Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.06.2012, Page 12

Víkurfréttir - 14.06.2012, Page 12
12 FIMMTUDAGURINN 14. júNí 2012 • VÍKURFRÉTTIR ÝMISLEGT Gisting í miðbæ Reykjavíkur Í júní og júlí verð 8.000 á mann. Upplýsingar í síma 895 0482 eft- ir kl. 12. Tek að mér allskonar viðgerð- ir á bílum, sláttuvélum. Er með greiningartölvu til að bilanagreina margar tegundir bíla. Vanur mað- ur, 20 ára reynsla, sanngjarnt verð! Uppl. S: 864 3567. ÓSKAST Vantar leiguíbúð 33 ára reglusöm kona vantar litla íbúð eða herbergi m/eldunar- aðstöðu til leigu, helst í Grindavík. Má samt ath. Reykjanesbæ eða Voga. Kisur þurfa að vera leyfðar. Uppl. veita Smári í 896 2345 smar- isig@hotmail.com & Wasana 864 6093 (English) 2 Fimmtudagurinn 14. apríl 2011VÍKURFRÉTTIR Sálarrannsóknarfélag Suðurnesja Miðlarnir Lára Halla Snæfells og Þórhallur Guðmudsson verða starfandi hjá félaginu í júní. Nánari upplýsingar og tíma- pantanir í síma 421 3348. Þjónustumiðstöðin Nesvöllum Vikan 14. - 20. júní nk. • Bingó • Handavinna • Leikfimi • Hádegismatur Fimmtudaginn 14. júní kl. 14:00 Sumarhátíð á Nesvöllum Allir velkomnir Nánari upplýsingar í síma 420 3400 www.vf.iS 896 0364 Raflagnir & viðgerðir Þvottavélaviðgerðir SMÁAUGLÝSiNGAR – 421 0009 NÚ GETUR ÞÚ SENT VÍKURFRÉTTUM SMÁAUGLÝSINGAR Á VEFNUM VF.IS TIL LEIGU Til leigu í Garði Til leigu góð 2-3ja herbergja íbúð að Silfurtúni. Laus fljótlega, sér- inngangur, langtímaleiga. Upp.í síma 587 1188. Skartsmiðjan Hafnargötu 35 Skart Perlur Tölur Lokkar Keðjur Skraut Steinar Pinnar Lásar Vír Öskjur Kúlur Hraun Tangir Roð Nælur Hringir Leður Opið 11 – 18 Nánari upplýsingar í síma 421 5121 TIL SÖLU Bílskúr til sölu við Faxabraut 27 fm, ný málaður í góðu ástandi. Verð 2,9 millj. Uppl. í síma 867 7459 og dagmar_kunakova@ yahoo.com Til sölu Whirlpool þvottavél. Tek að mér garðslátt. Upplýsingar í síma 661 3570. Bosch ísskápur m/ frysti hæð 170 cm. Verð 40 þús., Whirpool þvottavél AWM 5140 verð 20 þús., Ariston ISE 610 uppþvottavél verð 20 þús., Daewoo AMI 829L hljóm- flutningssamstæða verð 5 þús., Korg Concert EC 120 rafmagns- píanó verð 40 þús., svört bókahilla frá Ikea 150x150x40 verð 10 þús., svört borð m/gleri 120x65 verð 7 þús, og 68x68 verð 3 þús., grár svefnsófi 220x120 verð 20 þús. Upplýsingar í síma 867 7459 og dagmar_kunakova@yahoo.com ÞJÓNUSTA Málningarþjónusta Suðurlands 10% afsláttur fyrir eldri borgara og öryrkja málarar geta bætt við sig verkefnum. Sanngjarnt verð s: 779-0900 GÆLUDÝR Hvolpa vantar gott heimili 2 rakkar og tík leita að nýju heim- ili, gæðablanda, sveitavanir, ekkert verð fyrir gott heimili. S: 776 8535. Kettingar fást gefins Uppl. í síma 661 3570. TAPAÐ/FUNDIÐ Tapaður kisi í Grindavík Gulbröndóttur tapaðist frá Víkur- braut 14, Grindavík 6/6. Uppl. 896 2345 smarisig@hotmail.com vf.is Víkurfréttir eru fluttar í Krossmóa 4 í Reykjanesbæ Krossmóa 4 • 4. hæð • 260 Reykjanesbæ • Sími 421 0000 Mikið er fjallað um mál SpKef þessa dagana á Alþingi og í fjölmiðlum. Hart er vegið að stjórnvöldum vegna málsins og öll spjót standa á Oddnýju Harðardóttur fjármálaráðherra. Víkurfréttir spurðu Oddnýju út í málefni SpKef og aðför stjórnar- andstöðunnar að ríkisstjórn í málinu. „Það er afar eðlilegt að málefni SpKef séu fyrirferðarmikil í um- ræðunni nú þegar loks er komin niðurstaða úrskurðarnefndar vegna sameiningar Landsbankans á SpKef og óvissunni eytt með hver kostnaður ríkisins er vegna hins fallna sparisjóðs,“ segir Oddný Harðardóttir fjármálaráðherra í samtali við VF. „Málið allt er afar erfitt. Reikn- ingurinn sem ríkissjóður situr uppi með er þungbær og það er átakanlegt að horfa upp á ítrekaðar skoðanir endurskoðenda hversu bagaleg staða sparisjóðsins var í raun og veru. Það er ekki síður átakanlegt fyrir okkur Suðurnesja- menn að horfa upp á það hvernig komið var fyrir Sparisjóðnum