Víkurfréttir - 14.06.2012, Síða 8
8 FIMMTUDAGURINN 14. júNí 2012 • VÍKURFRÉTTIR
vf.is
Víkurfréttir eru fluttar
í Krossmóa 4 í Reykjanesbæ
Krossmóa 4 • 4. hæð • 260 Reykjanesbæ • Sími 421 0000
Það getur verið mikilvægt að sleppa takinu á ákveðnum hlutum, láta þá
lausa og skera á böndin. Stundum verðum við að sleppa börnunum okkar,
leyfa þeim að reka sig á og vera ekki þroskaþjófar
þegar þau eru að takast á við lífið. Við gætum þurft
að sleppa stöðum eða hlutum sem eiga ekki lengur
við og tilheyra öðru lífi. Þá getum við þurft að sleppa
fólki, ástinni sem brást og vinum sem fóru aðrar
leiðir. Við getum þurft að sleppa því að stjórnast í
fjölskyldunni og átta okkur þar með á því að líklega
geta aðrir séð um sig sjálfir.
Mér hefur ekkert tekist sérlega vel að sleppa, hvað þá
að leyfa öðrum að stjórna. Ég vil hafa hlutina á minn hátt
reyni að sveigja og beygja aðra til hlýðni. Er meðvituð um
þetta og er svo sannarlega að reyna að taka mig á. Ég fór í æfingabúðir í því að
treysta öðrum fyrir stjórninni þegar ég fór í dansskóla hér um árið. Kennarinn
minnti mig oft á að ég væri erfiður nemandi, karlmaðurinn ÆTTI að stjórna og
ég yrði að læra að sleppa. Mér fannst þetta alls ekki rétt því ég hafði taktinn í
mér og það fór allt í vitleysu þegar ég leyfði dansfélaganum að ráða ferðinni.
Það var ein undantekning og það var þegar við dönsuðum tangó. Það má líkja
því við dauðasynd að ætla sér að taka stjórnina af karlmanni í tangó, og félagi
minn fékk yfir sig einhverja ólýsanlega karlmennsku og þokka þegar hann tók
mig í fangið og stýrði mér eftir gólfinu í tignarlegum tangósporum. En ok – thats
it – tangó og svo sé ég um hitt!
Svo var það á Menningarnótt fyrir nokkrum árum að ég og systir mín ákváðum
að rölta niður í bæ og meðal þess sem við ætluðum að gera var að sækja salsa-
kennslu á veitingahúsi í miðbænum. Við mættum tímanlega á staðinn en það
var búið að tjalda stóru partýtjaldi í garðinum og þar inni sat fjöldinn allur af
fólki. Við fengum sæti og stuttu eftir að við komum mættu þrír ungir menn sem
fengu að setjast við borðið hjá okkur. Svo hófst biðin eftir kennslunni og þegar
það voru komnar tuttugu mínútur fram yfir uppgefinn tíma segir einn af mönn-
unum við borðið „eigum við ekki bara að skella okkur á gólfið“ og beindi orðum
sínum til mín. Það kom hik á mig – við yrðum fyrsta og eina parið á gólfinu og
engin kennsla í gangi. Ég lét þó til leiðast og út á gólfið fórum við og tókum
hald. Það var nokkuð ljóst að dansherrann minn hafði ekki farið á námskeið en
orð danskennarans af salsanámskeiðinu glumdu í eyrum mínum „Anna Lóa,
þú verður að leyfa herranum að stjórna“. Ég fann strax að þetta mundi aldrei
ganga og ef ég gripi ekki inn í mundu fljótlega óma sársaukastunur um salinn í
stað suðrænnar tónlistar og tærnar mínar ekki bera þess bætur í náinni framtíð.
Því kastaði ég fram tilboði sem ekki var hægt að hafna „hvað segir þú um að
ég kenni þér salsa, er nýkomin af námskeiði?“. Það kom mér á óvart hvað hann
var fljótur að afhenda mér stjórnina og við tók kennsla með tilheyrandi talningu,
einn og tveir, einn og tveir – KROSSA. Við náðum meira að segja einum
snúningi og handa-opnu (þar sem við slengjum bæði öðrum handleggnum
út tilbúin að faðma heiminn og slá alla í nærumhverfinu)! Ef einhver bíður
eftir rómantískum lýsingum í takt við seiðandi suðræna taktinn þá fór lítið fyrir
þannig tilburðum. Herrann leit varla í augu mér, held satt best að segja að hann
hafi ekki séð andlitið á mér almennilega svo fast starði hann niður á fæturna á
meðan hann taldi samviskusamlega. En það var yndislegt að sjá hvað öryggið
jókst þegar hann var kominn með tökin á þessu og engu líkara en ég væri með
daðurs-laust eintak af Don juan de Marco þarna í fanginu.
