Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.04.2013, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 24.04.2013, Blaðsíða 18
miðvikudagurinn 24. apríl 2013 • VÍKURFRÉTTIR18 Alþingiskosningar fara fram laugardaginn 27. apríl nk. Kosið er í Grunnskólanum í Sandgerði. Kjörfundur hefst kl. 9.00 og lýkur kl. 22.00. Kjósendur eru minntir á að hafa meðferðis persónuskilríki og hvattir til að koma snemma á kjörstað til að forðast biðraðir. Á kjördag mun kjörstjórn hafa aðsetur í Grunnskólanum í Sandgerði og í síma 899-6317 Kjörstjórn Sandgerðisbæjar ALÞINGISKOSNINGAR Laugardaginn 27. apríl 2013. ATVINNA Óskum eftir að ráða starfsfólk í starfstöð okkar við Leifsstöð. Um er að ræða afgreiðslu á bílaleigubílum, starð felst að stærstum hluta í að þjónusta erlenda ferðamenn. Viðkomandi skal vera a.m.k. 23 ára, hörkuduglegur með ríka þjónustulund, eiga gott með mannleg samskipti, stundvís, samviskusamur og reglusamur. Viljum ráða í framtíðar- og sumarstörf. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Umsóknir sendist á atak@atak.is fyrir 1. maí Stór-tónleikar í Andrews leikhúsi á Ásbrú í Reykjanesbæ, laugardaginn 27. apríl kl.19.30 Aðgöngumiðar seldir á midi.is Miðaverð aðeins kr. 2000 Skólastjóri LÚÐRASVEIT TÓNLISTARSKÓLA REYKJANESBÆJAR OG HLJÓMSVEITIN VALDIMAR Heimaræktað grænmeti og kryddjurtir Nú er vorið á næsta leiti og einmitt um þetta leyti byrja ég að sá fræjum fyrir grænmeti og kryddjurtum sem ég rækta ásamt tengda- foreldrum mínum í grænmetisgarðinum okkar hvert sumar. Mig langar að gefa ykkur nokkur gagnleg ráð til að einfalda rækt- unina fyrir ykkur til að koma ykkur af stað. Að rækta sitt eigið græn- meti er svo gefandi og skemmtilegt fyrir utan hvað það bragðast miklu betur, er nær- ingaríkara, fínasta úti- vera og auðvitað gott fyrir heilsuna! Garðyrkja er í raun andleg þerapía en maður nær að hreinsa hugann og komast í meiri tengingu við náttúruna með því að gramsa í moldinni og hlúa að plönt- unum. Þetta er eitthvað sem allir geta gert eins lengi og þið eruð með gluggakistu sem snýr í suður, nokkra litla potta, mold, fræ og vatn. Þegar ég rækta kryddjurtir þá er ég yfirleitt með þær í glugganum í eldhús- inu til að hafa þær tiltækar í matreiðsluna og þær sem verða yfirleitt fyrir valinu og sem ég nota mest af eru basilíka, steinselja, kóríander og mynta. Grænmetið rækta ég hins vegar í stórum grænmetisgarði og þær tegundir sem ég rækta eru kartöflur, gul- rætur, radísur, hnúðkál, rauðkál, brokkolí, rauðrófur, klettasalat, spínat, lollo rosso salat, romaine salat, mizuna salat, grænkál og fleiri tegundir af litríku salati. Ég byrja á að forrækta fræin í gróðurhúsi en það er vel hægt að gera það heima hjá sér líka. Hér koma nokkur góð ráð sem vonandi gagnast ykkur þegar þið ætlið að fara að sá fræjum og byrja ræktunina. Passa að nota ekki of gömul fræ. Þvo bakka og potta fyrir notkun. Sáningartíminn er í kringum mars-apríl. Nota litla ca 12 cm djúpa bakka með götum í botni og fylla af mold. Strá 3-5 stk af fræjum ofan á mold- ina og setja glært plast yfir til að viðhalda raka. Gott að opna öðru hvoru til að láta lofta um. Plast tekið af þegar byrjar að spíra. Hafa plöntur sem byrjaðar eru að spíra á mjög björtum og hlýjum stað (hitastig ca 18-22°C). Nota úðabrúsa til að vökva og reyna halda góðum raka í moldinni. Þegar 3-4 laufblöð hafa myndast er gott að fara gefa fljótandi áburð eins og Maxicrop, hafa vel útþynntan til að byrja með. Fara varlega með plönturnar þegar maður umpottar þeim yfir í stærri potta. Plönturnar settur út í garð eða potta þegar orðnar hæfilega stórar og harðgerðar og þá yfirleitt breiddur akríldúkur yfir eða plast til að mynda hita og sem vörn gegn kálflugunni. Sjálf setjum við plönturnar okkur út í garð í byrjun júní. Það er líka hægt að kaupa forræktaðar plöntur á gróðrastöðum sem hægt er að setja beint út í stóra potta og hafa úti á palli, garðinum eða á svölum. Gangi ykkur vel! Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir. www.facebook.com/grasalaeknir.is www.pinterest.com/grasalaeknir Ásdís grasalæknir skrifar heIlsUhoRnIð Sumarferð 2013 Sumarferð Félags eldri borgara á Suðurnesjum 2013 Ævintýraferð á Snæfellsnes verður farin 28. - 30. maí 2013 kl. 08:30 frá SBK, stoppað á Nesvöllum, Grindavíkur og Voga hringtorgum. Farið um Snæfellsnes, Arnastapa, Hellna, fyrir Jökul, Hellisand, Rif, Ólafsvík, Grundarfjörð, Bjarnarhöfn, Stykkishólm, söfn og sigling. Innifalið: Rútan, gisting 2 nætur, morgun- hádegis- og kvöldverðir, kaffi og söfn. Gist í Grundarfirði á Hótel Framnesi. Gisting í 2 manna herbergi kr. 35.000.- á mann og 39.000.- með siglingu Gisting f/einn í herbergi kr. 38.500.- og 42.500.- með siglingu Gisting í 3 manna herbergi kr. 32.500.- og 36.500.- með siglingu Skráning hjá SBK í síma 420 6000. Ferðin greidd við skráningu fyrir 15. maí nk. ATH! Siglingu þarf að panta sérstaklega, Ferðanefnd FEB Félagar í Keflavík, Íþrótta- og ungmennafélagi ætla að taka til í nærumhverfi sínu á kosninga- daginn, nk. laugardag og halda þá sérstakan umhverfisdag. Umhverfisdagur Keflvík- inga á kosningadaginn „Það er okkar markmið að vel sé gengið um keppnissvæði og nærumhverfi félagsins, þau séu snyrtileg og okkur til sóma. Viljum við því sýna gott fordæmi með því að efna til umhverfisdags innan félagsins þar sem stjórnarmönnum og öðrum félagsmönnum gefst kostur á að koma og leggja sitt af mörkum. Viljum einnig beina þeim tilmælum til okkar stuðn- ingsmanna og annarra sem koma og styðja við bakið á iðkendum um að ganga ætíð vel um íþrótta- svæðin „Hreint land fagurt land“, sagði Einar Haraldsson, formaður Keflavíkur. Deildar félagsins skipta á milli sín svæðum og taka til í kringum sitt „starfssvæði“, húsakynni eða íþróttasvæði. Dagskráin stendur á milli kl. 10 og 12 og er endað með grillveislu kl. 12 þar sem boðið verður upp á hamborgara að hætti formannsins.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.