Víkurfréttir - 14.06.2012, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGURINN 14. júNí 2012 • VÍKURFRÉTTIR
Úðum gegn:
Lirfum og lús í trjágróðri, roðamaur og
kóngulóm, illgresi í grasflötum (fíflum) og fl.
Fullgild réttindi og mikil reynsla!
Garðaúðun Suðurnesja efh.
822-3577 · 699-5571 · 421-5571
netfang: bvikingur@visir.is
GARÐAÚÐUN
co/ Björn Víkingur og Elín
KVENNAGOLF Í LEIRU
Á miðvikudögum í sumar verða golfæfingar fyrir allar
áhugasamar konur. Æfingarnar verða undir stjórn
Erlu Þorsteinsdóttur PGA kennara og verða í 60 mínútur í senn.
Eftir æfingu verða leiknar 9 holur ýmist
á stóra vellinum eða á Jóelnum.
Æfingatími er frá kl. 17:00 - 18:00
Verð 1.000 kr. æfingin.
TIL SÖLU
SUMARBÚSTAÐUR Í STAÐARHVERFI.
Bústaður og gestahús ca. 54,5m² samtals, ásamt bátaskýli
ca. 34,0m². Vatnabátur á kerru og 9,9ha mótor getur fylgt.
Frábært útsýni, góð staðsetning við sjávarsíðu og jaðar
golfvallar, í grennd við Grindavík. Áhugasamir velkomnir í opið
hús 16. og 17. júní. Ásett verð 14,4 milljónir
Nánari upplýsingar gefa Jóhann 897-8300 og
Gunnar 868-4479 eða go@vidskiptastofan.is
17. JÚNÍ KAFFI
KÖRFUKNATTLEIKSDEILDAR KEFLAVÍKUR
Í MYLLUBAKKASKÓLA
Glæsilegt hlaðborð veitinga, s.s. ofnréttir, atkökur, kleinur
og tertur ásamt rjúkandi heitu ka og gosi.
Húsið opnar kl. 14:30.
Leikmenn m. karla og kvenna verða á staðnum
Kæru Reykjanesbæingar, lítið við og styðjið hið
unga og efnilega Keavíkurlið!
Kæru Suðurnesjakonur!
Lykillinn að vellíðan er að hugsa á
heilbrigðan hátt um sjálfan sig og
aðra. Heilsa er allt í senn andleg,
líkamleg og félagsleg. Konur eru
því hvattar til að fagna því að þær
eru eins ólíkar og þær eru margar
og njóta þess fjölþætta ávinnings
sem fylgir heilbrigðum lífsháttum
svo sem jákvæðu hugarfari, dag-
legri hreyfingu og hollum matar-
venjum.
Mikil ánægja og þátttaka hefur
verið í Kvennahlaupinu á undan-
förnum árum.
Í Kvennahlaupinu eiga mæðgur,
systur, mömmur, ömmur, frænkur
og vinkonur á öllum aldri notalega
stund saman. Hver og ein tekur
þátt á sinn hátt og á sínum hraða,
margar labba, aðrar skokka, sumar
skokka og labba til skiptis og svo
hlaupa líka einhverjar allan tím-
ann.
Hlaupið verður frá ýmsum stöðum
á Suðurnesjum og í Reykjanesbæ
verður hlaupið frá Húsinu okkar
(K-húsinu við fótboltavöllinn) og
er valið um 3 vegalengdir; 2, 4 eða
7 km. Vegalengdin sem hver og ein
kona velur er ekki aðalmálið heldur
að vera með og hafa gaman af.
Gaman væri að sem flestar kon-
ur verði með og ef þú sérð þér
ekki fært um að labba, skokka eða
hlaupa, þá væri FRÁBÆRT ef að
þú myndir fara út í dyr heima hjá
þér og HVETJA HRAUSTU KON-
URNAR þegar þær hlaupa framhjá
og jafnvel að hafa hressa tónlist í
gangi. Í fyrra myndaðist mikil og
góð stemming, sérstaklega á Holts-
götunni.
