Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.06.2012, Page 14

Víkurfréttir - 28.06.2012, Page 14
FIMMTUDAGURINN 28. júNí 2012 • VÍKURFRÉTTIR14 Kl. 21.00 á laugardagskvöldi: komið að hinni árlegu ferð út í Garð þar sem ég og vinkona mín förum saman á Sólseturhátíð. „Heyrðu, bara svo það sé á hreinu þá nenni ég ekki að vera lengi. Er orðin of gömul fyrir langar vökur. Kíkjum á skemmtiatriðin og förum svo fljótlega heim. Skil ekki fólk sem getur verið að undir morgun. Ætla að nota sunnudaginn vel og þá þýðir ekkert að vera eitthvað þreyttur og slappur. Ég hef bara ekki þrek í langar vökur og allt í lagi að fá sér í litlu tána en Guð minn góður hvað ég er hætt að geta skrallað eins og hér í gamla daga. Mér finnst þetta ekki snúast um hvað maður er lengi að – frekar að skemmta sér vel á meðan maður er á staðnum og fara svo heim þegar hæst stendur. Það er alltaf gaman hjá okkur, hvort sem við stoppum stutt eða lengi og svo erum við erum jú orðnar miðaldra „skvísur“ með minna þol! En þar sem maður er orðin fullorðin manneskja þá stjórnar maður þessu auðvitað sjálfur!!“ Kl. 21.30 - 00:00 – sungið, dansað, hoppað, heilsað, hlegið á yndislegu íslensku sumarkvöldi. Íslensk dægurlög sjaldan hljómað svona vel, Valgeir Guðjóns var með allt á hreinu, Valdimar klikkaði ekki frekar en fyrri daginn og fleiri bönd héldu uppi stanslausu stuði. Aðeins farið að kólna og þá kom finnski snafsinn sér vel og svo var bara að hoppa hærra og tvista hraðar í takt við Sigurjón digra og Taktu til við að tvista! Kl. 00:00 - „Er okkur boðið í húsbílapartý. Já ok, getum alveg kíkt, hef reyndar aldrei skilið þetta húsbíladæmi. Sá einu sinni þátt um fólk sem á svona húsbíla, verð að viðurkenna að mér fannst það pínu skrýtið. Svo fara þau saman í alls konar ferðir, og leggja bílunum sínum einhvers staðar og tralla saman. Grillað á svona einnota, setið á rósóttu útilegustólunum og drukkið úr plast- vínglösum. Sungið og trallað fram eftir nóttu með kassagítar og munnhörpu. Búa sér til svona „vinargerði“ þar sem þau leggja í hring og enginn kemst inn nema fuglinn fljúgandi. Eru þau svo ekki alltaf að keppast um hver á flottasta og kraftmesta bílinn. Held að þetta sé alveg sér þjóðflokkur, svona eins og hjónin í National Lampoons Christmas Vacation sem komu og lögðu á bílaplaninu hjá Griswald-fjöl- skyldunni!! Not my thing, eitthvað!!! Kl. 05:00 – „Ertu að grínast, þetta var geðveikt, eigum við ekki bara að fá okkur svona húsbíl vinkona. Tókstu eftir plastglasinu sem ég drakk úr – fjólublátt í stíl við naglalakkið. Þetta yndislega fólk kann svo sannarlega að skemmta sér. Heldurðu að við getum fengið að fara með í svona ferðir og komist í svona „vinargerði“. Sé okkur alveg í anda túra um landið, getum farið á allar helstu sumarhátíðirnar. Við verðum flottastar á Dönskum dögum og írskum, Humarhátíð, Ástarvikunni, Þjóðhátíð, Sandgerðisdögum og endað á Ljósanótt! Við munum leggja bílnum á góðum stað og syngja og tralla fram eftir nóttu. Þurfum að redda okkur kassagítar og munnhörpu. Þurfum að fá okkur almennilegan kraftmikinn bíl svo við stöndumst samanburð! Kl. 05:15 – „Er klukkan orðin rúmlega 05:00! Hva.. Sólseturhátíðin er jú bara einu sinni á ári. Skil ekki fólk sem leyfir sér aldrei að sletta úr klaufunum – hefur alltaf áhyggjur af morgundeginum og hvað öðrum finnst. Lifa lífinu – er mitt mottó, get sofið þegar ég er gömul. Miðaldra hvað – aldur er afstæður! Það verður gott að vera í afslöppun á morgun, á það svo sannarlega skilið. Maður er alltaf að, ha, ALLTAF! Ég hlýt að mega stjórna þessu sjálf! Góða nótt vinkona!