Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.05.2012, Síða 15

Víkurfréttir - 16.05.2012, Síða 15
15VÍKURFRÉTTIR • MIÐVIKUDAGURINN 16. MAí 2012 HJARTAHEILL verður á ferðinni um Suðurnesin í maí 2012. Starfsemi Hjartaheilla verður kynnt í máli og myndum auk þess sem fólki gefst kostur á að fá mældan blóðþrýsting, blóðfitu og súrefnismettun, sér að kostnaðarlausu. Grindavík: Fimmtudaginn 24. maí 2012 verður mæling frá kl. 15:00 til 18:00 í Íþróttahúsi Grindavíkur, Austurvegi 1 - 3. Vogum: Miðvikudaginn 30. maí 2012 verður mæling frá kl. 16:00 til 18:00 í Íþróttamiðstöð Voga, Hafnargötu 17. Gönguhópur í Reykjanesbæ! Mánudaginn 21. maí nk. verður farið af stað með gönguhóp. Gengið verður á mánudögum og miðvikudögum frá Nesvöllum. Mæting er kl. 16:45 og lagt af stað kl. 17:00. Skipt verður í tvo hópa. Annar hópurinn mun ganga í ca. 30 mínútur og hinn í ca. 60 mínútur. ER ÞAÐ VON OKKAR AÐ SEM FLESTIR LÁTI SJÁ SIG. ALLIR HJARTANLEGA VELKOMNIR. www.heilsuhusid.is Hringbraut 99 Keflavík Sími 578 5560 Opið: mánud. - föstud. 10 -18 Ásdís Ragna Einarsdóttir grasalæknir veitir ókeypis ráðgjöf í Heilsuhúsinu, Hringbraut 99, Reykjanesbæ föstudaginn 18. maí milli kl. 15:00 og 18:00. Njarðvíkingar leika í 2. deild karla í knattspyrnu í sumar líkt og í fyrra en síðast lék liðið í 1. deild árið 2010. Njarðvíkingar léku skemmtilegan sóknarbolta í fyrrasumar þar sem fram- herjinn efnilegi Andri Fannar Freysson fór fremstur í flokki. Nú ætlar liðið sér að stoppa í götin í vörninni og stefnan er tekin upp á við. Samkvæmt spá fótbolta.net þar sem fyrir- liðar og þjálfarar spá fyrir um sumarið, þá eiga Njarðvíkingar að taka efsta sæti deildarinnar og fara upp um deild. Við spurðum Árna Þór Ármanns- son fyrirliða Njarðvíkinga hvort ekki sé raunhæft að Njarðvíkingar fari upp um deild í ár? „Miðað við hvernig við höfum verið að spila í Deildarbikarnum og á undir- búningstímabilinu þá ættum við að geta unnið hvaða lið sem er í þessari deild. Það hlýtur að vera stefnan að fara upp eftir gengi okkar í fyrra. Það er alltaf mark- miðið hjá Njarðvík.“ Njarðvík náði jafntefli gegn Aftureldingu á útivelli í 1. umferð og taka svo á móti grönnum sínum í Reyni á laugardaginn kemur. „Þetta spilaðist ekki alveg eins og við vildum í fyrra en við náðum ekki að gera heimavöll okkar að þessari gryfju sem við höfðum vonast eftir,“ segir Árni en Njarðvíkingar léku mun verr á heimavelli en á útivöllum í fyrrasumar og unnu aðeins fjóra leiki á Njarðtaksvellinum. Hópurinn er töluvert breyttur og talsvert þynnri en í fyrra. „Það voru margir lánsmenn hjá okkur í fyrra sem eru farnir og svo eru ungir strákar að koma upp. Það er samt sami kjarni enn til staðar,“ en Njarðvíkingar náðu þó að halda í Andra Fannar Freysson sem var eftirsóttur eftir frábært tímabil í fyrra þar sem hann var markahæstur í deildinni með 17 mörk og var einnig val- inn efnilegastur. Hann er þó meiddur um þessar mundir en er væntanlegur innan skamms. Sóknarleikurinn var magnaður hjá Njarðvíkingum í fyrra og skoraði liðið flest mörk allra liða í 2. deild- inni. Árni segir að varnarleikurinn sé hins vegar eitthvað sem hafi verið lögð áhersla á í vetur og komi til með að vera aðalsmeki Njarðvíkinga í sumar. „Við munum vera þéttir í vörninni en við erum vanir því að skora alltaf mörk. Við munum stefna að því að fækka mörkunum sem við fáum á okkur.“ Hvernig leggst 2. deildin annars í þig? „Það er oft erfitt að meta það. Mörg liðanna eru úti á landi og maður veit ekki mikið um þau lið því við sjáum þau ekki yfir vetur- inn. Ég hef þó trú á því að þetta verði ekki eins jafnt og í fyrra, það verður meira bil á milli efstu og neðstu liða,“ segir Árni en deildin var ótrúlega jöfn í fyrra. „Þetta verða 4-5 lið sem verða í baráttu um efstu sætin.“ Njarðvíkingar virðst vera þokkalega heilir og í góðu standi að sögn Árna. Verða það þá vonbrigði ef Njarðvíkingar fara ekki upp? „Fyrir mína parta er það svo. Við höfum svo sem ekki farið yfir markmið okkar en við stefnum á toppbaráttuna,“ en Njarðvíkingar voru grátlega nærri því að komast upp í 1. deild í fyrra. FARNIR LEIKMENN: Almar Elí Færseth til Noregs Bjarni Steinar Svein- björnsson hættur Björn Ísberg Björnsson hættur Einar Helgi Helgason til Grindavíkur (var á láni) Fitim Morina til ÍR (var á láni frá Val) Garðar Eðvaldsson hættur Gísli Örn Gíslason hættur Haraldur Axel Einars- son til Þróttar Vogum Jónas Bergsteinsson til ÍBV Kristinn Björnsson til Keflavíkur (var á láni) Magnús Örn Þórsson til Tindastóls (var á láni frá Val) KOMNIR LEIKMENN: Garðar Sigurðsson frá Þrótti Vogum Marteinn Sindri Svavars- son frá Hamar Stefán Guðberg Sigurjóns- son frá Þrótti Vogum Ísak Örn Einarsson frá Haukum á láni Vignir Jóhannesson frá Breiðablik á láni Fara Njarðvík- ingar upp í ár? Árna Þór Ármannsson fyrirliði Njarðvíkinga í leik gegn Reyni Sandgerði sl. sumar. VF-mynd: Eyþór Sæmundsson Andri Fannar er skæður leik- maður í liði Njarðvíkur.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.