Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.06.2012, Page 13

Víkurfréttir - 14.06.2012, Page 13
13VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 14. júNí 2012 Helluhrauni 12 • Hafnarfjörður • 544 5100 • www.granithusid.isH e l l u h r a u n i 1 2 • H a f n a r fj ö r ð u r • 5 4 4 5 1 0 0 • w w w . g r a n i t h u s i d . i s Sendum frítt hvert á land sem er vf.is Víkurfréttir eru fluttar í Krossmóa 4 í Reykjanesbæ Krossmóa 4 • 4. hæð • 260 Reykjanesbæ • Sími 421 0000 Alda Þorvaldsdóttir, Ásta Elín Grétarsdóttir, Jóhann G Jónsson, Sigurveig Eysteinsdóttir, Bjarni Sigurðsson, Jón Þ Eysteinsson, Sigríður Eysteinsdóttir, Guðmundur R Lúðvíksson, Eiríkur B Eysteinsson, Hafdís Finnbjörnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Eysteinn Jónsson, Kirkjuvegi 11, Reykjanesbæ, lést föstudaginn 8. júní á Landspítalanum Hringbraut. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 15. júní kl. 13:00. Ólafur Þór Jóhannsson, Þórunn S. Jóhannsdóttir, Ingvar Páll Jóhannsson, Þórhildur Arna Þórisdóttir, Hulda Jóhannsdóttir, Páll Valur Björnsson, Sigríður Björnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og vinur, Jóhann Ólafsson, múrarameistari, Austurvegi 5, Grindavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja laugardaginn 9. júní. Jarðarförin fer fram frá Grindavíkurkirkju föstudaginn 15. júní kl. 14:00. TIL SÖLU 95m2 atvinnuhúsnæði í Grófinni með 30m2 millilofti. Góð lofthæð útilýsing, loftpressa, skrifstofurými og salerni. Allt klárt undir iðnað eða sem hobbýrými. Fjármögnun í boði hjá Ergo. Upplýsingar í síma 840-1540// saevar@bus4u.is Til sölu 3ja herbergja, 70m2 íbúð á 1. hæð við Faxabraut 40b. Parket á gólfum í her- bergjum ásamt fataskápum. Flísar á blaði. Falleg beiki innrétting í eldhúsi. Hurð út á verönd. Geymsla og þvotta aðstaða í risi. Verð kr. 12.700.000,- Upplýsingar í síma 867 7459 og dagmar_kunakova@yahoo.com TIL SÖLU Einnig í boði yfirtaka á láni frá íbúðalánasjóði 12.400.000,- Samtök stofnfjáreigenda í Sparisjóðnum í Keflavík, héldu aðalfund þann 30. maí sl. í sal Fjölbrautaskóla Suðurnesja, mæting var nokkuð góð og var fundurinn sendur út með fjar- fundabúnaði. Upplýst var að stjórn samtakanna sendi bréf þann 26. maí 2011 til efnahags- og viðskiptaráðherra, fjármálaráð- herra og forsætis- og viðskipta- nefndar Alþingis, með ósk um að rannsókn hæfist þegar í stað á falli sparisjóðanna, segir í frétt frá samtökunum. Í bréfi þessu var bent á mikilvægi þess að rannsakað verði eftirfarandi í starfsemi Sparisjóðsins í Keflavík: 1. Lánveitingar til einstaklinga og einkahlutafélaga 2. Afskriftir skulda 3. Misnotkun stjórnenda á fjár- munum Sparisjóðsins 4. Innherjaviðskipti Bréf þetta var afhent á skrifstofu Alþingis. Rannsóknarnefndin var stofnuð, en ekki er vitað hvenær hún lýkur störfum. Lögmaður var ráðinn til að vinna með stjórninni, Sigríður Rut Júlíusdóttir hrl. Hún mætti á fundinn, hélt erindi um þau málefni, sem hún hefur unnið að. Kynnt voru samskipti við Fjár- málaeftirlitið (FME), farið var á fundi þar með ósk um að fá afhent afrit af skýrslu sem PWC endur- skoðunarskrifstofa hafði unnið, en slitastjórn Sparisjóðsins greitt fyrir. Það gekk ekki