Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.09.2010, Blaðsíða 5

Neytendablaðið - 01.09.2010, Blaðsíða 5
Umslagasvik Það eru til fjölmargar tegundir svika sem byggjast á því að fórn­ ar lamb ið vilji vinna heima hjá sér og er ástæða til að varast þau, sér staklega í ljósi vaxandi at vinnu­ leys is. Í þessum geira eru um slaga ­ svikin hvað þekktust. Þau virka þann ig að auglýst er tæki færi til að græða hundruð evra með því einu að setja bréf/auglýs inga póst í um slög fyrir fyrirtæki. Til að fá vinnunna þarf fyrst að greiða trygg­ ingar gjald fyrir umslögin og bréfin. Það eina sem fólk fær síðan sent eru upplýsingar um það hvernig á að birta svip aða auglýsingu til að fá aðra til að senda viðkomandi peninga á sama hátt. Önnur slík svik sem fara víða ganga að nafninu til út á samsetningarvinnu. Fórnar lömbum er boðin heimavinna sem felst í því að setja saman hluti eða endurpakka vörum. En til að fá efnið sent heim þarf fórnar lambið fyrst að greiða fyrir það og sjá jafnframt um send­ ingar kostnaðinn. Ef einhver svör berast yfirhöfuð eru þau á þá leið að viðkomandi standist ekki kröfur og hann fær ekkert borgað eða endurgreitt. Samkvæmt írsku neytendasamtökunum má búast við að svona svik færist í vöxt í takt við aukið atvinnuleysi þar sem svikahrappar eru miskunnarlausir og alltaf til í að nýta sér viðkvæma stöðu fólks. Hafðu í huga! Til eru fjölmörg ráð byggð á heilbrigðri skynsemi sem vert er að hafa í huga. Þar sem flest svik byggjast á fyrirframgreiðslu skaltu aldrei senda peninga í þeirri von að fá einhvers konar vinning. Varaðu þig á símasölumönnum og tilboðum í gegnum síma og tryggðu að öllum persónuupplýsingum, eins og bankaupplýsingum og lykilorðum, sé haldið leyndum. Engin fjármálastofnun mun nokkurn tíma biðja um slíkar upplýsingar í síma. Ef þú hafnar tilboði eða bón – sérstaklega óumbeðnu – og viðkomandi fellst ekki á neitun skaltu vera tortrygginn og ekki falla í þá gryfju að vera of sjálfsöruggur. Árangursríkustu svikin eru yfirleitt einföld og hafa fengið meðbyr um allan heim. Rannsóknir hafa sýnt að það eru ekki bara þeir trúgjörnustu sem ganga í gildruna. Framar öllu skyldi þó alltaf haft í huga að það sem hljómar of vel til að geta verið satt er yfirleitt ekki satt. Heimild: Consumer Choice, mars 2010 Pýramídasvikin eru ekki alveg jafngömul pýramídunum sjálfum en þau hafa þó verið við lýði í hið minnsta eina öld. Pýramídasvikin, einnig þekkt sem „ponzi­svik“, virka þannig að fjárfestar fá greiddan arð af eigin fé eða fé sem aðrir fjárfestar hafa lagt til í stað þess að fá greiddan hagnað af alvöru fjárfestingu. Fá þarf nýja fjárfesta hraðar og hraðar til að halda pýramídanum uppi. Þegar hægir á nýlið uninni hrynur pýramídinn þannig að allir nema nokkrir efst á toppn um tapa fjárfestingu sinni. Einu gildir hversu stór pýramídinn verður áður en hann fellur; um það bil 88% fjárfesta munu tapa. Mark miðið með þessari svikamyllu er að sannfæra fólk um að leggja fé í pottþétta fjárfestingu sem gefur mikið af sér. Þátt­ tak endur eru t.d. lokkaðir til að ganga í klúbb eða að fjárfesta í gegn um keðjubréf. Hugmyndin er að fjárfestirinn borgi bara einu sinni ákveðna upp hæð en til að fá örugglega arð þarf hann að skrá nýliða sem einn ig leggja sitt af mörkum. Upphaflegi fjárfestirinn fær borgað úr eigin fjárfestingu á meðan þeir sem á eftir koma þurfa að finna aðra til að geta fengið arð. Oft auglýsa þannig svik sig með fjörmiklum með mælum frá öðrum þátttakendum sem halda því fram að þeir hafi grætt á fjárfestingunni. Snemma árs 2006 kom bylgja af pýramídasvikum til Írlands sem margir féllu fyrir. Í kjölfar ESB­tilskipunar voru lögin hert á Írlandi árið 2007 til að koma í veg fyrir pýramídasvik, þar með talið þau kerfi sem virka þannig að fólk „gefur“ hvert öðru fé. Írsku neyt­ enda verndarlögin frá 2007 heimila sektargreiðslur upp á allt að 24 milljón um eða fangelsi í allt að 5 ár ef viðkomandi er sakfelldur fyrir að auglýsa pýramídasvik. Ferðalagasvik Ferðalagasvik eru mörg og mismunandi og ein svikin ganga út á að narra neytendur til að ganga í „ferðaklúbb“. Fórnarlömbin eru tæld til að sitja kynningu, annað hvort heima eða á ferðalagi, und ir loforðum um ókeypis ferð. Þegar á kynninguna er komið er þrýst á fólk að ganga í ferðaklúbbinn sem býður frábær tilboð á ferða lögum til framandi áfangastaða, að sjálf­ sögðu með lúxus gistingu. Til að eiga rétt á herlegheitunum þarf þó auðvitað að greiða fyrirframgreiðslu og þegar á hólm inn er komið reynist ferðin alls ekki ókeypis. Ferðin er jafnvel ekki á auglýstan áfangastað. Önnur ferðalagasvik geta verið þannig að haft er samband við fólk í síma eða pósti og því tilkynnt að það hafi unnið ókeypis ferðalag. Hinsvegar þurfi að greiða gjald til að staðfesta bók un ina. Svo kemur í ljós að ferðin er ekki til og hægt er að tapa mun meira en fyrirframgreiðslunni ef viðkomandi gefur upp kredit korta upp lýsingar. Í fyrra varaði Evrópska neytendaaðstoðin á Írlandi neytendur við símtölum frá meintri ferðaskrifstofu þar sem boðið var upp á inn eign upp í ferð til aðlaðandi áfangastaða. Fólk hefur látið blekkjast af slyngum sölumönnum sem bjóða ótrúleg tilboð á ævin týra lega áfangastaði. Pýramídasvik 5 NEYTENDABLA‹I‹ 3. TBL. 2010

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.