Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.04.2013, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 24.04.2013, Blaðsíða 20
miðvikudagurinn 24. apríl 2013 • VÍKURFRÉTTIR20 KJÖRFUNDUR Í GRINDAVÍK VEGNA ALÞINGISKOSNINGA 2013 Alþingiskosningar fara fram laugardaginn 27. apríl 2013. Kjörskrá liggur frammi til sýnis á bæjarskrifstofum Grindavíkurbæjar, Víkurbraut 62 2. hæð, fram að kjördegi. Kjósendur eru hvattir til þess að kynna sér hvort þeir séu á kjörskrá. Athugasemdum við kjörskrá skal beint til bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar. Kosið er í Grunnskóla Grindavíkur, Ásabraut 2. Kjörstaður opnar kl. 09:00 og lokar kl. 22:00. Sérstök athygli er vakin á því að kjósandi sem ekki hefur meðferðis persónuskilríki getur átt von á að fá ekki að greiða atkvæði. Kjörstjórn Grindavíkurbæjar FYRIR FÓLKIÐ Í LANDINU ARNDÍS SOFFÍA SIGURÐARDÓTTIR 1. SÆTI SUÐURKJÖRDÆMI HEIÐARLEG STJÓRNMÁL Kosningaskrifstofa Vinstri grænna á Suðurnesjum er í Nýja Bakaríinu Hafnargötu 31. Opið virka daga frá klukkan 10-21. Kjördagur 27. apríl 2013 Kosningakaffi frá klukkan 10-22. Beðið eftir fyrstu tölum úr kjördæminu og rætt um pólitíkina fram eftir nóttu. Þeir sem óska eftir að fá akstur á kjörstað hafi samband við Agnar - 846 1220, eða Þormóð - 822 5465. Bestu þakkir fyrir spjallið og stuðninginn undanfarnar vikur. Nú er þitt tækifæri komið! • Besta tækifærið til að rétta hlut heimila á Suðurnesjum í skuldamálum, heilbrigðismálum og atvinnumálum er að kröftugur heimamaður, Ragnheiður Elín, verði ráðherra í næstu ríkisstjórn. • Til að gulltryggja það þarf XD að verða með 1. þingmann kjördæmisins. Það gerist aðeins ef XD fær flest atkvæði í Suðurkjördæmi. • Við biðjum þig að standa með okkur í baráttunni og merkja X við D á laugardaginn. Árni, Gunnar, Böðvar, Magnea, Björk, Einar og Baldur, Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ Ölvaðar konur á reiðhjólum Lögreglunni á Suðurnesjum barst í vikunni sem leið til- kynning þess efnis að tvær kon- ur virtust vera ölvaðar á ferð- inni á reiðhjólum sínum í um- dæminu. Ættu þær erfitt með að hjóla og sýndust annað slagið vera að detta. Þegar lögreglumenn fundu konurnar reyndust þær vera af erlendu bergi brotnar og því ekki alveg með á nótunum um hvað væri leyfilegt í umferðinni hér á landi og hvað ekki. Höfðu þær, þegar þarna var komið sögu, verið búnar að gefast upp á jafnvægiskúnstum sínum og leiddu reiðhjólin. Því þótti ekki ástæða til að hafa frekari afskipti af þeim.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.