Víkurfréttir - 28.06.2012, Side 7
VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 28. júNí 2012 7
FORSETAKOSNINGAR
LAUGARDAGINN 30. JÚNÍ 2012
Kosið er í Gerðaskóla.
Sérstök athygli er vakin á því að kjósandi sem ekki hefur meðferðis persónuskilríki
getur átt von á að fá ekki að greiða atkvæði.
Kjörstaður opnar kl. 10:00 og lokar kl. 22:00.
Kjörstjórn Sveitarfélagsins Garðs
Jenný Kamilla Harðardóttir formaður
›› FRÉTTIR ‹‹
Piltar „múnuðu“
á vegfarendur
Lögreglunni á Suðurnesjum barst um nýliðna helgi til-
kynning um að hópur unglings-
pilta væri uppi á þaki skólabygg-
ingar í umdæminu og væru þeir
að „múna,“ þ.e. reka nakinn
afturendann framan í vegfarend-
ur. Þegar lögregla kom á staðinn
höfðu piltarnir, allir nema einn,
hlaupið í burtu. Sá sem eftir var
viðurkenndi að hafa verið uppi
á þakinu en kannaðist ekki við
að hafa verið að „múna“ á fólk
á förnum vegi. Lögreglumenn
gerðu honum grein fyrir því að
umrædd hegðun væri ekki í lagi
og lofaði hann bót og betrun.
Aukið umferð-
areftirlit á Suður-
nesjum
Lögreglan á Suðurnesjum verður í sumar með sérstakt
umferðareftirlit í umdæminu,
í samvinnu við Vegagerðina og
ríkislögreglustjóra. Lögð verður
áhersla á eftirlit með hraðakstri,
öðrum brotum á umferðarlögum
og sýnilega löggæslu. Þá verður
fylgst náið með fleiri atriðum
svo sem frágangi á farmi, bún-
aði eftirvagna og fleiru. Hinu
aukna eftirliti verður meðal ann-
ars haldið úti á Reykjanesbraut,
Grindavíkurvegi, Suðurstrand-
arvegi, Garðskagavegi, Sandgerð-
isvegi og Miðnesheiðarvegi.
Fyrsti hópur tæknifræðinga Keilis og Háskóla Íslands útskrifaðist laugardaginn 23. júní síðastliðinn. En þá brautskráðust 15
nemendur með BS gráðu í orku- og umhverfistæknifræði og mekatróník
hátæknifræði. Gestum gafst kostur á að kynna sér lokaverkefni
nemenda fyrir athöfnina sem fram fór í Andrews Theater. Önundur
Jónasson, formaður Tæknifræðingafélags Íslands, veitti Burkna Páls-
syni viður kenningu fyrir loka verkefni sitt „Hreinsun á felldum kísli
með rafdrætti,“ og Kristni Esmar Kristmundssyni fyrir loka verkefnið
„Maður fyrir borð“. Auk þess veitti Tæknifræðingafélag Íslands, Björg
Árna dóttur viður kenningu fyrir vinnu sína við rannsóknir á nýtingu
hrat varma við upp hitun jarðvegs.
Róbert Unnþórsson hlaut svo loks viðurkenningu frá Keili fyrir
námsárangur, en hann hlaut 9,04 í meðaleinkunn.
Fyrstu tæknifræðingarnir
útskrifaðir frá Keili