í Keflavík, banka sem stofnaður var að Útskálum í Garði árið 1907 og var í 100 ár eitt helsta stolt Suður- nesjamanna. Virði eignasafns hans hafði verið stórlega ofmetið, innviðir sparisjóðsins mun veikari en mönnum grunaði, staða fyrir- tækja og atvinnuástand á starfs- svæði sjóðsins slæmt og orðspor sjóðsins mjög laskað. Það má líka taka það fram að gengislánadómar höfðu áhrif á stöðu sparisjóðsins. En núverandi ríkisstjórn víkur sér ekki undan ábyrgðinni á reikn- ingnum, heldur axlar þá ábyrgð, enda er það einlægur ásetningur hennar að standa við fyrri yfir- lýsingar stjórnvalda um tryggingu innstæðna innstæðueigenda. Þar geta innstæður viðskiptavina SpKef ekki verið undanþegnar. Hvað varðar aðför stjórnarandstöð- unnar í þessu máli þá er skiljanlegt að hún láti til sín taka þegar um viðlíka fjármuni er um að ræða en málflutningur hennar er því miður ómálefnalegur. Spurningar for- svarsmanna stjórnarandstöðunnar hafa að mestu snúist um af hverju ríkissjóður lét ekki Sparisjóð Kefla- víkur falla þegar ljóst er að það var og er einlægur vilji stjórnvalda að tryggja innstæður innstæðueigenda í bönkum og fjármálastofnunum. Þeir láta því ósvarað hvernig átti þá að tryggja innistæður viðskipta- vina sparisjóðsins með sama hætti og annarra landsmanna. Rökin fyrir ákvörðuninni um að færa innstæður Sparisjóðsins í Keflavík yfir í nýtt félag koma fram í minnisblaði nefndar um fjár- málakerfið sem skrifað var 21. apríl 2010, en í nefndinni voru fulltrúar frá forsætis-, fjármála-, og efna- hags- og viðskiptaráðneyti, FME og Seðlabanka Íslands. Það var mat nefndarinnar að staða Sparisjóðs- ins í Keflavík hafi verið þannig, að nauðsynlegt hafi verið að Fjár- málaeftirlitið tæki yfir stjórn spari- sjóðsins og færi með innstæður og eignir til nýs fjármálafyrirtækis. Þetta var talið nauðsynlegt til að tryggja fjármálastöðugleika og við- halda eins og kostur væri óskertan og truflunarlausan aðgang að inn- stæðum og bankaþjónustu fyrir viðskiptamenn sparisjóðsins eins og stjórnvöld höfðu heitið öllum innlendum innstæðueigendum, líka Suðurnesjamönnum og öðrum viðskiptavinum Sparisjóðsins í Keflavík. Að auki var það mat yfir- valda að miðað við stærð og um- fang Sparisjóðsins í Keflavík, með sínar 16 starfsstöðvar vítt og breitt um landið, að hann væri ómissandi hlekkur í endurreisn sparisjóða- kerfisins í landinu. Þær væntingar reyndust því miður ekki reistar á traustum grunni líkt og síðar kom í ljós við nánari skoðun á eignum og skuldum sparisjóðsins og mis- muninum þar á. Það er von mín og eflaust fleiri, þar á meðal margra Suðurnesja- manna, að rannsókn á falli spari- sjóðanna sem nú stendur yfir og niðurstöðu er að vænta í haust, muni leiða skýrt í ljós hvað gerðist í aðdraganda hruns Sparisjóðsins í Keflavík. Tengsl bankans og sjálf- stæðismanna í Reykjanesbæ munu með þeirri rannsókn vonandi skýr- ast líka. Reiði stofnfjáreigenda sem töpuðu öllu sínu er skiljanleg og eðlilegt að þeir krefjist skýringa. Það er hins vegar umhugsunarefni að þingmenn sjálfstæðisflokks vilji kasta ryki í augu almennings með því að draga athyglina frá raun- verulegum ástæðum þess að ríkis- sjóður þarf að reiða út rúma 19 milljarða til að tryggja innstæður vegna falls Sparisjóðsins í Keflavík og beina sjónum frá ábyrgð og hegðun stjórnenda Sparisjóðsins og þeim sem auðvelduðu þeim hátt- ernið,“ segir Oddný Harðardóttir, fjármálaráðherra. Tengsl bankans og sjálf- stæðismanna í Reykjanesbæ munu vonandi skýrast „Það er von mín og eflaust fleiri, þar á meðal margra Suðurnesjamanna, að rann- sókn á falli sparisjóðanna sem nú stendur yfir og niður- stöðu er að vænta í haust, muni leiða skýrt í ljós hvað gerðist í aðdraganda hruns Sparisjóðsins í Keflavík“. MÁLEFNI SPKEF ›› Oddný Harðardóttir, fjármálaráðherra:

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.