Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.06.2012, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 14.06.2012, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGURINN 14. júNí 2012 • VÍKURFRÉTTIR Leiðari Víkurfrétta Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið gunnar@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Krossmóa 4, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Gunnar Einarsson, sími 421 0001, gunnar@vf.is Víkurfréttir ehf. Þórgunnur Sigurjónsdóttir, sími 421 0011, thorgunnur@vf.is Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0011 Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0009, rut@vf.is og Aldís Jónsdóttir, sími 421 0010, aldis@vf.is Landsprent 9000 eintök. Íslandspóstur www.vf.is, m.vf.is og kylfingur.is Útgefandi: Afgreiðsla og ritstjórn: Ritstjóri og ábm.: Fréttastjóri: Blaðamaður: Auglýsingadeild: Umbrot og hönnun: Auglýsingagerð: Afgreiðsla: Prentvinnsla: Upplag: Dreifing: Dagleg stafræn útgáfa: vf.is Ekki er vika án Víkurfrétta - sem koma næst út fimmtudaginn 21. júní 2012. Bókið auglýsingar í síma 421 0001 eða gunnar@vf.is Eldheit umræða um SpKef Fátt hefur verið meira rætt í fjölmiðlum síðustu misseri en mál sem snerta Sparisjóðinn í Keflavík og fall hans. Fólki er heitt í hamsi og hafa þeir aðilar sem héldu um stjórnartauma hjá SpKef verið sakaðir um spillingu, óráðsíu og glæp- samlegt athæfi svo eitthvað sé nefnt. Allt virðist stefna í 25 milljarða tap ríkisins vegna SpKef en virði eigna Sparisjóðsins hafði verið stórlega ofmetin á sínum tíma og er nú krafa fyrir hendi um að öxluð verði ábyrgð á öllum þessum ósköpum. Það er sjálfsagt sárt fyrir Suðurnesjamenn að horfa upp á hvernig komið er fyrir Sparisjóðnum í Keflavík sem hefur verið hornsteinn í viðskipta- lífi Suðurnesjamanna í um 100 ár. Stjórnarandstæðan hefur vegið hart að núverandi ríkisstjórn vegna afgreiðslu á málinu eins og flestum er kunnugt. Oddný Harðardóttir fjármálaráðherra svaraði spurningum Víkurfrétta varðandi hina eldheitu umræðu sem fara fram á Alþingi þessa dagana og er hún ómyrk í máli í svörum sínum. Oddný segir það skiljanlegt að stjórnar- andstaðan láti til sín taka þegar um slíka fjármuni er um að ræða en málflutningur hennar sé því miður ómálefnalegur. „Spurningar forsvarsmanna stjórnar- andstöðunnar hafa að mestu snúist um af hverju ríkissjóður lét ekki Sparisjóð Keflavíkur falla þegar ljóst er að það var og er einlægur vilji stjórnvalda að tryggja innstæður innstæðueigenda í bönkum og fjármálastofnunum,“ segir Oddný í svari sínu sem birtist hér í blaðinu í dag. Oddný segist jafnframt vonast til þess að rannsókn á falli sparisjóðanna sem nú stendur yfir og niðurstöðu er að vænta í haust, muni leiða skýrt í ljós hvað gerðist í aðdraganda hruns Sparisjóðsins í Keflavík. „Tengsl bankans og sjálfstæðis- manna í Reykjanesbæ munu með þeirri rannsókn vonandi skýrast líka. Reiði stofnfjáreigenda sem töpuðu öllu sínu er skiljanleg og eðlilegt að þeir krefjist skýringa,“ segir í svari fjármálaráðherra. Vel tókst til á Keflavík Music Festival sem fram fór um helgina í miðbæ Reykjanesbæjar. Hátíðin var fyrsta tónlistarhá- tíðin af slíkri stærðargráðu sem haldin er hér á svæðinu en um 100 hljómsveitir og tónlistar- menn komu fram á hátíðinni. „Hátíðin fór ótrúlega vel fram og tókst þetta allt saman mjög vel. Við erum alveg í skýjunum yfir þessu öllu. Hátíðin Keflavík Mu- sic Festival er komin til að vera, það er bara þannig. Núna höfum við heilt ár til þess að plana næstu hátíð. Hún verður enn flottari og enn stærri,“ segir Ólafur Geir Jóns- son sem skipulagði hátíðina ásamt Pálma Þór Erlingssyni og Smára Guðmundssyni. Ólafur segist ekki viss á þessari stundu hve margir hafi lagt leið sína í Reykjanesbæ en ljóst sé að hátíðin hafi verið mjög vel sótt. Ólafur sagði að ekki hefði verið mikið um atriði sem betur hefðu mátt fara en þó séu nokkur atriði í sambandi við hátíðina sem verða með öðru sniði á næsta ári. Telja skipuleggjendur að töluvert af utanbæjarfólki hafi sótt hátíðina og einnig hafi fjölmargir útlendingar mætt til þess að skemmta sér. „Allir sem við höfum heyrt í eru mjög sáttir og hafa beðið um að vera með á næsta ári. Nokkur af stærstu böndunum sem komu fram sögðu þetta vera flottustu tónlistarhátíð sem þeir hafa spilað á hér á landi. Það er virkilega gaman að heyra það,“ sagði Ólafur að lokum. Hátíðin Keflavík Music Festival komin til að vera

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.