Víkurfréttir - 14.06.2012, Síða 10
10 FIMMTUDAGURINN 14. júNí 2012 • VÍKURFRÉTTIR
Meltingurinn er um nokkrir metrar að lengd og hefur að
geyma gríðarlegan
fjölda örvera sem
undir venjulegum
kringumstæðum lifa
þar í sátt og samlyndi
við líkamann. Ýmis-
legt getur þó raskað þessu um-
hverfi örvera eins og sjúkdómar,
ofnotkun sýklalyfja, mataræði og aðrir um-
hverfisþættir. Talið er að stór hluti ónæmiskerfis-
ins liggi í meltingarveginum og því mikilvægt
fyrir sterkt ónæmiskerfi að stuðla að heilbrigðri
þarmaflóru með inntöku á meltingargerlum.
Góðir meltingagerlar halda skaðlegum örverum
niðri s.s. sveppum og bakteríum, bæta meltingu,
framleiða nauðsynleg efni eins og B-
og K-vítamín, ásamt því að auka frá-
sog næringarefna. Meltingargerlar
geta hugsanlega gagnast okkur gegn
magasýkingum og niðurgangi, ið-
rakveisu (irritable bowel syndrome
eða), Crohn‘s sjúkdómi og sára-
ristilbólgu, fæðuóþoli, ofnæmi og
exemi, blöðrubólgu, sveppasýkingum, kvef og um-
gangspestum. Fjölmargar tegundir meltingargerla
(öðru nafni acidophilus eða probiotics) fyrirfinn-
ast en algengustu tegundirnar eru Lactobacillus
og Bifidobacteria sem við getum fengið úr sýrðum
mjólkurvörum eins og Ab-mjólk en einnig er hægt
að taka gerla inn í hylkjum.
Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir.
www.facebook.com/grasalaeknir.is
Mikilvægi
meltingargerla
www.facebook.com/grasalaeknir.is
›› STAÐURINN MINN / Sigrún Ásta Jónsdóttir:
Sigrún Ásta Jónsdóttir er for-stöðumaður Byggðasafns
Reykjanesbæjar og var náms-
maður í Skotlandi fyrir rúmlega
20 árum síðan og á þaðan afar
góðar minningar. Hún segir
okkur hér frá staðnum sínum, St.
Andrews í Skotlandi.
„Bærinn er einkum þekktur fyrir
tvennt, golf og háskólann sem er
elsti háskóli Skotlands. Bærinn á sér
langa og merka sögu, hann dregur
nafn sitt af Andrési postula en talið
var að bein hans hefðu verið flutt
þangað. Heilagur Andrés er jafn-
framt verndardýrlingur Skota og
tákn hans, kross sem myndar bók-
stafinn x, er grunntáknið í fána
Skotlands.
Í bænum eru rústir af dóm-
kirkju en elsti hluti hennar er frá
12. öld. Eins og flestir vita þá er
St. Andrews líka vagga golfsins og
þar eru margir sögufrægir staðir
sem tengjast þeirri sögu. Það eru
frábærar gönguleiðir í bænum,
til dæmis var alltaf hressandi að
ganga eftir The white sands sem er
sandfjaran fyrir neðan golfvellina.
Fjöldi fólks og hundar nýttu sér að
ganga eftir henni allan ársins hring.
Það er örstutt milli Skotlands og
Íslands, veðrið er svipað en þó var
aldrei eins kalt og hráslagalegt þar
eins og heima.
Það var til dæmis mögnuð upplifun
að sjá vorið koma í lok febrúar með
því að trén blómstruðu, einkum
voru kirsuberjatrén yndisleg. Þetta
langa skoska vor er yndislegt í
minningunni. Skotunum þótti
einkar vænt um það þegar ég sagði
þeim að á Íslandi væri verra veður
en hjá þeim. St. Andrews er lítill
bær með rétt um 15 þúsund íbúa,
það er alveg þess virði að heim-
sækja þennan bæ og njóta þess sem
Skotland hefur upp á að bjóða.
Ég var við nám í háskólanum þarna
á árunum 1988-1989. Fyrra árið
mitt bjó ég á garði sem meðal
annars samanstóð af sumarhúsi
Baden Powels forvígismanns
skátahreyfingarinnar. Á garðinum
bjuggu 300 stúlkur og 5 strákar.
Þeir voru ásamt mér í framhalds-
námi við háskólann. Það voru
ýmsar hefðir sem haldið var í. Til
dæmis var svokallað formal meal
haldið tvisvar í viku. Þá áttu allir
að mæta í skikkjunum sínum og
syngja saman einn latneskan sálm
áður en maturinn var borinn fram.
Framhaldsnemendunum öllum var
svo alltaf boðið í sherry til skóla-
stjórans. Hver garður hafði sína
árshátíð eða danshátíð, þar mættu
allir uppáklæddir og skemmtu sér
konunglega ekki síst við að dansa
skoska hópdansa sem er alveg
frábærlega gaman. Seinna árið
mitt flutti ég mig um set og bjó þá
á garði sem einungis var ætlaður
framhaldsskólanemum. Þar var
ekki eins formlegt en við héldum
þó Burns-kvöld sem var alveg
magnað. Kvöldverðurinn byrjaði á
að sekkjapípuleikari kom gangandi
eftir göngunum klæddur í skoskan
búning. Svo var Haggis (slátur
þeirra Skota) heiðrað með því að
lesa upp ljóð eftir Burns sem er eitt
af þjóðarskáldum Skota, að lokum
var slátrið skorið og skammtað
á diska og öllu rennt niður með
alvöru viskýi. Þau konungsbrúð-
hjón Kate og William, sem voru við
nám þarna síðar, bjuggu þó ekki
á þessum stöðum sem ég var á en
margir garðar eru í boði fyrir nem-
endur.“
St. Andrews í Skotlandi
Ég er fædd árið 1964, uppalin á Kjalarnesi en hef verið búsett
í Reykjanesbæ í tæpan áratug. Ég
var ávallt í fullri vinnu þar til ég
varð ólétt af elsta syni mínum árið
2000. Ári síðar eignaðist ég annan
son og frá og með þeim tíma hef
ég ekki getað unnið vegna heilsu-
brests og var orðin öryrki.
