Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.2010, Page 18

Neytendablaðið - 01.06.2010, Page 18
Flestar garðsláttuvélar sem seldar eru í verslunum eru bensínvélar. Ef grasflöturinn er ekki þeim mun stærri getur rafmagnssláttuvél verið góður kostur. Í gæðakönnun ICRT á garðsláttuvélum voru nokkr ar tegundir kannaðar: handsláttuvélar, rafmagnssláttuvélar, raf hlöðu sláttuvélar og bensínvélar. Vélarnar voru metnar út frá frammi stöðu við ýmsar aðstæður auk þess sem gefin var einkunn fyrir þægindi við notkun, orkunýtingu, hávaða og gæði notenda­ leiðbeininga. Frammistaða Kannað var hversu vel vélarnar slá hefðbundið gras (4­5 cm hátt), rakt gras, hátt gras (10 cm hátt) og erfitt gras (30 cm hátt gras sem hafði fengið að vaxa óáreitt). Einnig var frammistaðan könnuð á slétt um, hallandi og ósléttum grasflötum. Þá voru vélarnar látnar slá nálægt beðum, upp við vegg og út við kant. Sumar vélar hafa saxara eða hakkara innbyggðan eða sem fylgihlut og var þá kann að hversu vel hann virkar, auk þess sem gefin var einkunn fyrir graspokann, t.d. hversu mikið gras kemst fyrir áður en þarf að losa. Þægindi við notkun Vélarnar fá einkunn út frá þægindum við notkun. Þá er horft til þess hversu auðvelt er að stilla handfangið, ræsa vélina, stilla sláttu hæð, stjórna vélinni, skipta um rafhlöðu eða hlaða hana, losa um gras pokann, koma vélinni fyrir í geymslu, þrífa vélina, skipta um blað og fylla á eldsneyti. Hávaði Hávaði var mældur í 10 metra fjarlægð frá garðsláttuvél sem var í notk un. Minnstur var hávaðinn í rafhlöðu­ og handsláttuvélum eða um 70dB. Rafmagnssláttuvélar mældust á bilinu 70­76dB og bensín sláttu vélar á 74­89 DB. Mestur er hávaðinn í loftpúðavélinni Flymo Turbo eða næstum 90dB. Orkunýting Gefin er einkunn fyrir orkunýtingu, sem er reiknuð út frá því hversu dýrt er að slá 250m² flöt. Það kemur ekki á óvart að bensínvélarnar koma verst út en rafhlöðu­ og rafmagnsvélar fá góða einkunn. Niðurstöður Helstu niðurstöður eru þær að það getur verið mikill munur á þeim tegundum sláttuvéla sem eru á markaði. Handsláttuvélar eiga í erfið leikum með að slá hátt eða erfitt gras en skila hlutverki sínu vel á flöt sem er slegin reglulega. Rafhlöðuvélar eru mjög misjafnar að gæð um en sérfræðingar ICRT töldu Bosch Rotak 37 með lithíum­ raf hlöðu besta kostinn. Allar vélarnar stóðust þær öryggiskröfur sem gerðar eru. Rafmagnsláttuvélar sækja í sig veðrið Sláttuvélar sem ganga fyrir rafmagni eða rafhlöðu stóðu sig nokkuð vel en nokkur munur var á gæðum bensínvélanna. Í upphafi var tal ið að þær væru kraftmeiri en rafmagnssláttuvélarnar en í ljós kom að svo var ekki. Það þykir kostur ef vélarnar eru léttar og með ­ færi l egar en bensínvélarnar eru yfirleitt þyngri en vélarnar sem ganga fyrir rafmagni og það dró þær niður í einkunn. Bæði rafhlöðu­ og rafmagnssláttuvélar hafa tekið framförum síð ustu ár og þeim fer fjölgandi á markaði þótt mest sé úrvalið af bensín vélum. Helsti munurinn er að rafhlöðu­ og rafmagnsvélar eyða minni orku og eru því ódýrari í rekstri, þær slá jafn vel og eru að jafn aði mun hljóðlátari en bensínvélar. Snúran þvælist fyrir Það sem stendur rafmagnsvélunum helst fyrir þrifum er að raf magns snúran á það til að þvælast fyrir við sláttinn. En það ætti ekki að vera nein fyrirstaða. Best er að byrja út við kant og hafa snúr una alltaf sömu megin, þeim megin sem er þegar búið að slá. 6 sláttuvélar sem fást hér á landi voru með í könnun ICRT að þessu sinni að þessu sinni og fékk Bosch Rotak 37 li bestu einkunn. Flymo Turbo 400 er eina svokallaða loft púðavélin í könnun inni. Í töflunni er hún flokk uð undir rafmagnsvélar. Flymo Turbo fær góða einkunn fyrir slátt í halla og við gras kant auk þess sem hún slær erfitt gras jafnt og vel. Gott þykir að stjórna vél inni og auðvelt er að lyfta henni upp og bera til. Það sem dregur vélina niður er að afskurður lá eftir á jörðinni og þá hafði vélin tilhneig ingu til að sveima yfir grassverðinum án þess að slá að neinu ráði. Einnig er nokkur fyrirhöfn að stilla sláttuhæðina. Stiga Combi 46 S fékk sæmilega eink unn og stendur sig að flestu leyti nokk uð vel. Auðvelt er að eiga við safn kass ann, koma honum fyrir og losa og gott er að stilla sláttuhæðina. Eina gagn ­ rýnin sem vélin fékk var að und ir lok prófsins átti annað hjól ið það til að festast. Texas Combi SP46TR fær miðlungs einkunn og ásætt­ anlegar einkunnir fyrir flesta þætti. Kostirnir eru að vél in saxaði vel þegar saxarinn var settur á. Það er auð velt að stilla sláttu hæðina og vélin fer vel í geymslu. Þótt vélin sé nokkuð þung er auð velt að stjórna henni á grasflötinni. Aðal gagnrýnin snýr að því að erfitt er að ræsa vélina. Garðsláttuvélar - gæðakönnun Rafmagnsvélar eru góður kostur. Þær eru hljóðlátari, sparneytnari og ekki síður kraftmiklar en bensínvélarnar. 18 NEYTENDABLA‹I‹ 2. TBL. 2010

x

Neytendablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.