Neytendablaðið - 01.06.2010, Side 12
Við vitum að umhverfisvottaðar vörur eru betri
en aðrar vörur fyrir umhverfið og heilsuna en
hvers vegna skyldi þá eftirspurnin eftir þessum
vör um ekki vera meiri en raun ber vitni?
Getur verið að vör ur með vottuðu
um hverf is merki, eins og norræna
svan inum, séu einfaldlega of dýr ar?
Neytendasamtökin ákváðu að
kanna mál ið og skoð uðu verð á
uppþvottaefni, uppþvotta legi, bleyj um,
blautklútum, uppþvotta efni, salernis
hreinsi og sjampói í 7 versl unum; Nettó,
Hagkaupum, Bónus, Sam kaup um Úr vali,
Fjarðar kaupum og Nóta túni. Verð á
svansmerktum vörum var borið saman við verð á „venju legum“
vör um og var niðurstaðan sú að svans merktar vörur væru ekki
dýrari á heildina litið. Til dæmis voru Liberobleyjur með svans
merkinu á sama verði eða ódýrari en Pampersbleyjur. Svans
merktar blautþurrkur voru allajafna dýr ari en venjulegar en allur
gangur var á því hvar vörur eins og þvotta efni, uppþvottalögur,
upp þvotta efni og salernishreinsir lentu á verð skalanum. Stundum
voru svans merktar vörur með þeim ódýrustu og stundum í dýrari
kant inum. Að öllu saman lögðu ætti verð þó greinilega ekki að vera
nein fyrirstaða vilji fólk gera umhverfisvæn innkaup. Úrvalið af
svans merktum hrein lætis og snyrtivörum var ágætt en þó nokkuð
mis munandi eftir versl unum. Úrvalið var minnst í Krónuninni og
Nóa túni en ágætt í hin um verslununum.
Niðurstöðurnar má sjá á www.ns.is
Eyddu þér út af vefnum
Ef þú ert að endurskoða líf þitt og ert orðin/n þreytt/ur á þeirri
tímasugu sem internetið getur verið þá er kannski ráð að fá sér
forritið Web 2.0 Suicide Machine. Forritið er hannað til að eyða
viðveru notenda á t.d. samskiptasíðunum Facebook, Twitter og
Myspace. Þú færir einfaldlega inn skráningarupplýsingar þínar og
er þú ýtir á „commit“ eyðir forritið öllum upplýsingunum um þig.
Forritið kom út í desember síðastliðnum og verður sífellt vinsælla.
Umhverfisvænn sími
Markaðurinn fyrir umverfisvænar vörur
er sífellt að stækka. Síðastliðið haust
kom á markað umhverfisvænn sími
frá Samsung, snjallsíminn Blue Earth.
Sími þessi er útbúinn sólarrafhlöðu og
hulst ur hans er búið til úr endurunnum
plast flöskum. Í símanum er einnig
svo kallað Eco Walk forrit sem reiknar
út hversu mörgum trjám eigandi
hans hefur bjargað með því að
ganga í stað þess að keyra. Síminn
er ekki fáanlegur á Íslandi ennþá,
en á Írlandi kostar hann um 260
pund (50.000 kr.), sem er helsta
gagn rýni sefnið. Það er vissulega
fagnaðarefni að framleiddar
séu fleiri umhverfisvænar vörur
en þær þurfa einnig að vera á
við ráðan legu verði svo neytendur
geti tekið þátt í að bjarga
um hverf inu burtséð frá efnahag.
Heyrðu nú!
Hver kannast ekki við að vera að horfa á skemmtilegan
þátt í sjónvarpinu eða hlusta á gott lag í útvarpinu og þurfa
svo að rjúka til og lækka í tækinu þegar auglýsingarnar
byrja? Fyrir bandaríska þinginu liggur nú frumvarp sem
tekur á þessu vandamáli og hefur það fengið góðar viðtökur
í fulltrúadeildinni. Frumvarpið snýst um samþykktir og
samvinnu við ljósvakamiðla við að búa til verklagsreglur til
að taka á þessum hávaðamismun, en auglýsingar eiga ekki að
vera með hærri hljóðstyrk en dagskráin sjálf.
Eru svansmerktar vörur dýrari?
– nei, nema síður sé
12 NEYTENDABLA‹I‹ 2. TBL. 2010