Það var svo mitt lán að félagsráð-
gjafi benti mér á Samvinnu og
ákvað ég að slá til. Þegar ég fór í
fyrsta viðtal mitt hjá Samvinnu
vissi ég í rauninni ekkert út í hvað
ég væri að fara. Ég fékk kynningu á
Samvinnu og fyrir hverja hún væri.
Samvinna er sem sé starfsendur-
hæfing fyrir fólk sem hefur vegna
veikinda, slysa og félagslegra erfið-
leika dregið sig út úr hinu almenna
lífi. Samvinna hjálpar því fólki að
komast aftur á fætur og byrja upp
á nýtt. Þá skiptir aldur né fyrri störf
engu máli. Áður en ég byrjaði í
Samvinnu var ég orðin þannig að
ég fór ekki út úr húsi svo dögum
skipti. Ég hafði ekki kynnst neinu
fólki sem ég hélt sambandi við, var
bara heima og sá um börnin og
heimilið. Á tímum reyndist það
hins vegar ekki eins auðvelt og það
ætti að vera þar sem ég var sokkin
mjög djúpt í þunglyndi og kvíða.
Eftir inntökuviðtölin hjá Samvinnu
fékk ég von um að komast upp úr
vanlíðaninni eftir allan þennan
tíma. Samvinna hefur reynst minn
bjargvættur í þessu lífi. Öll sú
starfsemi sem þar er unnin hefur
opnað augu mín. Þarna er unnið
mikið með geðræna þætti sem eru
nauðsynlegir öllum í hinu daglega
lífi. Fjármálanámskeið er í boði
sem er bæði gagnlegt og fróðlegt.
Þar er manni kennt að ná yfirsýn
yfir fjármál sín og almennt fræddur
um ýmislegt sem maður veit ekki
í sambandi við fjármál. Hreyfing
er partur af þessari uppbyggingu
og hefur gert mér óendanlega gott,
fara loksins út og hreyfa mig. Ég hef
kynnst mjög mikið af góðu fólki
eftir þessa fyrstu önn og núna á
ég allt í einu helling af vinum sem
ég get haft samband við þegar ég
vil og skroppið í heimsókn til. Ég
er farin að finna aftur þessa gömlu
góðu Alvildu sem ég hélt að væri
glötuð að eilífu. Vera mín í Sam-
vinnu hefur breytt öllu fyrir mig
og mína fjölskyldu. Þar fékk ég lífið
aftur. Synir mínir tala um að ég
brosi miklu meira og við gerum
meira saman þó það sé enn í frekari
vinnslu. Samvinna gaf fjölskyld-
unni minni nýtt og betra líf sem
við erum óendanlega þakklát fyrir.
Starfsfólkið sem vinnur þar er ein-
staklega yndislegt og hjálplegt í alla
staði. Takk fyrir mig. Ég hvet alla til
að kynna sér Samvinnu og hvað þar
er í boði. Ég er viss um að margir
sjá ljós þar til hjálpar.
Samvinna er starfsendur-
hæfingarstöð sem er staðsett á
Krossmóa 4 í Reykjanesbæ. Allar
nánari upplýsingar má finna
á vefsíðunni: www.starfs.is
Vill fækka starfsfólki vegna
samstöðuleysis sveitarfélaga
Vegna samstöðuleysis sveitar-félaganna á Suðurnesjum
l e g g u r f r am k v æm d ar stj ór i
Dvalarheimila aldraðra á Suður-
nesjum til að fækka starfsfólki á
Garðvangi til að mæta rekstrar-
halla upp á 15 milljónir króna.
Þetta kemur fram í fundargerð
stjórnar DS frá 9. maí sl.
Bæjarstjórn Garðs mótmælir
fækkun starfa enda álag á starfsfólk
það mikið að ekki verði á bætandi.
Verði af fækkun starfsfólks mun
það leiða til lakari þjónustu og/eða
fækkun hjúkrunarrýma.
Bæjarstjórn Garðs skorar á Sveitar-
félagið Voga og Sandgerðisbæ að
verða við beiðni DS um aukið
framlag til reksturs heimilisins líkt
og Garður og Reykjanesbær hafa
gert og samþykkir fundargerð DS
samhljóða.
Samþykkt hefur verið í bæjar-stjórn Garðs að kaupa tölvu
og myndaskanna á bókasafnið
í Garði sem gestir safnsins hafa
aðgang að.
Með því móti verður íbúum
gert auðveldara um vik að koma
gömlum myndum, sem og nýjum,
á stafrænt form sem yrði svo hægt
að safna saman til varðveislu. Hug-
myndir um myndaskannan voru
settar fram á Facebook.com þar
sem er hópur sem kallast „Garð-
menn og Garðurinn“ en þar setur
fólk inn gamlar og nýjar myndir
úr Garðinum og lætur fylgja þeim
frásagnir.
Tölva og myndaskanni fyrir
gesti bókasafnsins í Garði
›› Garðvangur:
Vera mín í Samvinnu
eftir Alvildu Magnúsdóttur