Víkur nú að systur minni þar sem hún situr við borðið og horfir á mig taka
stjórnina á dansgólfinu með tilheyrandi talningu og handapati. Þá heyrir hún til
fólksins á næsta borði segja „hei, kennslan er byrjuð, komiði“. Þegar ég steig
út á dansgólfið og hóf að telja og stjórnast álitu þau sem svo að salsakennarinn
væri mættur á svæðið og fylgdu mér því eftir á gólfinu. Ekki leið á löngu þar til
allir á dansgólfinu dönsuðu eins og við Don juan og systir gat ekki betur séð en
hver konan á fætur annarri tæki stjórnina og teldi í réttum takti ofan í herrann
sinn. Ég var gjörsamlega ómeðvituð um „nemendur“ mína enda fullt starf að
passa upp á talninguna og tærnar á sama tíma. Ég skildi því ekki af hverju systir
var að kafna úr hlátri þegar ég sneri til baka eftir nokkur lög!
Skilaboðin eru skýr en ég tel að stundum sé viðeigandi að sleppa og leyfa
öðrum að taka stjórnina en það er allt í lagi að taka hana til baka þegar það
á við. Að sama skapi er það styrkleiki að viðurkenna að stundum er stjórninni
betur komið í höndum annarra. Ég er því sannfærð um að danskennslan mín á
menningarnótt hafi markað ákveðin tímamót í jafnréttisbaráttunni og konur hiki
síður við að sveifla dansherrum sínum í takt við suðræna sveiflu þegar það á
við. Heill sé þér, Don juan de Marco!
Þangað til næst – gangi þér vel.
Anna Lóa
Með vanvirkan
sleppibúnað!
Ökumaður, sem er grun-aður um ölvun við akstur,
var aðeins hársbreidd frá því að
hafna í tjörninni við Sandgerði
með ófyrirséðum afleiðingum.
Ökumaðurinn velti bifreið sinni
sl. fimmtudagskvöld og hafnaði á
toppnum í sefinu á tjarnarbakk-
anum.
Lögregla og slökkvilið Brunavarna
Suðurnesja voru kölluð til. Slökkvi-
liðið sprautaði froðu yfir bílinn,
enda lak af honum bensín. Að sögn
lögreglu slapp ökumaður án telj-
andi meiðsla.
Hársbreidd frá
því að hafna í
tjörninni
ATVINNA
REKSTRARSTJÓRI
Starfssvið: Hæfniskröfur:
www. hlollabatar.is - s. 421 8000
Hlöllabátar leita að öugum einstaklingi til að bera ábyrgð
á og leiða staðinn okkar í Keavík
Framtíðarstarf þar sem unnið er á dag, kvöld- og helgarvöktum.
Góð laun í boði fyrir gott fólk.
Nánari upplýsingar veitir Gunnar Jóhannsson í
825 0052 eða gunni@hlollabatar.is
Það segir frá því í einu af öndvegisriti íslenskra bók-
mennta, Brekku-
kotsannál, eftir
Halldór Kiljan
Laxness, að þar
á bæ stæði forn
k l u k k a , s e m
bæri af öðrum
slíkum, bæði af
hljómi og trúverðugleika. Sögu-
sagnir hermdu að klukkan hefði
þá eiginleika að geta sagt fyrir
giftingar og mannslát uns úrmak-
arar komust í hana. Í klukku
þessari var silfurbjalla og barst
hljómur hennar ekki aðeins um
allan bæinn heldur alla leið út í
kirkjugarð, þar sem önnur klukka
úr kopar gaf frá sér djúpan óm
alla leið inn í Brekkukot. Í ýmsum
veðrum mátti heyra samhljóm af
tveim klukkum í þessu moldar-
húsi, annarri úr silfri, hinni úr
kopar. Sekúndurnar í sigurverki
þessu voru eins og kýr og fóru
ævinlega eins hægt og unnt er
að ganga, án þess þó að standa
í stað, samanborið við sekúnd-
urnar í annarra manna klukkum,
sem voru eins og óðfara pöddur í
kapphlaupi við sjálfar sig. Sögu-
maður fékk þá flugu að í klukk-
unni byggi merkilegt kvikindi,
og það væri eilífðin, því orðið
sem hún sagði þegar hún tifaði,
tveggja atkvæða orð, sem var
dregið á seinna atkvæðinu, það
var ei-líbbð, ei-líbbð.
