Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.09.2010, Blaðsíða 4

Neytendablaðið - 01.09.2010, Blaðsíða 4
Svikamyllur - algengustu netsvikin kortlögð Lendi fólk í klónum á svikahröppum er rétt að tilkynna það til lögreglunnar sem gefur út viðvaranir við nýj ustu svik unum. Ábendingar um þessi mál sendast til Ríkis lög- reglu stjóra á netfangið: svikapostur@rls.is Allir geta orðið fórnarlömb svikara en eftir því sem við verðum varari um okkur verða svika hrapparnir uppfinningasamari og fágaðri. Internetið hefur opnað nýjar leiðir fyrir slynga svika hrappa sem hafa aukið mjög umsvif sín og samkvæmt rann sóknum írska neyt- endablaðsins Consumer Choice gengur starf semi þeirra afar vel. Samkvæmt blaðinu hefur 1 af hverjum 44 internetnotendum tapað peningum vegna internetsvika síðustu tólf mán- uðina. Skoðuð var reynsla rúmlega 5000 neytenda og í ljós kom að tapið á hvern mann var frá 15.000 krónum upp í eina milljón. Hér á eftir verður fjallað um helstu svikamyllurnar og hvernig hægt er að kom ast hjá því að falla í gildruna. Nígeríubréfið svo kallaða er ein elsta svikamyllan og hefur verið í umferð síðan á áttunda áratugnum. Með tilkomu internetsins fékk Nígeríu bréfið nýtt líf og má búast við því að flestir tölvupóstnotendur fái slíkt bréf fyrr eða síðar. Svikin fara þannig fram að fólk fær bréf frá einhverjum sem segist vera embættismaður eða konungsborinn og kveðst þurfa á aðstoð að halda til að millifæra mikla fjármuni frá Nígeríu (eða öðru Afríkulandi). Markmiðið er að fá viðtakanda póstsins til að gefa upp bankaupplýsingar og stundum aðrar við kvæmar persónuupplýsingar. Svikahrapparnir biðja einnig um að fá peninga senda fyrirfram til að geta greitt mútur til að koma fjármununum úr landi. Flestir telja kannski fáránlegt að ein hver falli fyrir svona gylliboðum en samkvæmt nígeríska sendi ráð inu á Írlandi gengur fólk enn í þessa gildru. Neytendur sem fá Nígeríu­ bréf ið eða álíka sendingar ættu að eyða tölvupóstinum og loka fyrir sendandann. Aldrei ætti að eiga nokkur samskipti við þessa ein staklinga. Lottósvik eru ein algengasta svikaaðferðin. Fórnarlömbin fá tölvu­ póst þar sem segir að þau hafi unnið þúsundir eða milljónir evra í erlendu lottói. Lottósvikin geta komið frá hvaða landi sem er en þau eru látin líta út fyrir að tengjast lögmætum lottófyrirtækjum eins og kanadíska lottóinu og evrópsku lottóunum El Gordo og El Mundo. Viðtakandanum er oft sagt að halda sigrinum leyndum og hafa samband við þjónustufulltrúa. Þegar haft er samband við þjón ustu fulltrúann er farið fram á að greidd séu „vinnslugjöld“ eða „millifærslugjöld“ svo hægt sé að koma vinningnum í réttar hend­ ur. Vinningurinn berst hinsvegar aldrei. Það er rétt að ítreka að ekki er hægt að vinna lottói nema að kaupa miða. Það fyrirfinnst ekkert sem kallast netfanga­útdráttur eða lottó þar sem enginn miði hefur verið seldur. Lögmæt lottófyrirtæki nota ekki tölvupóst til að tilkynna um vinninga og í næstum öllum til vikum er það á ábyrgð miðaeigandans að hafa samband við lottó fyrirtækið. Það er einnig ólöglegt fyrir alvöru lottó að rukka sigur vegara um einhvers konar „vinnslugjald“ til að geta leyst út vinninginn þannig að þegar beðið er um fyrirframgreiðslu af þess um toga er öruggt að um svik er að ræða. Nígeríubréf Lottósvik 4 NEYTENDABLA‹I‹ 3. TBL. 2010

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.