Víkurfréttir - 24.04.2013, Blaðsíða 28
miðvikudagurinn 24. apríl 2013 • VÍKURFRÉTTIR28
Draumurinn
að hanna og
sauma eigin
fatalínu
GaRðmæR Í FaTaIðn
Garðmærin Ásta Guðný RaGnaRsdóttiR hefur
verið að gera það gott í tækniskólanum í Reykja-
vík þar sem hún stundar nám í kjólasaum. Hún er á
Fataiðnbraut á sinni sjöttu önn en hún var áður á
listnámsbraut í Fjölbrautaskóla suðurnesja en áhug-
inn á saumaskapnum vaknaði þar. „Ég fór í nokkra
saumaáfanga hjá Katrínu sigurðardóttur og endur-
vakti það áhuga minn á að sauma. Ég fann það að ég
vildi læra meira og Katrín sagði okkur að ef við vildum
læra meira þá væri tækniskólinn rétti skólinn til þess,“
segir Ásta Guðný. Hún hefur tekið þátt í nokkrum
sýningum nemenda og hefur hönnun hennar verið
vel tekið. Hún hefur sýnt hönnun sína á sýningunni
unglist haustið 2012 og einnig kom hún að sýningunni
Fashion with flavor.
Námið er nokkuð fjölbreytt og m.a.
þess sem fengist er við í náminu
eru: Korselett, pils, kjólar, buxur á
bæði kynin, herravesti og jakkaföt.
Ásta segir mikla hugmyndavinnu
liggja að baki hverri flík og að það
sé krefjandi og skemmtilegt. Sam-
tals er námið átta annir en þar af
er ein önn í starfsnámi. Eftir fyrstu
fjórar annirnar útskrifast nemendur
sem fatatæknar en að loknum sex
önnum þarf að ákveða hvort nem-
endur fari í kjólasaum eða klæð-
skurð. Í náminu eru m.a. kennd
sníðagerð í tölvu, stærðabreytingar
á sniðum, tískuteikningar og margt
fleira.
Nú er Ásta að læra um kúnnasaum.
„Við fáum manneskju til okkar í
máltöku, hún kemur með hugmynd
að flík og síðan fer hugmyndavinna
okkar af stað. Við búum til sniðið
og útfærslur til að reyna að fá fram
það útlit sem kúnninn kýs. Síðan
saumum við prufuflík og mátum
á kúnnann og svo sjáum við hvort
það þarf að lagfæra eitthvað,“ segir
Ásta um vinnuferlið.
Erfitt að vera ung tveggja
barna móðir í krefjandi námi
Ásta sem er 24 ára tveggja barna
móðir segir miklvægt að fá stuðn-
ing að heiman enda sé námið
fremur strembið. „Ég á frábæran
mann sem hvatti mig til þess að fara
af stað í þetta nám,“ segir Ásta sem
viðurkennir að námið taki mikinn
Ásta Guðný
Hér sýnir Ásta eina
af flíkum sínum
Aðstaðan í skólanum er til fyrirmyndar að sögn Ástu
Ásta ásamt
Fannari Loga og
Árna Ragnari
sonum sínum