Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.09.2010, Blaðsíða 14

Neytendablaðið - 01.09.2010, Blaðsíða 14
Matvælum hent Í gegnum tíðina hafa ýmsar greinar framleitt allt of mikið magn vöru sem engin eftirspurn var eftir. Slíkt er viðbúið þegar fram­ leiðslan stýrist ekki af eftirspurn á markaði heldur höftum og kvótum. Í stað þess að lækka verð á vörunni og freista þess að auka eftirspurnina var offramleiðslunni frekar hent á haugana eða hún niðurgreidd og seld úr landi. Fjallað var um það í fjölmiðlum þegar heilu förmunum af lambakjöti var ekið á haugana þar sem kjötið var urðað en offramleiðslan náði einnig til grænmetis. Árið 1978 birti Dagblaðið myndir af því þegar verið var henda tómötum á öskuhaugana. Neytendasamtökin mótmæltu þessari sóun kröftug­ lega og kröfðust þess að verð yrði lækkað til að auka sölu á tómöt­ um. Eftir þref náðist samkomulag milli Neytendasamtakanna og grænmetisframleiðenda um að verð á tómötum yrði lækkað í tilrauna skyni og viti menn; neyslan jókst. Tómötum hent á haugana. Myndina tók Hörður Vilhjálmsson en hún birtist með frétt í Dagblaðinu árið 1978 sem olli miklu fjaðrafoki. Ofurtollar á grænmeti Neytendasamtökin börðust fyrir því í fjölda ára að háir tollar sem stjórnvöld lögðu á innflutt grænmeti yrðu lækkaðir en þeir þóttu skjóta skökku við í ljósi þess að Lýðheilsu stöð hvatti á sama tíma til aukinnar neyslu grænmetis. Eftir langa baráttu var ákveðið að fella niður tolla á flestum tegundum græn metis en til að tryggja hag innlendra framleiðenda voru teknar upp beingreiðslur til þeirra. Með þessu lækkaði verð á grænmeti og neyslan jókst. Í dag eru al mennt engir tollar á grænmeti nema þegar íslensk framleiðsla ann ar eftirspurninni. Baráttan fyrir bættum hag Neytendasamtökin hafa gagnrýnt ýmislegt sem snýr að land búnaðar kerfinu enda er það skoðun samtakanna að margt í því kerfi vinni gegn almannahagsmunum. Ríkisvaldið hef- ur oft tekið hagsmuni einstakra greina innan landbúnaðarins fram yfir hagsmuni neyt- enda og því hafa Neytendasamtökin einatt mót mælt. Hér að neðan eru nokkrar orustur rifjaðar upp. Einokun og kvótar Árið 1981 var sett reglugerð um kjarnfóðurskatt á kjúklinga­, eggja­ og svínakjötsframleiðslu og var markmiðið að efla sam ­ keppnis stöðu kindakjöts en neysla þess hafði farið minnkandi á meðan kjúklinga­ og svínakjöt naut vaxandi vinsælda. Til að bæta gráu ofan á svart var árið 1988 heimiluð framleiðslustjórnun sem kjúklinga­ og eggjabændur tóku upp. Í stuttu máli var kvóti settur á framleiðsluna sem miðaðist við að þeir sem voru í greininni ákveð ið viðmiðunarár skiptu með sér framleiðslunni í framtíðinni. Fram leiðslu rétturinn gæti síðan gengið kaupum og sölum. Mjög erfitt var fyrir nýja aðila að hefja rekstur þar sem þeir gátu ekki fengið endurgreiddan hluta af kjarnfóðurgjaldi eins og þeir sem fyrir voru. Neytendasamtökin mótmæltu þessu samráði harðlega og bentu á að kerfið hefði leitt til mikillar offjárfestingar og stór hækkaðs verðs til neytenda, en í skjóli einokunar hafði verð á kjúkl ing um hækkað um 95% og verð á eggjum um 120% á sama tíma og framfærsluvísitalan hækkaði um 40%. Neytendur hvattir til að borða svínakjöt Í framhaldinu skrifaði formaður Neytendasamtakanna grein í dag blað undir yfirskriftinni „Borðum meira svínakjöt“. Þessi grein vakti talsverða athygli enda var því beint til neytenda að þeir verð laun uðu svínabændur fyrir að taka ekki þátt í framleiðslu­ og verð stýringarár áttunni. Ári síðar óskuðu Neyt­ enda samtökin eftir við ræðum við fulltrúa eggja­ og kjúklinga­ framleiðenda enda var ástand ið hvorki neytendum né framleiðendum í hag. Neytenda samtökin lögðu til að fram­ leiðslu stýringarkerfið yrði lagt niður og að reglan um fram­ boð og eftirspurn yrði höfð í fyrirrúmi. Þá ættu opinberir aðilar að hætta ofsóknum á hendur kjúklinga­, eggja­ og svínafram­ leiðendum í formi kjarnfóðurgjalds og hafta á endur nýjun stofna erlendis frá. Viðræður við framleiðendur skiluðu litlum árangri en sem betur fer brotnaði þetta samráð þó upp á endanum og það leiddi til verðlækkunar á þessum vörum. Kjúklinga- og eggjabændum var bannað að flytja inn nýja stofna nema frá Noregi og þóttu þeir mjög lélegir. Neyt enda samtökin kröfðust þess að banninu yrði aflétt enda þurfti 3,9 kíló af fóðri til að framleiða eitt kíló af kjúklingum á Íslandi á meðan það þurfti einungis 2,4 kg af fóðri til sömu fram- leiðslu í Svíþjóð og Danmörku. 14 NEYTENDABLA‹I‹ 3. TBL. 2010

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.