Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.09.2010, Blaðsíða 16

Neytendablaðið - 01.09.2010, Blaðsíða 16
Landbúnaðarkerfið - flækjustig út yfir öll mörk Fáar þjóðir verja hlutfallslega meira fé til landbúnaðar en við Íslendingar og óvíða er rekin harðari verndarstefna með tilheyrandi tollum, kvótum og höftum. Fáir treysta sér þó til að taka þátt í umræðunni um landbúnaðarkerfið enda er það mjög flókið og ógagn sætt. Enginn deilir um mikilvægi þess að hér sé stunduð matvælaframleiðsla og að bænd um sé gert kleift að stunda búskap í sveitum landsins. Það hlýtur þó að vera krafa skatt greiðenda, neytenda og bænda sjálfra að vel sé farið með þá miklu fjármuni sem settir eru í kerfið og að peningarnir nýtist sem best. Erfitt er þó fyrir almenning að meta hvort slíkt er tilfellið í dag. Neytendablaðið ákvað að rýna í fjárlögin, skoða stærstu liði og freista þess að útskýra hvað liggur að baki. Fjárlög 2010 Á fjárlögum má sjá að hæstu greiðslurnar í land búnaði fara til mjólk ur framleiðslu og sauðfjár rækt ar en 5.649 milljónir renna til fyrri flokksins og 4.165 milljónir til þess síðari. Aðrir stórir póstar eru tilgreindir í töflunni hér til hliðar. Fóðursjóður - 1.400 milljónir Fóðursjóður var stofnaður árið 1995 í tengslum við samning Íslands við Alþjóðaviðskiptastofnunina en þá var ekki lengur heimilt að hefta innflutning á fóðri nema með tollvernd. Samkvæmt tollalögum er lagður 55% fóðurtollur á allan innflutning á fóðri. Tollarnir voru lengi vel endurgreiddir að fullu til þeirra sem fluttu inn fóður til fiskeldis og loðdýraræktar. Framleiðendur sem fluttu inn hráefni til fóðurgerðar fengu drjúgan hluta endurgreiddan þar eð sjóðurinn hélt einungis eftir 0,80 kr per kíló á meðan þeir sem fluttu inn tilbúnar fóðurblöndur fengu mun minni endurgreiðslu þar sem sjóðurinn hélt eftir 7,80 kr á kg. Í raun er um einskonar gegnumstreymissjóð að ræða. Inn flytjandi borgar toll af fóðri en fær hann síðan að mestu eða öllu leyti endurgreiddan. Þar sem sumir tollar eru ekki endur greiddir að fullu verður afgangur af sjóðnum sem rennur til Framleiðnisjóðs landbúnaðarins. Breytingar voru gerðar á Fóðursjóði árið 2006 og tollar á hráefni til fóðurgerðar afnumdir. Jafn framt voru tollar á tilbúnar fóðurblöndur lækkaðir um helm ing; úr 7,80 kr. á kíló í 3,90 kr. Árið 2008 skoðaði Samkeppniseftirlitið fóðurtolla á fóður blöndur. Í áliti stofnunarinnar kemur fram að fóðurtollarnir verndi innlenda fóðurframleiðendur og viðhaldi þar af leiðandi samkeppnishamlandi fákeppni en einungis tveir fóður framleiðendur starfa hér á landi. Samkeppniseftirlitið beindi þeim tilmælum til landbúnaðarráðherra að beita sér fyrir því að tollar á fóðurblöndum yrðu að fullu afnumdir. Síðar það sama ár voru tollar á fóðurblöndur sem koma frá ríkjum evrópska efnahagssvæðisins afnumdir. Til hefur staðið að leggja fóðursjóð niður en ekki hefur enn orðið af því. Fóðursjóður 1.400 milljónir Bændasamtök Íslands 538,6 milljónir Greiðslur vegna grænmetisframleiðslu 459,8 milljónir Skógræktarverkefni 424,8 milljónir Verðmiðlun landbúnaðarvara 405 milljónir Búnaðarsjóður 320 milljónir Rannsóknir háskóla í þágu landbúnaðar 158,7 milljónir Framleiðnisjóður landbúnaðarins 148,3 milljónir Landgræðsla og skógrækt í þágu landbúnaðar 58,8 milljónir Hagþjónusta landbúnaðarins 25,6 milljónir 1000 milljónir = 1 milljarður 16 NEYTENDABLA‹I‹ 3. TBL. 2010

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.