Neytendablaðið - 01.06.2010, Page 2
NEYTENDABLA‹I‹
2. tbl., 56. árg. – júní 2010
Útgefandi: Neytendasamtökin,
Hverfisgötu 105, 101 Reykjavík
Sími: 545 1200 Fax: 545 1212
Veffang: www.ns.is
Netfang: ns@ns.is
Ábyrgðarmaður: Jóhannes Gunnarsson
Ritstjóri: Brynhildur Pétursdóttir
Ritnefnd: Jóhannes Gunnarsson,
Þuríður Hjartardóttir, Hildigunnur Hafsteinsdóttir
Umsjón með gæðakönnun á sparperum: Ian Watson
Yfirlestur: Finnur Friðriksson
Umbrot og hönnun: Uppheimar ehf.
Prentun: GuðjónÓ ehf. – vistvæn prentsmiðja
Forsíðumynd: Getty Images
Seljendur verða að verðmerkja
Upplag: 11.500 eintök, blaðið er sent öllum
félagsmönnum í Neytendasamtökunum
Ársáskrift: Árgjald Neytendasamtakanna er
4.500 krónur og innifalið í því er m.a. Neytendablaðið,
4 tölublöð á ári.
Heimilt er að vitna í Neytendablaðið í öðrum
fjölmiðlum sé heimildar getið. Óheimilt er
þó að birta heilar greinar eða töflur án leyfis
Neytendasamtakanna. Upplýsingar úr Neytendablaðinu
er óheimilt að nota í auglýsingum og við sölu nema
skriflegt leyfi Neytendasamtakanna liggi fyrir.
Lykilorð á heimasíðu: gras
Leiðari ritstjóra 2
Leiðbeininga- og kvörtunarþjónustan 3
Húsnæðissamvinnufélög 4
Ryk skemmir tölvur 6
Pistill Björns Þorlákssonar 7
Rýnt í rannsóknarskýrsluna 8
Skaðsemi BPA 9
Frá formanni 13
Gæðakönnun á sparperum 14
Mikilvægi lýsingar 16
Gæðakönnun á garðsláttuvélum 18
Raforkumarkaður 21
Matvælafréttir 22
Efni
Blaðið er prentað á
umhverfisvænan hátt.
Brynhildur Pétursdóttir
Kostnaði velt yfir á neytendur
Þegar hugmyndir eru uppi um lagabreytingar sem geta verið íþyngjandi fyrir seljendur
eru þeir fljótir að benda á að allur aukakostnaður sem fyrirtæki verða fyrir fari óhjá
kvæmi lega út í verðlagið. Neytendur borgi því brúsann á endanum. Í ljósi þessa er
auð vitað mjög mikilvægt fyrir neytendur að fyrirtæki á neytendamarkaði séu vel
rekin.
Margar verslanir keppast um að vera með sem lengstan opnunartíma, rétt eins og það
sé hávær asta krafa neytenda. Furðu margar verslanir eru með opið allan sólarhringinn
og mjög margar hafa opið á sunnudögum. Ég hef aldrei heyrt fólk kvarta þótt verslun
sé lokuð á sunnudegi en ég hef aftur á móti fengið kvartanir frá fólki sem hafði fengið
rang ar upplýsingar hjá afleysingarmanni í sérvöruverslun á sunnudegi. Kannski var
ein hver forsenda fyrir þessum opnunartíma í uppgangi síðustu ára en ég stórefast um
að hún sé enn til staðar.
Óhóf í auglýsingum og markaðssetningu og leikir og happdrætti eru líka atriði sem ég
set spurningarmerki við. Mér finnst stundum fyrirtæki eyða meira púðri í að krækja í
nýja við skiptavini en að veita þeim sem fyrir eru úrvalsþjónustu. Gott orðspor hlýtur
jú að vera besta auglýsingin.
Margar verslanir og verslunarkeðjur lögðu á síðustu árum ofuráherslu á að opna nýjar
versl an ir og þá virtist einu skipta hvort rekstur þeirra sem fyrir voru stæði bærilega
undir sér eða ekki. Ég hef furðað mig mjög á þessari þróun sem virðist byggja á því
viðhorfi að neytendur séu eins og villuráfandi sauðir sem fyrir tilviljun rambi inn á
næsta sölustað hvort sem þeir eiga þangað erindi eða ekki. Það má eiginlega segja
að mörg fyrirtæki hafi alls ekki treyst á viðskiptavildina sem þó var svo hátt skráð í
bókhaldinu. Ör vöxtur fyrirtækja á smásölumarkaði var að mestu leyti keyrður áfram
á lánsfé og að sjálfsögðu er fjármagnskostnaðinum velt áfram út í verðlagið. Fyrir
utan kostn aðinn sem þessu fylgir hefði ég haldið að það væri betra að vera með færri
sölustaði því þá verða viðskiptavinirnir sýnilegri. „Fyrst allt þetta fólk er hérna hlýtur
eitthvað spennandi að vera í boði,“ hugsa ég alltaf þegar ég kem inn í verslun sem iðar
af lífi.
Við þurfum sem sagt á vel reknum fyrirtækjum að halda og sem betur fer eru þau til.
Vitleysis gangur undanfarinna ára er vonandi á undanhaldi því við höfum heinlega
ekki efni á því að skuldsett eða illa rekin fyrirtæki velti kostnaði út í verðlagið. Við
gerum því rétt í að beina viðskiptum okkar til fyrirtækja sem sýna ábyrgð í rekstri.
2 NEYTENDABLA‹I‹ 2. TBL. 2010