Neytendablaðið - 01.06.2009, Page 20
Mikil umfjöllun hefur verið um tannheilsu íslenskra barna undan-
farið. Neytendasamtökin könnuðu verð á þjónustu tannlækna og
ákváðu að skoða sérstaklega verð á helstu liðum sem snúa að
börnum, s.s. flúorburstun, röntgenmynd, tannhreinsun og áfanga-
eftirliti. Svör bárust frá 104 tannlæknum og í ljós kom að verð-
munur er oftar en ekki mjög mikill. Lesendur eru hvattir til að
kynna sér málin betur á www.ns.is
Dýr fræðsla
Íslenskir tannlæknar virðast almennt standa sig vel og Neytenda
samtökin fá ekki mörg mál sem snúa að þeim. Eitt af því sem foreldrar
kvarta þó yfir er aðgerðarliðurinn „fræðsla“. Samkvæmt könnun
Neytendasamtakanna innheimta langflestir tannlæknar gjald fyrir
þennan lið og getur það slagað hátt í 4.000 krónur. Foreldrum sem
fara reglulega með börnin til tannlæknis finnst súrt í broti að borga
nokkur þúsund krónur fyrir fræðslu. Neytendasamtökin þekkja þess
dæmi að forráðamenn barna hafi ekki verið spurðir að því sérstak
lega hvort þeir vilji kaupa þessa þjónustu.
Fastur liður í reikningi
Faðir níu ára barns hafði samband við Neytendasamtökin. Hann
hafði farið með barnið til nýs tannlæknis. Sá hafði skoðað tennurnar
í barninu, talið þær og spjallað við barnið og foreldra þess meðan á
heimsókninni stóð. Engar myndir voru teknar, engin flúorburstun
eða neitt slíkt. Reikningurinn hljóðaði upp á 13.700 kr. Sundurliðun
sýndi að skoðun kostaði 9.700 kr. og fræðsla 4.000 kr. Föðurnum
fannst ansi hart að borga 4.000 kr. fyrir kurteislegt spjall. Aðspurður
sagði tannlæknirinn að þetta væri fast gjald sem allir borguðu
hvort sem þeir fengju fræðslu eða ekki. Gjaldið væri þó, að sögn
tannlæknisins, einungis innheimt í fyrsta sinn sem barn kæmi í
skoðun.
Neytendasamtökin draga í efa lögmæti þess að tannlæknar
innheimti fyrir þjónustu, sbr. fræðslu, sem ekki er veitt. Þá er sjálf
sagt að foreldrar séu spurðir að því fyrirfram hvort þeir kjósi að
borga fyrir fræðslu. Ef tannheilsa barnsins er almennt góð hlýtur að
vera nægjanlegt að benda á fræðsluefni sem nálgast má ókeypis á
vef Lýðheilsustöðvar.
Fólk er eindregið hvatt til að spyrja tannlækna út í reikninginn og
gera athugasemdir ef því finnst eitthvað óeðlilegt við hann. Ef fólk
telur á sér brotið í samskiptum við tannlækna er hægt að senda mál
fyrir úrskurðarnefnd Neytendasamtakanna og Tannlæknafélags
Íslands.
Könnun á verðlagi tannlækna
Á heimasíðu Lýðheilsustöðvar eru ýmsar gagnlegar
upplýsingar um tannvernd, m.a. eru þar upplýsingar
á erlendum tungumálum um tannvernd barna.
10-11
11-11
Actavis
Apótekarinn
Apótekið
Atlantsolía
ÁTVR
Bananar
Bensínorkan
Borgun
Bónus
Brimborg
Búr
Byko
elisabet.is
Frumherji
Hagkaup
Heilsuhúsið
Húsasmiðjan
Iceland Express
Icelandair
IKEA
Ísfugl
Íslandspóstur
Ístak
Kaskó
Kjarval
Krónan
Landsbankinn
Lyf og heilsa
Lyfja
Matfugl
MS
N1
Nettó
Nova
Nóatún
Orkuveita Reykjavíkur
Penninn
Rúmfatalagerinn
SPARISJÓÐIRNIR
Samkaup-Strax
Samkaup-Úrval
Samskip
Securitas
Síminn
Skeljungur
Sláturfélag Suðurlands
Tal
Tryggingamiðstöðin
Valitor
Vátryggingafélag Íslands
Vífilfell
Vodafone
Vörður tryggingar hf
0 NEYTENDABLA‹I‹ 2. TBL. 2009