Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.05.2012, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 16.05.2012, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGURINN 16. MAí 2012 • VÍKURFRÉTTIR LISTAHÁTÍÐ BARNA Í REYKJANESBÆ 10.- 24. MAÍ Samstarfsverkefni Listasafns Reykjanesbæjar og allra 10 leikskóla og 6 grunnskóla bæjarins. Duushús - Verk leikskólanna: Sögur og ævintýri Sýningar og listasmiðja Listaverk í leiðinni Verk grunnskólanemenda staðsett víðs vegar um bæinn: Nettó, Kjarna (Bókasafn Rnb.), Krossmóa (MSS), Nesvellir, Kaffitár, Langbest Ásbrú Ekki láta þessar sýningar fram hjá ykkur fara! VORTÓNLEIKAR Vortónleikar Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, deilda, verða haldnir dagana 16. til 25. maí. Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðu skólans tonlistarskoli.reykjanesbaer.is og á skrifstofu skólans í síma 421-1153 Aðrir vortónleikar verða sem hér segir: Laugardagur 19. maí kl. 15:00 í Ytri-Njarðvíkurkirkju: Strengjasveitirnar ásamt gestum frá T. Seltjarnarnesi Mánudagur 21. maí kl. 19:30 á sal skólans við Austurgötu: Rytmadeild og Léttsveitin Þriðjudagur 22. maí kl. 18:30 í Stapa, Hljómahöllinni: Gítarsamspilin Miðvikudagur 30. maí kl. 19:00 í Stapa, Hljómahöllinni: Lúðrasveitirnar Skólaslit verða í Stapa, Hljómahöllinni, fimmtudaginn 31. maí kl. 18:00 Skólastjóri NESVELLIR Léttur föstudagur 18. maí kl. 14:00. Tónlistaratriði frá systkinunum Valda og Önnu Skafta. UMFERÐAR- OG ÖRYGGISÞING Fimmtudaginn 24. maí verður Umferðar- og öryggisþing Reykjanesbæjar haldið í bíósal Duushúsa kl 17:00 Á þinginu verða starfsmenn Umhverfis- og skipulags- svið og aðrir fagaðilar með erindi. Tilgangurinn er að setjast saman til skrafs og ráðagerða og benda á hættur sem fyrirfinnast í bænum. Mikilvægt er að fá foreldra grunnskólabarna með í þessa vinnu til að benda á hættumerkin í sínu nærumhverfi. ›› FRÉTTIR ‹‹ Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Akureyri Húsavík Vestmannaeyjum 1.290,- 1.290,- 1.290,- 1.250,- 1.290,- 1.890,- 110 cm 1.890,- 1.290,- GÆÐASKÓFLUR Haki 1.890,-Malarhrífa verð frá 1.390,- Laufhrífa 690,- Strákústur 30cm breiður 695,- Garðtól á góðu verði Á laugardaginn verða Gospel-krakkar frá Hjálpræðis- hernum að sýna lítinn söngleik í Frumleikhúsinu Keflavík, kl. 16:00 Söngleikurinn heitir „Nýji vinur- inn“ og fjallar um Pétur Lærisvein Jesú og litla lamaða stúlku sem Jesús læknar. Krakkarnir sem leika og syngja eru á aldrinum 6 til 13 ára. Þau eru að safna fyrir að fara í vorferð og mun það því kosta 500 kr. fyrir fullordna og hálft verð fyrir börn að koma og sjá leikritið. Við skorum á Keflvík- inga að kíkja við á Laugardaginn og sjá þessa einstöku sýningu, segir í tilkynningu frá Hjálpræðishernum. Mikið fjölmenni fylgdi Haf-steini Guðmundssyni til grafar frá Keflavíkurkirkju en útför hans var sl. fimmtudag. Það voru fyrrum félagar Hafsteins úr gullaldarliði Keflavíkur sem báru kistu Hafsteins, en það voru þeir: Steinar Jóhannsson, Jón Jóhanns- son, Guðni Kjartansson, Einar Gunnarsson, Ástráður Gunnars- son, Karl Hermannsson, Sigurður Albertsson og Jón Ólafur Jóns- son. Hafsteinn var m.a. formaður Knattspyrnuráðs Keflavíkur í mörg ár og var í forystu þegar upp- gangur knattspyrnunnar í Keflavík var sem mestur. Hann varð síðar landsliðseinvaldur Íslands í knatt- spyrnu. Hann lék fjóra landsleiki, var stjórnarmaður KSÍ í fjögur ár og landsliðsnefndarmaður áður en hann varð einvaldur. Hafsteinn var m.a. sæmdur heið- urskrossi KSÍ á fimmtugsafmæli sínu 1973 sem er æðsta heiðurs- viðurkenning KSÍ. Hann var sæmdur gullmerki Keflavíkur árið 2008. Þá var Hafsteinn sæmdur riddarakrossi af forseta Íslands um síðustu áramót, heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu, fyrir forystu á vettvangi íþróttastarfs á Suðurnesjum og víðar. Oft var Hafsteinn einnig nefndur guðfaðir knattspyrnunnar í Keflavík. Guðfaðir knattspyrnunnar borinn til grafar Gospelkrakkar með söngleik Ók ölvaður á lög- reglustöðina Karlmaður á fertugsaldri kom akandi á lögreglustöðina við Hringbraut í Reykjanesbæ í liðinni viku, vegna erindis sem hann taldi sig eiga við lögreglu. Ekki er það í frásögur færandi að öðru leyti en því að þegar lög- reglumaður ræddi við manninn reyndist vera áfengislykt úr vitum hans. Spurður kvaðst hann hafa komið akandi á lögreglustöð- ina. Maðurinn var látinn blása í áfengismæli, sem sýndi að hann var undir áhrifum áfengis. Hann var því handtekinn og færður til skýrslutöku í kjölfarið. Þar neit- aði hann að hafa verið á bílnum. Tekin var af honum skýrsla og honum sleppt að því loknu. Fíkniefni í fyrrum bílaleigubíl Maríjúana fannst í liðinni viku í bifreið í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum, sem haldlagði efnið. Bílaleiga í umdæminu hafði selt bifreiðina en þar sem kaupandinn stóð ekki í skilum með afborganir fóru starfsmenn fyrirtækisins og sóttu bílinn. Þegar þeir voru að safna saman munum sem hinn óskil- vísi kaupandi hafði skilið eftir í bifreiðinni fundu þeir maríjúana í tveimur glærum smellupokum sem komið hafði verið fyrir í sígarettupakka. Þeir gerðu lög- reglu þegar viðvart og fjarlægði hún efnin úr bílnum. Kannabisræktun í svefnherbergi Lögreglan á Suðurnesjum handtók í vikunni sem leið karlmann á fertugsaldri og rúm- lega tvítuga konu vegna gruns um að kannabisræktun væri í gangi í íbúðarhúsnæði þeirra. Að undan- gengnum dómsúrskurði var gerð húsleit á heimilinu. Þar fundust fjórtán kannabisplöntur, tólf í einu svefnherbergi og tvær í öðru. Konan játaði aðild sína að málinu sem telst upplýst. Lögregla lagði hald á plönturnar og ræktunar- búnaðinn. Minnt er á fíkniefna- símann 800 5005 þar sem hægt er að koma gjaldfrjálst á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál, undir nafnleynd, til lögreglu. Garðaúðun Eitrum fyrir köngulóm, roðamaur og öðrum skordýrum. Upplýsingar í síma 863 1291

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.