“ Þangað til næst – gangi þér vel. Anna Lóa Sól rís – sól sest!! Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? IÐNAÐARRYKSUGUR Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Akureyri Húsavík Vestmannaeyjum Ryk/blautsuga Drive ZD10- 50L 1000W, 50 lítrar 27.900,- Ryk/blautsuga Drive ZD98A- 2B 2000W, 70 lítrar 42.890,- Drive Bískúrsryksugan 1200W, 20 lítrar 6.990,- Arges HKV-100GS15 1000W, 15 lítrar 21.900,- Í sneplinum Reykjanes sem gefið var út 14. júní sl. er að finna á miðopnu tvær aðsendar greinar er fjalla um bæjarmálin í Garði og þá sér í lagi skólamálin. Annars vegar er grein eftir Kolfinnu S. Magnúsdóttur og hin eftir Braga Einarsson. Kolfinna fer mjög ítarlega yfir ástæður þess að hún yfirgaf meirihlutann, vonbrigði sín yfir þeim vinnubrögðum er hún taldi viðhöfð þar og hvernig málin eigi að vera unnin að hennar viti. Fólk eigi að sýna hvert öðru virðingu, tillitssemi og að aðgát skal höfð í nærveru sálar. Allt þetta get ég að sjálfsögðu tekið undir með henni, en verð þó að segja að þá hlýtur þetta að gilda um alla, líka nýja meirihlutann. Ekki hef ég orðið var við það undanfarin tvö ár, eða frá því N-listinn missti völd sín hér í Garði, að nýir félagar hennar í bæjarpólitíkinni hafi haft þennan samskiptamáta að leiðarljósi í samskiptum sínum við þáverandi meirihluta. Up p á k o m a n á 1 0 3 . f u n d i bæjarst jórnar, þar sem nýr meirihluti leit dagsins ljós, sýndi síðan svo ekki yrði um villst, að þetta sama fólk ber enga sérstaka virðingu fyrir lýðræðislegum leikreglum, þrátt fyrir að hafa sjálft í ótal níðgreinum vænt fráfarandi meirihluta og þáverandi bæjarstjóra um ólýðræðisleg vinnubrögð. En eitt má Kolfinna þó eiga, hún viðurkennir í grein sinni að áhyggjur þáverandi meirihluta skólanefndar hafi, samkvæmt úttekt á starfsemi Gerðaskóla, verið á rökum reistar. Það hið sama verður ekki sagt um yfirlýsingar nýrra félaga hennar, á þeim bænum eru menn sveittir við að endurskrifa söguna og ber grein Braga Einarssonar þess gleggst merki. Hann skautar mjög léttilega framhjá þeim ábendingum sem fram koma í skýrslunni um það sem betur megi fara í stjórnun og kennsluháttum í Gerðaskóla og telur einn veigamesta punktinn vera þann að bæjarstjórnin og skólanefndin hafi ekki staðið undir væntingum. Eru þetta nokkuð undarleg sjónarmið þar sem ekki er annað hægt að lesa úr grein Braga, en að hann hafi kynnt sér skýrsluna og meira að segja hvetur aðra til að gera slíkt hið sama. En af ruglingslegri grein hans getur maður ekki ímyndað sér annað en að maðurinn hafi bara látið sér nægja að lesa fyrirsögn hennar. Ekki hafði ég ætlað mér að leggjast í greinaskrif um skólamálin í Garði, nógir hafa verið til þess. En í ótal samtölum sem ég hef átt undanfarið við marga er nú mynda nýjan meirihluta og þá sér í lagi bakland þeirra, verð ég þess áskynja að þar á bæ ætla menn sér að gera sem minnst úr þeim sterklega orðuðu ábendingum og athugasemdum er fram koma í áðurnefndri úttekt um starfsemi Gerðaskóla. Kannski er það ekki skrýtið að þetta sama fólk vilji sem minnst af henni vita, enda tekur hún á mörgum sviðum til þeirra þátta sem stór hluti af nýjum meirihluta hefur haft með að gera í skólanum. Vil ég því í grein þessari árétta það sem fyrrverandi meirihluti allur í skólanefnd