Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.04.2013, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 24.04.2013, Blaðsíða 10
miðvikudagurinn 24. apríl 2013 • VÍKURFRÉTTIR10 HÁTÍÐARDAGSKRÁ Í STAPA Kl. 13:45 Húsið opnar Guðmundur Hermannsson leikur ljúfa tónlist Kl. 14:00 Setning Ragnar Örn Pétursson formaður Starfsmannafélags Suðurnesja Sönghópurinn Vox Felix Ræða dagsins Halldór Grönvold aðstoðarframkvæmdarstjóri ASÍ Eldey kór eldri borgara Kynnir Guðbrandur Einarsson, formaður VS Kaffiveitingar í boði stéttarfélaganna Kl. 13:30 Börnum boðið á bíósýningu í Sambíói Keflavík Merkjasala: 1. maí merki verða afhent duglegum sölubörnum þriðjudaginn 30. apríl á skrifstofu stéttarfélaganna Krossmóa 4, 4. hæð frá kl. 12.00 - 15.00 Andvirði merkjasölu rennur til sölubarna Félagar - fjölmennið á 1. maí hátíðarhöldin HÁTÍÐARDAGSKRÁ Í STAPA Laugardaginn 27. apríl kl. 14:00 verður boðið upp á leið- sögn í Listasafni Reykjanesbæjar í Duushúsum þar sem stendur yfir sýning á verkum myndhöggvar- ans Hallsteins Sigurðssonar sem ber yfirskriftina Byggingarfræði og þyngdarafl. Þar mun Hall- steinn sjálfur ásamt Aðalsteini Ingólfssyni sýningarstjóra og list- fræðingi taka á móti gestum og leiða um sýninguna. Hallsteinn hóf sýningarhald um miðjan sjöunda áratuginn og á nú að baki hartnær fimmtíu ára feril. Hann nam höggmyndalist í Reykjavík og Bretlandi, fór svo námsferðir til Ítalíu, Grikklands og Bandaríkjanna. Hallsteinn er einn helsti fulltrúi hins opna og rýmissækna málmskúlptúrs hér á landi, en sá skúlptúr á sér rætur í verkum myndlistarmanna á þriðja og fjórða áratug aldarinnar. Hann hefur haldið á annan tug einka- sýninga og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum víða um lönd. Verk eftir Hallstein er að finna í öllum helstu söfnum á landinu, en auk þess á almannafæri í Borgar- firði, að Vífilsstöðum, í Grímsnesi, í Borgarnesi, á Húsavík, Ísafirði, Sel- tjarnarnesi, Keldnaholti, Búðardal og víða í landi Reykjavíkur; til að mynda er úrval mynda eftir hann nú að finna í Gufunesi. Spurður um útskýringu á verkum sínum tekur Hallsteinn sér í munn orð Ásmundar frænda síns þar sem hann segir: „Myndhöggvarar hugsa fyrir horn, málarinn hugsar á fleti.“ Og bætir við frá eigin brjósti: „Þetta er afskaplega einföld og góð útskýr- ing á því hvernig myndhöggvarar hugsa.“ Þetta er fyrsta einkasýning Hall- steins í Listasafni Reykjanesbæjar. Á sýningunni gefur að líta rúmlega þrjátíu verk, þ. á m. mörg „svif “ eða „hreyfildi“ sem ekki hafa áður sést á einum stað. Sýningunni fylgir vönduð sýningarskrá með fjölda ljósmynda og inngang eftir Aðal- stein Ingólfsson. Sýningunni lýkur 1. maí. Hún er opin virka daga frá kl. 12.00-17.00 og um helgar frá kl. 13.00-17.00 og aðgangur er ókeypis. Nánar á reykjanesbaer.is/listasafn. Þrjár stelpur úr Heiðarskóla í Keflavík standa fyrir styrktar- tónleikum fyrir BUGL (Barna- og unglingageðdeild Landspítala) 30. apríl nk. í Stapanum í Reykja- nesbæ fyrir 14-16 ára (8.-10. bekk). Miðaverðið er 1000 kr. og miði í happadrætti fylgir en við hurð er það 1500 kr. og miði í happadrætti fylgir einnig. Happadrættið virkar þannig að við erum með pott þar sem 1 miði með nafninu þínu kostar 100 kr. og það er hægt að setja eins marga hundraðkalla og maður vill til að auka líkur á því að vinna einhvern af æðislegu vinn- ingunum okkar. Allur ágóði rennur inn á reikning sem við höfum opnað og þaðan á BUGL. Þeir sem koma fram eru: Kristmundur Axel og félagar, Nilli, Haffi Haff, DJ Baldur Ólafsson, Friðrik Dór, Hnísan og fleiri. Vonumst til að sjá sem flesta! Thelma Rún Matthiasdóttir, Azra Crnac og Guðbjörg Ósk Ellerts- dóttir, nemendur í Heiðarskóla. Byggingarfræði og þyngdarafl – þrívíddarverk Hallsteins Sigurðssonar Leiðsögn og síðasta sýningarhelgi Unglingatónleikar í Stapa -til styrktar barna- og unglingageðdeild Landspítala MENNING OG MANNLÍF Atvinnutækifærin eru mörg*... • ...en uppbygging iðnaðar í Helguvík skapar strax á annað þúsund vel launuð störf. • Slík uppbygging mun að auki kalla eftir fjölda lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem eykur fjölbreytni starfa og þjónustu á Suðurnesjum. • Sjálfstæðisflokkurinn er eina framboðið á landinu sem stendur algerlega einhuga um það sem þarf til að þetta verði STRAX að veruleika • Stöndum saman um betur launuð störf fyrir heimilin! Stöndum saman um XD fyrir Suðurnes! Árni, Gunnar, Böðvar, Magnea, Björk, Einar og Baldur, Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ *ferðaþjónusta, nýsköpun, hugbúnaður, heilbrigðisþjónusta, fiskvinnsla, listsköpun, menntun, fluggreinar...

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.