Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.05.2012, Page 16

Víkurfréttir - 16.05.2012, Page 16
Evrur í vEskið Þetta er allt annað líf. Langisjór ylvolgur og bjórinn ískaldur. Kallinn, sem rukkar fyrir bekkina, er sá sami. Búinn að standa sína plikt í tuttugu og eitthvað ár. Kann vel við hann. Ellihrumur og gráhærður gengur hann á milli manna og rukkar. Evrur. Í sandölum og ermalausum bol. Með hatt. Gamlan. Slitinn. Örugglega sá sami. Ég kann vel við mig á ströndinni. Börnin busla í flæðarmálinu og búa til sandkastala. Flotta. Minnir mig á þegar ég kom með börnin mín með mér og við smíðuðum hallir, reistar á sandi. „Á sandi byggði heimskur maður hús,“ söng ég með þeim í leikskólanum. Ég lék heimska manninn og krakkarnir híuðu á mig. Sagði þeim líka sögur af Birni bónda, sem bjó í Villingaholti og geymdi óþekku börnin í súrheysturninum. Að ógleymdri sögunni af Klaufa-Bárði, sem rann alltaf í skítnum í fjósinu. Minningar. Ljúfar. Sjö evrur!, galaði sá gamli og vakti mig af værum blundi. Senior! Ha, já, fyrir-gefðu kallinn minn. Góðan daginn! Ég gramsaði í veskinu. Var hugsað til Jóhönnu þegar ég borgaði. Mikið andskoti væri gott að fá útborgað í evrum og greiða í evrum hvort sem er heima á Fróni eða á Spáni. Þyrfti ekki þessi bannsettu gjaldeyrishöft, sem leyfa manni ekki að taka nema ákveðinn skammt af gjaldeyri. Svo sem ekki langt síðan maður fór með gjaldeyrisávísanir í sumarfríið. Ekki annað í boði þá. Eins og greifi að undirrita tékka í röðum. Unglingurinn sjálfur. Mamma hleypti mér út á sextánda ári til Mæjorka. Með Palla vin sextán og Gunna frænda hans, eitthvað eldri. Ótrúleg manneskja. Svo glöð þegar ég kom heim með fötin öll samanbrotin í töskunni. Samstíga. Verðlagið á Spáni er bara þokkalega gott. Þú ferð að versla úti í búð og færð meira fyrir peninginn en heima. Léttvínið hræbillegt og bjórinn nánast gefins. Hættulega gefins. Ég trúi því að einn daginn eigum við eftir að lifa góðu lífi á Íslandi. Í náinni framtíð. Vonandi minni. Heimilisvörur á heildsöluverði og nautakjötið á niðursettu. Hlunkar á grillið. Meyrir. Nammi. Ég ligg yfir þessu alla daga í minni vinnu. Kaupa gjaldeyri. Hringja í gjald-eyrisborðið og hlera stöðuna. Sveiflurnar svaklegar. Jafnvel innan dags. Ekki gott að búa við þetta til lengdar. Ætlum við að rembast eins og rjúpa við staur eða skella okkur í partíið? Hlakka til næstu kosninga og heyra hvað spekingarnir segja. vf.is Miðvikudagurinn 16. maí 2012 • 20. tölublað • 33. árgangur auglýsingasími víkurfrétta er 421 0001 FIMMTUDAGSVALS VAlUr KeTIlSSon SKrIFAr KOMDU Í GOLF Í LEIRUNNI NÝJAR MOTTUR Á ÆFINGASVÆÐINU. OPIÐ TIL 22:00 JÓEL 6 HOLU ÆFINGA- VÖLLUR HENTAR VEL FYRIR BYRJENDUR HAFIÐ SAMBAND Í SÍMA 421 4100 EÐA NETFANGIÐ GS@GS.IS PI PA R \T BW A - S ÍA - 12 07 00 Afsláttur allan hringinn Sæktu um lykil núna á ob.is með ÓB-lyklinum 1. Sérafslættir (-10 kr. í fyrsta skipti, -10 kr. á afmælis daginn og -15 kr. í 10. hvert skipti) koma ekki til viðbótar við aðra afslætti eða önnur viðskiptakjör. Nánar á ob.is. 2. Til að safna Vildarpunktum Icelandair þarf lykillinn að vera tengdur við Visa eða American Express Vildarkort Icelandair. Einnig er hægt að tengja lykilinn Viðskiptakorti Olís og safna Vildarpunktum. Punktasöfnun er 1,5% af upphæð, sem gerir um 4 kr. í formi Vildarpunkta Icelandair.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.