Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.06.2012, Síða 16

Víkurfréttir - 28.06.2012, Síða 16
Fullkominn ég Hef stundum velt því fyrir mér, hvernig það væri að eiga hið fullkomna líf. Vera fullkominn að því leytinu að geta uppfyllt alla sína drauma og þrár. Hef það á tilfinningunni að ég sé búinn að rembast við eitthvað sem aldrei verður. Sumt er vissulega hægt að framkvæma án mikilla erfiðismuna en ann­ að hefur ekkert með þig að gera. Ytri aðstæður er viðkvæðið. Draumarnir blunda bara á meðan og „hold“ takkinn er frosinn fastur. Kemur mér ekki úr jafnvægi, þetta lagast allt saman með tíð og tíma. Missi hvorki hjartslátt eða svefn yfir því. Lífið er alltof skemmtilegt til þess að vera að velta sér upp úr einhverju sem maður fær ekki breytt. En hvernig verður fullkomnunaráráttunni fullnægt? Það er nefnilega svo auðvelt að hálffylla hamingjuglasið án mikilla erfiðismuna. Hamingjan fæst ekki keypt, alveg sama hversu mikla peninga sem maður á. Verstu árin í mínu lífi voru þegar ég átti nóga peninga, meira en ég þurfti á að halda. Réði illa við taktinn og hjartsláttartruflanir í sinni víðustu mynd gerðu vart við sig. Þeirri stund fegnastur þegar ég komst aftur niður á jörðina. Örlögin gripu í taumana og réttu stöðuna af. Ytri aðstæður? Nei, sennilega verndarenglar sem vaka yfir allt um kring og vísa manni aftur á rétta braut. Ekki í vafa um það. Guði sé lof, hallelúja! Það er samt vert að skoða möguleikana á fullkominni hamingju. Líf og heilsa trónir þar hæst. Það er ekkert sjálfsagt að vakna á hverjum morgni án verkja eða kvilla. Sjö, níu, þrettán. Hreyfingin er dýrmæt og það að geta nánast gert það sem hugurinn girnist, er guðsgjöf. Ég hef gaman af golfi, veiði, dansi, línuskaut­ um, göngu og sundi. Stunda þetta bara í alltof litlum mæli. Breytt hugarástand er allt sem þarf. Tíminn er afstæður og þú einn ræður því hvernig þú ráðstafar honum. Voðalega gott að gefa af sér líka í leiðinni. Njóta samverunnar með einhverjum utan veggja heimilisins. Foreldrum, systkinum, frændfólki, vinum eða kunningjum. Að ógleymdu samneytinu við vinnufélagana. Vinnan er gulls ígildi. Bara gleyma sér ekki í henni. Börnin er okkur allt. Framtíð þeirra og vegsemd er það sem maður lifir fyrir. Sjá þau vaxa og dafna í lífsins ólgusjó. Stofna eigin fjölskyldu, koma sér fyrir, ferlið endurnýjað með góðlátlegum ráðleggingum og umhyggju foreldranna. Ekki gleyma afa og ömmu. Þar liggur viskubrunnurinn. vf.is Fimmtudagurinn 28. júní 2012 • 26. tölublað • 33. árgangur auglýsingasími víkurfrétta er 421 0001 FIMMTUDAGSVALS VAlUr KeTIlSSon SKrIFAr VEITINGASALAN Í LEIRU ER OPIN ALLA DAGA HAFIÐ SAMBAND Í SÍMA 421 4100 EÐA NETFANGIÐ GS@GS.IS Í HÁDEGINU ALLA DAGA SÚPA DAGSINS OG FERSKUR FISKUR KAFFIVEITINGAR, HAMBORGARAR, SAMLOKUR OG FLEIRA GÓÐGÆTI. OPIÐ ALLA DAGA FRAM Á KVÖLD FYRIR FÉLAGA Í GS OG AÐRA. landsbankinn.is 410 4800Landsbankinn J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA Betri kjör á fjármögnun á nýjum bílum Skilmála og nánari upplýsingar má finna á landsbankinn.is eða hjá Bíla- og tækja fjármögnun Landsbankans í Sigtúni 42. Landsbankinn býður 8,95% óverðtryggða vexti, lægra lán tökugjald og 15.000 Aukakrónur til Aukakrónukorthafa við fjármögnun á nýjum bíl fram til 6. júlí 2012. Láns- tíminn er allt að 7 ár og lánshlutfallið allt að 75%. Suður strandar ­ vegur opnaður – kostaði 3 milljarða Suðurstrandar vegur var form lega opn aður á d ö g u n u m m e ð h e fð b u n d i n n i b o r ð a ­ klipp ingu sem innan ríkis ráð herra Ög mundur Jónass on sinnti ásamt Hreini Har alds sy ni vega mála stjóra. Athöfnin fór fram rétt austan vega mót anna við Krýsu víkurveg. Vegurinn er 57 km langur frá Grindavík í vestri að Þorlákshöfn í austri. Liggur hann um þrjú sveitar fé lög en þau eru Gr indavík , Hafnar­ fjarðarbær og Sveitarfélagið Ölfus. Fram kvæmdin hafði verið í undir búningi frá árinu 1996 og markmið hennar var að byggja upp varan lega og örugga veg tengingu mi l l i Suðurlands og Suður nesja til hags bóta og öryggis fyrir íbúa og atvinnulíf á svæðunum. Áætlaður heildar kostnaður er rétt tæpir 3 milljarðar króna upp reiknað til verð lags í dag. Google í heimsókn hjá Vísi Sendinefnd frá G o og le heims ótti Ís land á dögunum á vegum embættis forseta Íslands. Tilgangur ferðar­ innar var að kanna grundvöll að samstarfi sem tryggt getur ábyrgara eftirlit með veiðum á höfum heims og hvernig upplýsingatækni og reynsla Íslendinga getur nýst í þessum efnum. Sendinefndin átti viðræður við fyrirtæki á sviði upplýsinga­ tækni og í sjávarútvegi. Á fimmtudaginn síðastliðinn kom sendinefndin í heimsókn í höfuðstöðvar Vísis í Grindavík þar sem fyrirtækið var kynnt ásamt þeirri rafrænni skráningu og rekjanleikakerfi sem Vísir hefur notað síðastliðinn áratug.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.