texas - 1000W. Sláttubreidd 32 cm 5085124 LÆGSTALÁGA VERÐ HÚSASMIÐJUNNAR LÆGSTALÁGA VERÐ HÚSASMIÐJUNNAR 6 stólar, borð og sólhlíf 34.490 kr. FÁNAVEIFA Á BÍL 199 kr. ALLT FYRIR 17. JÚNÍ FÁNAV EIFA 99 kr. Komd u og fáðu þ ér pyl su! Lauga rdagi nn 16 . júní eru al lir vel komn ir í pylsu partý, í öllu m verslu num Húsas miðju nnar um la nd all t. Tasman Sunset 100 2 brennarar. 3000391 Gott grill á frábæru verði! 12.900 kr. Skarphéðinn Jónsson verður ráðinn nýr skólastjóri Gerða- skóla. Það varð niðurstaða bæjar- fulltrúa á fundi bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Garðs. Ráðning Skarphéðins í starfið var sam- þykkt samhljóða. Jónína Holm vék sæti undir þessum lið vegna vanhæfis en Agnes Ásta Woodhead, varabæjarfulltrúi N- listans tók sæti hennar undir þessum lið. Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Garðs þakkar öllum þeim sem sóttu um starf skólastjóra við Gerðaskóla. Einnig vill bæjarstjórn þakka Gylfa Jóni Gylfasyni fræðslustjóra sem hélt utan um og stjórnaði ráðn- ingarferlinu ásamt Ingvari Sigur- geirssyni prófessor við Háskóla Ís- lands og Helgu Jónsdóttur fulltrúa frá Capasent. Bókun D-lista: „D-listinn mun standa á bak við nýráðinn skólastjóra Gerðaskóla og óskar eftir því að eiga gott samstarf við hann eins og aðra starfsmenn sveitarfélagsins. Það er mikilvægt að skólastjórinn fái stuðning og svigrúm til að koma sem fyrst í framkvæmd þeim mikilvægu ábendingum sem fram komu í skýrslu Attendus í úttekt á starfsemi skólans. Það er grundvöllur að bættu skólastarfi í Gerðaskóla sem var kosningaloforð D-lista við síðustu kosningar. D-listinn treystir því að nú þegar verði auglýstar þær stöður sem úttektaraðilar skýrslunnar bentu á í úttekt sinni, þ.e. tvær stöður deildarstjóra og staða sérkennara og fagstjóra sérkennslu við Gerða- skóla. Allur dráttur á framkvæmd ábendinga sem fram komu í skýrsl- unni verður til þess að seinka því að treysta og bæta starf skólans með hagsmuni nemenda að leiðarljósi“. n Skarphéðinn Jónsson nýr skólastjóri í Garði

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.