taldi vera að í starfsemi skólans og umrædd úttekt tók undir að mestu leyti: Einelti sem mælist 450% yfir landsmeðalta l i er með öl lu óásættanlegt, takið eftir 450% yfir landsmeðaltali. Rúm 50% af nemendum sjötta bekkjar gátu ekki lesið sér til gagns, þetta þýðir á mannamáli að þessi sömu börn hafa ekki leskunnáttu til að nýta sér námsefni sitt. Í nýlegri PISA- könnun kom fram að Gerðaskóli er í 178. sæti af 180, fram kemur í skýrslunni að stjórnendum skólans hafi ekki þótt ástæða til að rýna í þetta, enda um „útlenska“ könnun að ræða. Gerðaskóli hefur al lar götur frá 2006 dalað í samræmdum prófum og er nú lakasti skólinn á Suðurnesjum og eru Suðurnes svo lakasta umdæmið á landinu öllu. Ef þarna var ekki tilefni til að spyrna við fótum og hreinlega segja hingað og ekki lengra þá veit ég ekki hvað hefði þurft til. Þarna vorum við í meirihlutanum algjörlega sammála og ætluðum okkur ekki að bregðast samfélaginu og gera bara eins og forverar okkar, klappa hvert öðru á bakið, sem og stjórnendum, og hrósa okkur og þeim fyrir frábæran árangur. Heigulsháttur og hræðsla er orðið viðvarandi vandamál í íslenskri stjórnsýslu, skiptir þá engu máli hvort horft er til landsstjórnar eða sveitarstjórnarstigsins. Það má engan styggja, enga skoðun hafa á því sem miður fer og helst ekki vera fyrir neinum. Réttindi barna til að sækja skóla sinn í friði fyrir vandræðagemlingum er fyrir borð borinn, eiturlyf flæða inn í landið, glæpamenn vaða upp, fjárglæframenn fá bara ný kúlulán um leið og búið er að afskrifa gömlu kúlulánin þeirra og svo mætti lengi telja. Ég ætla mér ekki að bætast í þann hóp manna sem kjósa að líta undan, hef hreinlega ekki geð í mér til þess, enda getur varla verið að það sé pláss fyrir öllu fleiri í þeim hópi. Þegar horft er yfir farinn veg get ég ekki annað en verið ánægður með það sem áunnist hefur í málefnum Gerðaskóla. Þar starfar upp til hópa frábært fólk, en engum dylst það lengur að full þörf var á að hrista upp í hlutum og vekja menn til vitundar um að allir þyrftu að spyrna sér frá botni. Nú liggur þessi skýrsla fyrir, markmiðin eru skýr og leiðin ljós, héðan í frá getur hún ekki annað en legið upp á við. Reynir Þorsteinsson. MEIRA AF SKÓLA­ MÁLUM Í GARÐI Körfuknatt leiks deild Kefla­víkur hefur gert samning við Darrel K. Lewis um að leika með liðinu á komandi tímabili. Darrel Lewis er íslenskur ríkisborgari en hann er í kringum 192 cm á hæð og getur spilað bæði skotbakvörð og lítinn framherja. Flestir körfuknattleiksunnendur ættu að þekkja Darrel Lewis en hann lék þrjú tímabil með Grindavík við góðan orðstír á árunum 2002 – 2005. Síðan þá hefur Darrel Lewis leikið á Ítalíu og í Grikklandi en á síðasta tímabili lék hann með OF Irakleio í grísku 2. deildinni þar sem hann var með tæp 15 stig, 4,6 fráköst og um tvo stolna bolta að meðaltali í leik. Ljóst er að með komu Darrel Lewis mun koma aukin reynsla inn í hið unga Keflavíkurlið. Slík reynsla ætti að reynast liðinu vel og munu ungu leikmennirnir án efa geta notið góðs af þekkingu og hæfileikum Darrel Lewis. Viðtal við Lewis má sjá á heimasíðu Keflvíkinga þar sem meðal annars kemur fram að hann hlakkar til að spila undir stjórn Sigurðar Ingimundarsonar og einnig að leika við hlið Magnúsar Gunnarssonar. Einnig ætlar hann að skella sér á Nonnabita í Reykjavík og fá sér samloku. Darrel Lewis til Keflavíkur Yfirburðir hjá ÍRB

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.