Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.09.2010, Blaðsíða 9

Neytendablaðið - 01.09.2010, Blaðsíða 9
Hagkaup í Borgarnesi er sérvöruverslun þar sem engin matvæli eða drykkjarföng eru seld, en samt stendur fyrirferðarmikill nammibar í miðri leikfangadeildinni. Myndin var tekin eftir ábendingu frá félagsmanni. Sælgæti við kassann er í augnhæð barna. Í mjög mörgum matvöru­ verslunum hér á landi er erfitt fyrir foreldra að sniðganga nammið. Ritfangaverslanir selja sælgæti við kassann. Ekki er vitað til þess að sæl gæti sé á innkaupalista skólabarna á haustin. Freistingarnar liggja víða. Byggingavöruverslanir hafa komið sér upp heilu sjoppunum við kass ann. Ekki er vitað til þess að grænmetis­ eða ávaxtamarkaður sé opinn í sömu búð. Borist hafa ábendingar frá foreldrum um að sælgæti sé til sölu þar sem maður á síst von á því. Þannig er hægt kippa með sér nammi poka í flestum bókabúðum, byggingavöruverslunum og jafn vel í pósthúsinu. Leiðbeiningarreglur talsmanns neytenda og umboðsmanns barna um aukna neytendavernd barna tóku gildi í byrjun árs 2009 í sam ráði við m.a. hagsmunafélög verslunarinnar og stórkaupmanna. Þar kemur þetta m.a. fram: „Í dagvöruverslunum skal leitast við að ekkert sælgæti, flögur, gos eða þvíumlíkt sé nærri kassa og a.m.k. sé tryggt að einn kassi sé laus við slíkar vörur í verslunum þar sem eru fleiri en tveir kassar. Auk þess er mælst til þess að auðvelt sé fyrir fólk með börn að ganga um dagvöruverslun en sneiða hjá matvælum, sem höfða sérstaklega til barna og hafa hátt innihald sykurs, salts, fitu eða transfitu – einkum ef þau eru í sjónhæð barna.“ Neytendablaðið fór á stúfana og festi á filmu nokkra staði þar sem nammið freistar þó fólk sé augljóslega í versluninni í öðrum erinda gjörðum. Sælgæti hér, sælgæti þar... Á síðustu tveimur áratugum hefur mataræði Íslendinga tekið miklum breytingum. Sumt er til góðs, svo sem meiri neysla grænmetis og ávaxta og minni neysla á mettaðri fitu. Neysla á sykri hefur þó jafnframt aukist mikið og fáar þjóðir innbyrða jafn mikinn sykur og Íslendingar gera. 9 NEYTENDABLA‹I‹ 3. TBL. 2010

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.