Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.09.2010, Blaðsíða 22

Neytendablaðið - 01.09.2010, Blaðsíða 22
Áætlað er að hátt í helmingur þeirra mat væla sem eru ræktuð og framleidd endi með einum eða öðrum hætti sem sorp. Þessi sóun á sér stað á öllum stigum; á akrinum, strax eftir uppskeru, við flutn ing, hjá framleiðendum, í verslunum, í mötu neytum, á veitingastöðum og hjá neyt end um. Þessi sóun er óumhverfisvæn í alla staði því framleiðsla, flutningur og urð un á matvælum krefst orku, vatns og landnýt ingar. Þá ýtir sóunin undir hærra heimsmarkaðsverð á afurðum með slæmum afleiðingum fyrir þá sem síst hafa efni á að fæða sig. Þessi meðferð á mat er í raun bæði óskiljanleg og ólíðandi, eins og Tristram Stuart rekur í bókinni Waste. Ábyrgð smásala Þegar Tristram var við háskólanám fór hann að kynna sér úrvalið af ætilegum mat í sorptunnum fyrir utan matvöruverslanir, kaffihús og markaði. Hann komst að því að sóunin var gríðarleg og oftar en ekki var mat í fullkomnu ásigkomulagi hent. Þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir gefa stærstu matvælakeðjurnar í Bretlandi ekki upp hversu miklu þær henda af mat en Tristram reiknast til að sjö stærstu keðjurnar hendi um 367.000 tonnum af mat árlega. Telur hann þessa sóun smánarblett á stórmörkuðum en hægt væri að fæða hundrað manns á þeim mat sem ein verslun hendir á degi hverjum. Sumar verslanir hafa tekið upp á því að gefa mat, sem að öðrum kosti yrði hent, til hjálparstofnana en þó í mjög litlum mæli og mun minni en tíðkast í Bandaríkjunum. Hvers vegna er matnum hent? Tristram telur nokkrar ástæður liggja að baki óskiljanlegri sóun verslana. Margar þeirra vilja tryggja að uppáhaldsvörur viðskipta­ vinanna séu ætíð fáanlegar til að fæla þá ekki frá auk þess sem seljendur telja að það sé söluhvetjandi þegar hillurnar svigna undan mat. Matvælum er einnig hent vegna þess að umbúðirnar hafa beyglast eða orðið fyrir hnjaski og þá geta mjög háar gæða­ og útlitskröfur gert að verkum að fullgóðum mat er hent fyrir litlar sakir. Léleg birgðastjórnun er einnig vandamál og segir Tristram að hægt sé að kortleggja hversu vel eða illa innkaupastjórum gangi að áætla sölu með því að skoða ruslið. Þannig megi t.d. sjá mikinn afgang úr brauðdeild einnar verslunar á meðan önnur hendir miklu magni af grænmeti og sú þriðja ræður ekki við að áætla sölu á tilbúnum réttum. Sérvöruverslanir verri En þótt stórverslanir hendi miklu magni af mat er hlutfallið mun hærra hjá litlum matvöru­ og sérvöruverslunum. Tristram segist sjaldan hafa lifað eins góða tíma og þegar hann bjó í Primrose Hill hverfinu í London árið 2002. Þar hafi verið mikið af sérvörubúðum sem hafi haft furðulega litla stjórn á birgðahaldi. Það kom honum á óvart hversu miklu var hent frá verslunum sem selja lífrænan mat. Það sé að vissu leyti öfugsnúið því viðskiptavinirnir telja sig jú stuðla að sjálfbærri þróun með því að velja lífræn matvæli. Grænmeti og ávextir eftir stöðlum Ein ástæða þess hversu mikil afföll verða af grænmeti og ávöxtum eru mjög strangar útlitskröfur. Evrópusambandið setti umdeilda útlitsstaðla á grænmeti og ávexti en eftir mikla gagnrýni hefur verið slakað á reglunum. Vandamálið virðist því aðallega snúast um ýktar reglur verslunarkeðjanna. Tristram hitti Guy Poskitt gulrótarbónda sem upplýsti að 25­30% af uppskerunni stæðust ekki gæðakröfur þar sem gulræturnar væru ýmist ekki nógu langar, ekki nógu beinar, brotnar eða klofnar. Fyrir vikið líta allar gulræturnar sem seldar eru út í sömu verslun eins út enda búið að sortera hinar „afbrigðilegu“ frá. Þetta verður til þess að bændur stækka við sig ræktunarland og rækta meira en þeir reikna með að selja því þeir hafa skuldbundið sig til að afhenda verslun ákveðið magn Gegndarlaus sóun á matvælum - áhrifanna gætir víða Hér má sjá spínatuppskeru sem var hafnað af seljendum þar sem gras slæddist með í pokana. 22 NEYTENDABLA‹I‹ 3. TBL. 2010

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.