eftir að öðru leyti en því að FME afhenti efnisyfirlit skýrslunnar, inngang og saman- dregna niðurstöðu, allt án tölulegra upplýsinga. Kynntur var eftirfarandi útdráttur úr ársreikningum Sparisjóðsins í Keflavík, fyrir árin 2006-2010 er sýnir breytingu (lækkun) á eigin fé Sparisjóðsins um 49,5 milljarða króna eins og sjá má hér: sem hlýtur að teljast skelfileg niður- staða, sbr. svar Árna Páls Árna- sonar, fyrrv. viðskiptaráðherra á Alþingi þann 22. mars 2011. Þar sagði hann jafnframt: „Fyrst um fortíðina, vegna þess að hv.þm. Árni Johnsen nefndi áðan það stórslys að Sparisjóður Keflavíkur hefði ekki verið endur- reistur og vildi meina að í því fælist metnaðarleysi af hálfu ríkisins, það var einfaldlega ekki í mann- legu valdi að endurreisa hann enda hefði þurft að eyða til þess meiru en tveimur þriðju af því sem líklegt er að við hefðum þurft að borga vegna Icesave. Slíkt var það stórslys sem þeir óvönduðu menn skildu eftir sig sem ránshendi höfðu farið um þann sparisjóð og deilt út lánum án trygginga til vildarvina og félaga. Það er með ólíkindum en það gjald- þrot virðist vera á góðri leið með að eignast sess í heimssögunni vegna þess að svo lítið fæst upp í kröfur við gjaldþrot Sparisjóðs Keflavíkur að hann sker sig algerlega úr, þegar horft er á fjármálastofnanir sem lent hafa í þrotameðferð”. Almenn samstaða var á fundinum um það að samtökin létu skoða málsókn á hendur, stjórn, spari- sjóðsstjóra, yfirmönnum og endur- skoðendum, svo og að kanna kröfu í starfsábyrgðartryggingar sem hljóta að hafa verið til staðar. Ákveðið var að félagsgjald til sam- takanna verði kr. 4.000. Nokkur umræða var um greiðslu gjaldsins en fáir hafa greitt fyrir árið 2012. Formaður samtakanna sagði það forsendur að halda áfram málinu með lögfræðingi að gjaldið yrði greitt. Öðruvísi væri ekki hægt að halda áfram að vinna í málefnum stofnfjáreigenda. Bankaupplýsingar: 0146-05-1110 / kt. 661110-0740. Samkvæmt skýrslu Price- WaterhouseCoopers sem RÚV vitnar í afskrifaði Spari- sjóðurinn í Keflavík ríflega sjö milljarða króna síðustu tvö árin fyrir fall hans og færði niður út- lán fyrir ríflega átján milljarða. Eigið fé sjóðsins lækkaði um fimmtíu milljarða króna síðustu fjögur árin, en kröfur í þrotabúið nema þrjátíu og sex milljörðum króna. Áætlaður kostnaður ríkis- sjóðs vegna samruna SpKef, sem reistur var á rústum sjóðsins, og Landsbankans nemur tuttugu og og sex milljörðum króna. Þetta má m.a. lesa úr f imm hundruð blaðsíðna skýrslu Pri- ceWaterhouseCoopers um starfs- hætti sparisjóðsins, sem unnin var að beiðni Fjármálaeftirlitsins. Skýrslan var send embætti sér- staks saksóknara, en henni hefur verið haldið frá stofnfjáreigendum og kröfuhöfum sjóðsins. Skýrslan fjallar um síðustu tvö ár sjóðsins, eða þar til Fjármálaeftirlitið tók hann yfir í apríl 2010. Um fimm mánuði tók að vinna skýrsluna, en henni var skilað til FME í fyrravor. Samtök stofnfjáreigenda Spkef ætla að skoða málsókn Afskrifaði sjö milljarða og færði niður lán Samtök stofnfjáreigenda í Sparisjóðnum í Keflavík, héldu aðalfund þann 30. maí sl. í sal Fjölbrautaskóla Suðurnesja. VF-mynd: Hilmar Bragi

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.