Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.04.2013, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 24.04.2013, Blaðsíða 16
miðvikudagurinn 24. apríl 2013 • VÍKURFRÉTTIR16 Njarðvíkingurinn Eygló Gísladóttir stundar nám við ljós-myndaskóla Sissu en þaðan mun hún útskrifast í janúar næstkomandi. Eygló sem hefur verið með myndavélina á lofti undanfarin ár vann áhugavert skólaverkefni á dögunum þar sem hún átti að segja sögu með myndum. Hún var þegar byrjuð að vinna ákveðið verkefni þegar Ólafur Ólafsson körfu- knattleiksmaður í Grindavík varð fyrir því óláni að meiðast illa í undanúrslitum Íslandsmótsins síðstliðið vor. Eygló var fljót að kasta hinu verkefninu til hliðar en fjölskylda Ólafs gaf góðfúslegt leyfi fyrir því að Eygló fengi að fylgjast með og skjalfesta sögu Ólafs. Eins og flestir vita stóðu Grindvíkingar að lokum uppi sem Íslandsmeistarar og geta núna bætt öðrum slíkum titli við í safnið ef allt gengur að óskum gegn Stjörnunni í úrslitunum sem nú standa yfir. Hér eru nokkrar myndir frá þessu ferli en fleiri myndir frá Eygló má finna á vefsíðu hennar http://eyglogisla.blogspot. com/. Það er kannski satt sem þeir segja, mynd segir oft meira en þúsund orð. Ólafs saga Ólafssonar LJÓSMYNDUN Foreldrar Ólafs við hlið hans skömmu eftir komuna á sjúkrahúsið. Ólafur ásamt fjölskyldu sinni. Löng röð áhorfenda á heimaleik Grindavíkur gegn Þór Þorlákshöfn. Erfitt að fylgjast með af bekknum . Ólafur rífur hár s itt af stressi.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.