Nú segi ég þessa sögu hér, að ég hef
lengi horft á klukku hér í bæ sem
bæði hefur misst sál og hljóm. Samt
er þessi klukka stór hluti af lífi íbúa
þessa bæjar bæði í gleði og sorg.
Við horfum á hana í hvert sinn sem
gengið er inn í guðshúsið okkar
a.m.k. ef horft er hátt. Syrgjendur
lúta í eðli sínu höfði og taka þar
með ekki eftir henni, enda skiptir
það svo sem engu, því hún er alltaf
eins. Góður maður, sem á sama
afmælisdag og ritari og flaggað er
fyrir en forsetinn misskilur, tjáði
mér einn dag sem ég var að tuða
um þessa klukku í morgunsundinu
að klukkan hefði bara alltaf verið
svona. Ég afsaka misminni hans
með því að það sé hluti af lífs-
reynslunni að minni förlist með
árunum. Traustan starfsmann
kirkjunnar rekur minni til þess að
hafa ætíð litið til þessarar klukku
til að finna tilveru sinni sess í tíma
og rúmi. Hún hafi heldur aldrei
sjálf borið armbandsúr enda slíkt
vesælt skrum samanborið við hina
trúverðugu kirkjuklukku. Sjálfur
leit ég oft til klukkunnar á sprengi-
reið minni á fæðingardeildina hér
á árum áður þegar hlutirnir gátu
gerst. En hvenær nákvæmlega and-
kristur tók sér stöðu í klukkunni og
stöðvaði hana er mér ómögulegt
að muna.
Lúmskan grun hef ég um að þá hafi
samfélagshjólin stöðvast um leið.
Kannski fór herinn þess vegna og
fólk missti vinnuna og ekkert ger-
ist, allt vegna þess að kirkjuklukkan
stöðvaðist og þar með samfélagið.
Athyglin beinist að tímanum þegar
klukkan stöðvaðist, nákvæmlega
klukkan sex. Var verið að hringja
til aftansöngs á aðfangadag og úr-
verkinu um megn að finna titring
frá hljómmiklum koparklukk-
unum? Þar með væri lögmáli New-
tons fullnægt því þyngdarlögmálið
færði litla vísinn beint niður. En
hvað með stóra vísinn, sem stefnir
beint upp. Svarið liggur augljóslega
í öðru. Andkristur tók sér stöðu
í kirkjuturninum og sá sér leik á
borði með að rita tákn sitt á heilagt
andlit kristinna manna, þegar haft
er í huga að klukkuskífan vísar til
þriggja átta.
Sex-sex-sex, er tákn andkrists sam-
kvæmt opinberunarbók Jóhann-
esar, mannsgervingsins sem kölski
sendi til jarðarinnar, til að berjast
við sendiboða guðs. En ungling-
arnir misskilja boðskapinn. Þeir
mæna á klukkuskífurnar og segja
„mikið voðalega er hún dónaleg
þessi klukka.“
Það er því sannfæring ritara þess-
ara lína, að koma verði klukkunni í
gang aftur og þar með samfélaginu.
Þá mun skapast friður bæði utan
veggja kirkjunnar og innan en ekki
fyrr. Verkið mun ekki fara í hend-
urnar á úrmakara, enda sagði Björn
heitinn í Brekkukoti aðspurður, að
ef hann fengi ekki sjálfur gert við
klukkuna í stofunni leitaði hann
aðstoðar klastrara, sem á nútíma-
máli gætu t.d. kallast rafeindvirkjar,
enda úrvísarnir knúnir af höfuð-
klukku sem sendir púlsa inn til vís-
anna og færir þá um eina mínútu
í senn. Það er mín trú kæru sam-
borgarar, að daginn sem klukkan
hefur ferð sína aftur munu hjólin
einnig fara að snúast.
Konráð Lúðvíksson, læknir
(Þessi grein átti að birtast í Víkurf-
réttum í síðustu viku og er skrifuð
miðað við þá tímasetningu).
Stundaklukka
í turninum
• H. Th. A. Thomsen gefur stundaklukku
úr turni Dómkirkjunnar til Keflavíkur-
kirkju 1897.
• Klukkan sett upp 1923 en þá kemur í
ljós að henni fylgir ekkert slagverk.
• Árið 1963 var gamla klukkan tekin
niður en þá hafði hún ekki gengið í
nokkur ár.
• Klukka var gefin kirkjunni 1965 í til-
efni 50 ára afmælis kirkjunnar. Kefla-
víkurtíðindi stóðu fyrir „klukkuveltu“ og
söfnuðust 67 þúsund kr. og var klukkan
afhent uppsett skuldlaus.
Kirkjuklukkan og andkristur