Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.2009, Blaðsíða 18

Neytendablaðið - 01.06.2009, Blaðsíða 18
Þýski landbúnaðarráðherrann, Ilse Aigner, tók nýlega þá ákvörðun að banna ræktun á erfðabreyttum maís (MON 810). Þýskaland fetar þar í fótspor Frakklands, Grikklands, Ungverjalands, Austurríkis og Lúxemborgar. Bæjaraland í suður- Þýskalandi fagnar þessari ákvörðun og stefnir fylkið að því að verða GMO-free zone eða laust við alla erfðabreytta ræktun. MON 810 talinn öruggur Matvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA) hefur að beiðni Evrópuráðsins lagt mat á ræktun MON 810 með tilliti til heilsufarslegrar og umhverfislegrar áhættu. Niðurstöður EFSA eru þær að ræktun MON 810 sé ekki ógnun við umhverfið eða heilsu manna og dýra. Ilse Aigner segist þó hafa komist að þeirri niðurstöðu að þessi erfðabreytta maístegund geti haft skaðleg áhrif á umhverfið og því hafi hún gripið til sinna ráða. Fyrst leyft svo bannað Einstök ríki hafa vald til að banna ræktun á erfðabreyttum afurðum jafnvel þótt þær standist áhættumat Evrópusambandsins. Hin umdeilda erfðabreytta maístegund hefur verið leyfð í Þýskalandi frá árinu 2005 en nú hefur leyfið verið afturkallað. Umhverfisráðherrann kom þannig í veg fyrir ræktun MON 810 á 3.600 hekturum lands sem fyrirhuguð var í vor. Monsanto í málaferlum Monsanto höfðaði nokkurs konar flýtimál fyrir þýskum dómstól til að fá ákvörðuninni hnekkt en hafði ekki árangur sem erfiði. Málatilbúningur Monsanto gengur út á að ríki sem áður hefur leyft ræktun á tiltekinni tegund geti ekki bannað ræktunina nema að það geti sýnt fram á ný vísindaleg gögn sem sanna skaðsemi plöntunnar. Í niðurstöðu þýska dómstólsins sagði m.a. að engin vísindaleg gögn sönnuðu að MON 810 væri skaðlegur umhverfinu. Nýjar rannsóknir bentu þó til þess að eitrið sem plantan framleiðir gæti haft skaðleg áhrif á aðrar lífverur en fiðrildalirfuna. Monsanto getur haldið málaferlum áfram og íhugar nú næstu skref. Erfðabreyttur maís bannaður í Þýskalandi Ný löggjöf bannar skaðleg efni Árið 1993 hóf Evrópuráðið að endurmeta efni sem notuð eru í skordýraeitur og illgresiseyði (varnarefni) í Evrópu. Öll einstök efni sem notuð eru í varnarefni voru metin með tilliti til skaðlegra áhrifa á umhverfið og á heilsufar manna (neytenda, bænda, íbúa nærri ræktunarsvæðum og þeirra sem eiga þar leið hjá). Það var á ábyrgð framleiðenda að leggja fram gögn sem sýndu fram á að efnin væru ekki skaðleg. Þau efni sem stóðust matið eru á sérstökum lista Evrópusambandsins og aðildarríki mega einungis heimila sölu á varnarefnum sem innihalda efni sem hafa verið áhættumetin og finna má á listanum. Af 1000 efnum sem voru á markaði 1993 hafa 67% verið tekin af markaði í tengslum við þetta endurmat. Ekki allir sáttir Almenn ánægja er með þessa nýju löggjöf Evrópusambandsins sem tók gildi í janúar sl. Þó líst mörgum bændum í Evrópu ekki á blikuna. Þeir halda því fram að uppskera minnki mikið þar sem mörg varnarefni sem notuð hafa verið með góðum árangri verða nú bönnuð. Það myndi leiða til verðhækkana til neytenda. Fram­ leiðendur varnarefna höfðu einnig hátt í andstöðunni og varð því gríðarleg hagsmunagæsla í Brussel í tengslum við löggjöfina. Breskir bændur voru sérstaklega ósáttir og töldu mörg efnanna sem nú hafa verið bönnuð nauðsynleg við ræktun þar sem rakinn í Bret­ landi getur reynst erfiður. Gulrætur og viský í hættu? Gulrótabændur í Bretlandi spáðu gríðarlegum samdrætti í gulróta­ ræktun og skoskur þingmaður sagði ræktun á byggi verða svo óhagkvæma í Skotlandi að hugsanlega yrði að flytja bygg til viskí­ framleiðslu inn frá Frakklandi. Það kemur því kannski ekki á óvart að Bretar greiddu atkvæði á móti löggjöfinni á Evrópuþinginu. Hvort spár svartsýnustu bænda ganga eftir verður að koma í ljós. Þeir eru þó fleiri sem fagna löggjöfinni og telja hana marka stórt skref í umhverfismálum. Hættuleg skordýra­ og plöntueitur – tæp 700 efni bönnuð í Evrópu Maístegundin MON 810 hefur verið leyfð í Evrópu frá árinu 1998 og er maísinn notaður í dýrafóður. Maísplöntunni hefur með erfðatækninni verið breytt þannig að hún framleiði skordýraeitrið Bascillus thuringiensis í þeim tilgangi að eyða fiðrildalirfunni Corn Bore (maísæta) sem leggst á maísplöntur. Býflugum fækkar stöðugt og er það mikið áhyggjuefni enda gegna þær gríðarlega miklu hlutverki í lífríkinu. Ein helsta ástæða þessarar fækkunar er talin mikil notkun skordýraeiturs og illgresiseyðis í landbúnaði. 1 NEYTENDABLA‹I‹ 2. TBL. 2009

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.