Þær sem verða út úr bænum
þennan dag, geta hlaupið hvar sem
er á landinu eða erlendis. Aðal-
málið er að hreyfa sig og vera með.
Best er að skrá sig á fimmtudag og
föstudag. Skráning fyrir Reykja-
nesbæ fer fram kl. 17-19 í Húsinu
okkar, Hringbraut 108. Þátttöku-
gjald er 1250 kr. og innifalið í því
er flottur rauður bolur, verðlauna-
peningur, Egils Kristall og frítt er í
sund á eftir í Vatnaveröld.
Á laugardaginn kl.10-10.55 geta
þær skráð sig sem ekki komast í
forskráninguna.
Hlakka til að sjá sem flestar konur í
hlaupinu á laugardaginn kl. 11
Með hlaupakveðju,
Guðbjörg Jónsdóttir,
verkefnisstjóri SJÓVÁ Kvenna-
hlaups ÍSÍ í Reykjanesbæ 2012
23. SJÓVÁ KVENNAHLAUP ÍSÍ Á LAUGARDAGINN KL. 11 Í REYKJANESBÆ
HREYFING TIL FYRIRMYNDAR!
›› Dansgleði í Njarðvíkum:
Sigurlaug Evrópumeistari í Crossfit
Evrópuleikarnir í Crossfit voru haldnir í Ballerup í Danmörkiu helgina 25.-27. maí. Njarðvíkingurinn Sigurlaug Rúna Guðmunds-
dóttir var þar liðsmaður Crossfit Reykjavík sem unnu Evrópuleikana
með yfirburðum og unnu sér um leið þátttökurétt á Heimsmeistara-
mótinu sem fram fer í Los Angeles eftir fimm vikur. Einnig var Kefl-
víkingurinn Daníel Þórðarson kærasti Sigurlaugar að keppa, en hann
keppti með Crossfit stöðinni Bootcamp og lentu þau í 15. sæti.
Aníta Lóa Hauksdóttir, 14 ára Njarðvíkurmær gerir það gott í dansinum. Hún var nýverið
valin ásamt dansfélaga sínum, Andra Fann-
ari Péturssyni, í A-landslið Íslands og
einnig vann hún sér rétt til að keppa, 1
af 2 pörum frá Íslandi, á heimsmeist-
aramóti ungmenna í Austurríki og
á heimsmeistaramóti ungmenna í
Kína í haust. Hún dansar við eldri
strák og keppir því upp fyrir sig
í aldri.
Kristófer Haukur Hauksson 16 ára
úr Njarðvík er bróðir Anítu Lóu
og er einnig að gera góða hluti í
dansinum og var nýverið val-
inn í afreksmannahóp Ís-
lands ásamt dansfélaga
s ínum Herb orgu
Lú ð v í k s d ó t t u r.
Hann keppti á
s íðasta ár i á
heimsmeist-
a r a m ó t i
ungl inga í
M o l d a v í u
með góðum
árangri. Nán-
ara viðtal við systkinin mun birtast í Víkurfréttum á
næstunni.
Reynismenn
heimsækja
Teppið
Í vikunni var dregið í 16-liða úr-slitum í Borgunar-bikarnum
í knattspyrnu karla. Tvö Suður-
nesjalið eru eftir í keppninni en
það eru Grindvíkingar og Reynir
Sandgerði. Grindvíkingar heim-
sækja 1. deildarlið KA á Akureyri
en Sandgerðingar leika á gervi-
grasinu í Garðabæ gegn sterku
úrvalsdeildarliði Stjörnunnar.
að keppa á heimsmeistaramóti
ungmenna í samkvæmisdönsum
Aníta til Kína
Víkurfréttir
á nýjum stað!
Erum á 4. hæð í
Krossmóa 4, Reykjanesbæ.
vf.is
Víkurfréttir eru fluttar
í Krossmóa 4 í Reykjanesbæ
Krossmóa 4 • 4. hæð • 260 Reykjanesbæ • Sími 421 0000