Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.09.2010, Blaðsíða 12

Neytendablaðið - 01.09.2010, Blaðsíða 12
Magnús Orri Schram: „Ég tel að við eigum að opna frekar markaði með landbúnaðarvörur. Það er verulegur skortur á samkeppni á þessum markaði og ég ótt ast ekki um stöðu íslenskra bænda í auknu samkeppnisumhverfi. Fólk vill borða holla vöru sem framleidd er á Íslandi og það mun ekki breyt ast. Tækifæri íslenskra bænda felast í að leggja áherslu á sína styrk leika og með aukinni samkeppni náum við hagræðingu á ákveðn um sviðum, en um leið vex eftirspurn eftir sérstöðu og í slíku felast miklir möguleikar. Þá má ekki gleyma að með frekari af námi tolla, opnast einnig gríðarlegir möguleikar á erlendum mörk uð um fyrir úrvals vöru frá Íslandi.“ Eygló Harðardóttir: „Íslendingar hafa gert samninga um inn­ og útflutning á vörum. Ef ætlunin er að lækka eða afnema tolla á innfluttum land búnað­ arvörum líkt og ostum þá hlýtur það að fela í sér að við semjum um að tollar séu á móti felldir niður á íslenskum land búnaðar vörum.“ Ásmundur Einar Daðason: „Gæðalega séð verður að telja líklegt að íslenskir ostar myndu stand ast erlenda samkeppni, en það yrði ábyggilega erfitt hvað verð áhrærir a.m.k. til lengri tíma sem m.a. skapast af að ekki hefur náðst alþjóðleg samstaða um afnám útflutningsbóta. Markaðurinn er hér tiltölulega lítill og nokkuð ljóst að einn stór erlendur fram leiðandi ætti ekki í miklum erfiðleikum með að vinna til sín stóra markaðs­ hlutdeild á tilteknum tíma væru engir tollar. Íslensk ostaframleiðsla myndi að líkindum ekki geta haldið lengi úti í slíku umhverfi.“ Kemur til greina að þínu mati að lækka eða afnema tolla á inn flutt um ostum? Þór Saari: „Það á skilyrðislaust að afnema tolla á þeim ostum sem ekki fást hér á landi. Svo er spurning um að leyfa innlendri framleiðslu að standa jafnfætis erlendri hvað vernd varðar, þ.e. að innlend fram­ leiðsla líði ekki fyrir niðurgreiðslur erlendis.“ Magnús Orri Schram: „já, mjög svo.“ Eygló Harðardóttir: „Íslenskir ostar eru margir ágætir, en það eru erlendir ostar einnig. Markaðssvæði erlendis eru mun stærri, úrvalið meira og vöru þró­ un in fjölbreyttari. Bændasamtökin hafa áætlað allt að 50% samdrátt í framleiðslu á mjólk og 60% veltusamdrátt við inngöngu í ESB og frjáls an innflutning á landbúnaðarvörum. Eftir verði nánast aðeins fram leiðsla á ferskvöru s.s. nýmjólk. Ég hef því alvarlegar efasemdir um að íslensk ostaframleiðsla geti lifað af samkeppni við erlenda framleiðslu.“ Ásmundur Einar Daðason: „Afar óskynsamlegt væri að afnema einhliða tollvernd á ostum að mínu mati sbr. það sem hér að ofan er rakið.“ Fjöldi búfjár á Íslandi 1980-2008 1980 2000 2008 Nautgripir 59.933 72.135 72.012 Sauðfé 827.927 465.574 457.861 Svín 1.552 3.862 4.265 Hross 52.346 73.669 77.502 Kjötframleiðsla í tonnum 1980-2008 1980 2000 2008 Kindakjöt 13.534 9.735 8.930 Nautgripakjöt 1.983 3.626 3.607 Svínakjöt 1.000 4.783 6.662 alifuglakjöt 3.051 7.402 Grænmeti og kartöflur - framleiðsla í tonnum 1990-2008 1990 2000 2008 Tómatar 495 931 1.621 Paprika 120 203 170 Agúrkur 534 914 1.516 Kartöflur 14.893 9.013 12.500 Hlutfall starfsfólks eftir atvinnugreinum 1940-2008 1940 1980 2000 2008 Landbúnaður 32 7,9 4,4 2,5 Fiskveiðar 14 5,3 3,9 2,4 Iðnaður og byggingar 21 34,5 23 22,2 Viðskipti, þjónusta ofl. 33 52,3 68,7 73 Heimild: Hagtölur landbúnaðarins 2010 Rýnt í hag tölur Hlutfall landbúnaðar og skógræktar í landsframleiðslunni er 1,4% og hefur lækkað jafnt og þétt undanfarna áratugi. Búfjáreigendur á Íslandi voru skráðir 3.200 árið 2008 og meðalaldur þeirra 54 ár. Ef búvöruframleiðslan er skoðuð sést að nautgripaafurðir standa á bak við tæp 50% framleiðslunnar, Sauðfjárafurðir 22,5%, garðyrkja 8,6%, svínaafurðir 6,6%, alifuglaafurðir 6,1% og hrossaafurðir 4,1% 12 NEYTENDABLA‹I‹ 3. TBL. 2010

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.