Víkurfréttir - 24.04.2013, Síða 14
miðvikudagurinn 24. apríl 2013 • VÍKURFRÉTTIR14
Nú er sumardagurinn fyrsti framundan,
sólin hækkar á lofti með tilheyrandi útivist
og vorverkum. Við sem erum með garða
þurfum að taka til hendinni og byrjum
yfirleitt á því að hreinsa til eftir vetur-
inn. Við tökum fallin lauf og greinar og
annað sem hefur fokið til. Klippum trén,
hreinsum burt illgresið, undirbúum jarð-
veginn, sáum nýjum fræjum og vökvum.
En við þurfum að rækta fleira en
garðinn okkar, við þurfum líka að
rækta þau sambönd sem eru til
staðar í lífi okkar. Þegar við erum
í samskiptum við aðra þurfum við
að undirbúa jarðveginn, hreinsa
burt illgresið og búa til áburð
byggðan á reynslu og samskiptum
úr fortíðinni. Þegar við erum í
samskiptum við aðra og lendum í
erfiðleikum erum við oft að sækja
í gamalt illgresi sem við höfum
ekki hreinsað í fortíðinni. Við
búum þannig við ógn fortíðar og
þurfum því oftar en ekki að vinna
í okkur sjálfum til að takast á við
erfiðleika nútíðar. Ef við dettum í þá gryfju
að spegla bara hinn aðilann og hverju
hann getur breytt og gleymum að skoða
hvað við erum að koma með inn í sam-
bandið, erum við ekki á góðum stað. Þegar
við finnum fyrir óöryggi í samskiptum er
gott að spyrja sig „hvað er í gangi hjá mér
núna“ áður en við bendum á aðra.
Þegar við opnum hjarta okkar opnum við
líka fyrir gamlar tilfinningar og ótti okkar
og efasemdir koma upp á yfirborðið.
Þannig getur hræðsla við höfnun tengst
sárum tilfinningum úr fortíð þrátt fyrir að
forsendur séu aðrar. Við þurfum að muna
að tjá okkur því ást snýst ekki síst um að
treysta hinum aðilanum fyrir tilfinningum
okkar, hvort sem þær eru jákvæðar eða
erfiðar. Þegar erfiðar tilfinningar koma
upp hjá karlmönnum loka þeir oft fyrir
tjáningu og þegar þær koma upp hjá
konum þá hrynur oft öryggi þeirra. Með
því að deila erfiðum tilfinningum með
hvort öðru erum við í leiðinni að dýpka
sambandið og auka líkur á að við lærum
betur inn á tilfinningar hvors annars. Heil-
brigð samskipti ganga út á tjáningu og
hlustun, að sýna staðfestu og veita stuðn-
ing. Þau ganga líka út á að miðla og læra,
virðingu, traust og ábyrgð. Í heildina litið
eru sambönd góð leið til að læra af hvort
öðru og með því að virða hvort annað
á þeim stað sem við erum hverju sinni,
erum við á góðri leið. Við getum verið
saman þrátt fyrir að vera ekki eins. Góð
samskipti ganga út á gagnkvæma hvatn-
ingu til að vaxa sem manneskja en að vilja
að hinn aðilinn vaxi er óeigingjarnt og
ekki alltaf auðvelt.
Ég get ræktað jarðveginn og plægt jörðina
og meira að segja sáð fræjum og vökvað en
svo verð ég að líka að læra að vera þolin-
móð. Það er stöðug vinna að viðhalda
góðum samskiptum og eilífðar verkefni í
skóla lífsins.
Þegar við verðum fyrir áföllum og erfið-
leikum í lífinu reynir á og fyrir þessi skrif
skoðaði ég áföllin í lífi mínu og hvað ég
hef tekið með mér út í lífið þegar kemur
að þeim. Ef ég ætti að lýsa því í einni
setningu þá finnst mér áföllin hafa eflt
þrautseigju mína þegar kemur að erfiðum
tilfinningum. Ég hef alltaf brugðist hratt
við tilfinningum mínum og gert eitthvað
til að laga/deyfa ástandið. En að upplifa
svo að standa uppi vanmáttugur og geta
ekkert gert nema verið í tilfinningunni
sem í mínu tilviki var sorgin, reyndist mér
ótrúlega erfitt en lærdómsríkt og hefur
skilað sér á jákvæðan hátt inn í líf mitt
þrátt fyrir að ég hefði að sjálfsögðu kosið
að vera án áfallanna. Tilfinningar okkar
eru mikilvægur leiðarvísir en eiga ekki að
taka stjórnina. Stundum þurfum við bara
að vera án þess að gera. Þannig að þrátt
fyrir að fara í gegnum hæðir og lægðir í líf-
inu þá stöndum við oft uppi sterkari ef við
erum tilbúin að draga lærdóm af þessum
verkefnum.
Allt á sinn tíma - leyfðu lífinu að koma
til þín en í stað þess að bíða aðgerðalaus
eftir að lífið færi þér eitthvað, þá getur þú
byrjað á því að rækta garðinn þinn og þú
mátt vera viss um að þú munt uppskera
eftir því.
Þangað til næst - gangi þér
vel og gleðilegt sumar!
Anna Lóa
Fylgstu með mér - http://www.
facebook.com/Hamingjuhornid
Að rækta garðinn sinn!
ANNA LÓA
ÓLAFSDÓTTIR
SKRIFAR
HamIngjUHoRnIð
Anna Lóa
En við þurfum
að rækta fleira en
garðinn okkar, við
þurfum líka að rækta
þau sambönd sem eru
til staðar í lífi okkar. Íbúðin lögð
undir kanna-
bisræktun
Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði kannabisræktun
í íbúðarhúsnæði í umdæminu
nýverið. Farið var í húsleit á
staðnum að fengnum dómsúr-
skurði Héraðsdóms Reykjaness.
Þegar inn var komið lagði sterkan
kannabisfnyk á móti lögreglu-
mönnum, enda hafði íbúðin bók-
staflega verið lögð undir ræktunina.
Í henni lágu loftunarbarkar þvers
og kruss, auk þess sem þrjú rækt-
unartjöld þöktu gólfin, tvö stór
og eitt minna. Í þeim voru tugir
kannabisplantna. Þá fundust tveir
plastpokar með þurrkuðu kanna-
bisefni.
Húsráðandi, karlmaður á þrítugs-
aldri, var ekki heima þegar húsleitin
fór fram en haft var símasamband
við hann og honum kynnt málið.
Lögregla haldlagði plönturnar og
búnaðinn, sem var æði umfangs-
mikill.