Víkurfréttir


Víkurfréttir - 31.03.2011, Page 6

Víkurfréttir - 31.03.2011, Page 6
AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0001VÍKURFRÉTTIR I 13. TÖLUBLAÐ I 32. ÁRGANGUR6 Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið gunnar@vf.is. Auglýs- ingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Afgreiðsla, ritstjórn og auglýsingar: Grundarvegi 23, 260 Njarðvík, sími 421 0000 Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Blaðamaður: Sigurður Jónsson, sími 421 0004, siggi@vf.is Auglýsingadeild: Gunnar Einarsson, sími 421 0001, gunnar@vf.is Útlit, umbrot og prenvistun: Víkurfréttir ehf. Auglýsingagerð: Þórgunnur Sigurjónsdóttir, sími 421 0011, thorgunnur@vf.is og Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0011 Afgreiðsla: Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0009, rut@vf.is og Aldís Jónsdóttir, sími 421 0010, aldis@vf.is Prentvinnsla: Prentsmiðjan Oddi hf. