Víkurfréttir - 24.04.2013, Blaðsíða 4
miðvikudagurinn 24. apríl 2013 • VÍKURFRÉTTIR4
Páll Ketilssonvf.is
Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319
Krossmóa 4, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000
Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is
Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is
Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is
Jón Júlíus Karlsson, jjk@vf.is, GSM 849 0154
Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is
Víkurfréttir ehf.
Þórgunnur Sigurjónsdóttir, sími 421 0006, thorgunnur@vf.is
Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0006
Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is
og Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is
Landsprent
9000 eintök.
Íslandspóstur
www.vf.is, m.vf.is og kylfingur.is
Útgefandi:
afgreiðsla og ritstjórn:
ritstjóri og ábm.:
fréttastjóri:
blaðamenn:
auglýsingadeild:
umbrot og hönnun:
auglýsingagerð:
afgreiðsla:
Prentvinnsla:
uPPlag:
dreifing:
dagleg stafræn Útgáfa:
RITSTJÓRNARBRÉF
Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir
kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka
smáauglýsinga fer fram á vef Víkur-frétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á
þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá
færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring.
Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á
vef Víkur-frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prent-
aðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það
birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.
Óskalisti
Enn einar aþingiskosningar eru runnar
upp. Margvíslegir óskalistar. Hvað
viljum við Suðurnesjamenn sjá gerast á
næstunni? Í heimsóknum margra full-
trúa flestra framboða sem komið hafa á
skrifstofu Víkurfrétta segja þeir flestir að
trygg atvinna sé efst á lista hjá fólki. Þar
á eftir koma heilbrigðismál og menntun.
Undir þetta geta flestir tekið undir að
ógleymdum skuldamálum heimilana
sem eru víða í hnút í kjölfar bankahruns
fyrir tæpum fimm árum síðan. Flokkarnir ætla allir að
leysa það mál en með mismunandi áherslum og aðferðum.
Um það má deila hvernig núverandi ríkisstjórn hafi tekist.
Miðað við skoðanakannanir fær hún falleinkunn. Miðað
við umræðuna í pólitíkinni að undanförnu er ekki ólíklegt
að Framsókn og Sjálfstæðisflokkur taki við stjórnartaum-
unum. Hvort sem það verður þeirra hlutverk eða annarra
er ljóst að það eru mörg verkefni sem bíða úrlausnar.
Til gamans fylgir hér forystugrein úr pólitísku blaði
fyrir alþingiskosningar fyrir um hálfri öld. Þó ein-
hverjir geti giskað á hvaða pólitíski flokkur hafi
skrifað svona er ljóst að mjög mörg atriði þarna voru
margir og eru enn í dag eflaust sammála um.
- Við óskum tryggrar
atvinnu handa öllu
sem vinnufærir eru,
lífvænlegs kaups og
fullkomnis öryggis
við alla vinnu á
sjó og landi.
- Við óskum
fullkominna trygginga fyrir sjúka menn, örkumla
eð aaldraða og fulls lífeyris handa ekkjum, ein-
stæðum mæðrum og munaðarlausum börnum.
- Við óskum góðra og ódýrra íbúða handa alþýðu manna.
- Við óskum jöfnunar teknanna, afnám okurs og arðráns.
- Við óskum lækkaðra skatta, tolla og flutnings-
gjalda, heiðarlegrar starfrækslku á vegum ríkis-
ins og skynsamlegrar meðferðar á tekjum þess.
- Við óskum aukins iðnaðar og meira og ódýrara rafmagns.
- Við óskum viðurkenningar á einkarétti Ís-
lendinga á landgrunninu kringum Ísland.
- Við óskum verndunar íslensks þjóðernis og
viljum losna sem fyrst við erlendan her úr land-
inu og erlendar hernaðarframkvæmdir.
- Við óskum sterkra og stéttvísra verkalýðssamstaka og stjórnar,
sem starfar með hag allra íslenskra vinnustétta fyrir augum.
- Þess vegna kjósum við
NemeNdur Fs til FyrirmyNdar
Oft hefur verið rætt um mikla drykkju unglinga hér á
landi og vandamál því samfara.
Til að kanna raunverulegt ástand
þessara mála meðal framhalds-
skólanemenda var gerð könnun í
öllum framhaldsskólum landsins
á vegum Rannsóknar og grein-
ingar í febrúar, en sambærilegar
kannanir hafa verið gerðar meðal
grunnskólanemenda í nokkur ár.
Kannanirnar sýna að verulegur
árangur hefur náðst með sam-
vinnu sveitarfélaga, foreldra og
skóla og hefur dregið til muna úr
reykingum, drykkju og notkun
ólöglegra vímuefna meðal grunn-
og framhaldsskólanemenda á Ís-
landi.
Það er ánægjulegt fyrir okkur í
FS að geta vitnað í þessa könnun
og bent á að ástandið hér er betra
miðað við flesta aðra skóla á land-
inu. Það hefur dregið jafnt og þétt
úr reykingum og neyslu áfengis
og ólöglegra vímuefna. Það sem
helst sker sig úr í okkar skóla er að
notkun á munntóbaki er meiri hér
en annars staðar á landinu. Einnig
vekur athygli það viðhorf nemenda
að þau telja að foreldrar sínir líti
það ekki eins alvarlegum augum
að þau séu farin að smakka áfengi
í framhaldsskóla eins og í grunn-
skóla.
Þó að ástandið sé gott í okkar
skóla þá má alltaf gera betur og við
þurfum að taka höndum saman
með forráðamönnum um að gera
enn betur í þessum málum. Nánar
má fræðast um þessa skýrslu frá
Rannsókn og greiningu á heima-
síðu skólans www.fss.is
Innritun eldri nemenda
Eitthvað hefur dregið úr atvinnu-
leysi hér á svæðinu undanfarið sem
betur fer. Engu að síður eru allt of
margir atvinnulausir á aldrinum 18
– 24 ára. Margir í þessum hópi hafa
ekki lokið öðru en grunnskólaprófi
og geta því ekki valið úr störfum
sem krefjast framhaldsmenntunar.
Í maí verður opið fyrir innritun
þeirra eldri nema sem ekki voru í
skóla á þessari önn á www.mennta-
gatt.is. Þetta er kjörið tækifæri
fyrir þá sem langar að bæta við sig
menntun eða ljúka námi sem þeir
hófu fyrir einhverjum árum, til að
drífa sig í skóla.
Í FS er fjölbreytt nám við hæfi
flestra. Fyrir þá sem vilja vera
stutt í skóla er í boði starfsnám
sem tekur eitt til tvö ár, inni í því
er starfsþjálfun eða starfskynning
á vinnustað. Stuttar starfsnáms-
brautir eru t.d. ferðaþjónustubraut,
tölvuþjónustubraut, heilbrigðis-
og félagsþjónustubraut og versl-
unar- og þjónustubraut. Einnig
er hægt að velja grunndeildir
verknámsbrauta eða lengri verk-
námsbrautir eins og húsasmíði,
rafvirkjun, málmsmíði, vélstjórn
eða hárgreiðslu.
Einhverjir kunna að halda að nú
sé ekki hægt að læra verknám því
það sé svo lítið að gera. En þetta er
einmitt rétti tíminn til að afla sér
iðnréttinda til að vera tilbúinn með
full réttindi þegar hjól atvinnulífs-
ins fara af stað fyrir alvöru. Þeir
sem lokið hafa starfs- eða verknámi
geta bætt við sig viðbótarprófi til
stúdentsprófs ef þeir vilja halda
áfram í frekara nám. Sé stefnt á há-
skólanám er hægt að innrita sig
beint á einhverja af þeim stúdents-
brautum sem í boði eru.
Fyrir þá sem eru óákveðnir er gott
að hitta námsráðgjafa í FS. Þeir sem
vilja byrja rólega og þreifa fyrir sér
geta valið svokallaðar smiðjur á
meðan þeir eru að finna sig aftur í
náminu. Fjölbreytnin er mikil.
Þetta er tækifæri sem allir ættu
að íhuga vandlega. Það er ljóst að
sífellt er verið að gera meiri kröfur
um menntun á hinum almenna
vinnumarkaði og þá standa þeir
betur að vígi sem eru með eitthvað
nám að baki. Því miður er ekki víst
að hægt sé að lofa öllum skólavist
sem sækja um en vonandi sem
flestum, því enginn veit hvort og þá
hvenær svona tækifæri býðst aftur.
Helgina 4.-5. maí næstkomandi verða haldnar þjálfarabúðir fyrir einkaþjálfara og aðra
áhugasama um þjálfun og hreysti með tveimur
bandarískum gestafyrirlesurum, þeim dr. Mike
Martino og Robert Linkul.
Sem prófessor í íþrótta- og hreyfifræði hjá Georgia
College, hefur Mike skapað sér nafn sem einn af
fremstu fræðimönnum í faginu. Hann er margreyndur
fyrirlesari og leiðbeinandi á ráðstefnum fyrir þjálfara
á stærri sem minni viðburðum innan Bandaríkjanna.
Mike er einn af þeim helstu sem leitað er til í kennslu
á „battling ropes system“ sem hefur verið að ryðja sér
til rúms undanfarin ár. Hann lærði beint af höfundi
þjálfunaraðferðarinnar, John Brookfield, og hefur
Mike rannsakað notagildi og árangur af þjálfunarað-
ferðinni sem felur í sér að hrista kaðla á sverleika við
landfestar stórra togara.
Slík þjálfunaraðferð ætti að höfða vel til fiskimanna-
þjóðar eins og Íslendinga. Einnig mun félagi Mikes,
Robert Linkul, sem var valinn einkaþjálfari ársins 2012
hjá NSCA, kenna þjálfunaraðferð sem Íslendingum er
afar hjartfólgin. Hann mun kynna hvernig hægt er að
nota aflraunaæfingar fyrir almenna líkamsræktariðk-
endur. Robert er mikill aðdáandi aflraunaíþróttarinnar
og í samtali við hann, sagðist hann vera mjög spenntur
fyrir heimsókninni til upprunalands aflraunanna, eins
og hann orðaði það.
Robert hefur meistaragráðu í íþróttafræði með áherslu
á einkaþjálfun og er einnig handhafi tveggja skírteina
frá NSCA, CSCS og CPT. Hann skrifaði bókina “Con-
fessions of a Certified Personal Trainer” árið 2011
og er ötull greinahöfundur um einkaþjálfun í ýmiss
fagtímarit og vefsíður.
Þjálfarabúðirnar eru opnar öllum sem vilja læra um
sértækar þjálfunaraðferðir en einkaþjálfarar og annað
fagfólk er sérstaklega hvatt til að mæta.
Allar upplýsingar um þjálfarabúðirnar eru á heimasíðu
íþróttaakademíunnar www.iak.is
landfestar sem líkamsræktartæki Haraldur axel ráðinn
aðstoðarskólastjóri
Haraldur Axel Einarsson hefur verið ráðinn aðstoðarskólastjóri Heiðar-
skóla og mun hann taka við því starfi innan
skamms. Haraldur hefur starfað sem stærð-
fræðikennari í skólanum frá árinu 2005
og sinnt deildarstjórnun þetta skólaárið.
Haraldur var meðal fimm umsækjenda
sem sóttust eftir starfinu.
Eins og greint var nýlega frá urðu skólastjóraskipti þegar Gunnar Þór
Jónsson lét af störfum. Sóley Halla Þórhallsdóttir sem gegnt hefur starfi
aðstoðarskólastjóra frá 2003 tók þá við starfi skólastjóra. Það er því nýtt
stjórnunarteymi í Heiðarskóla.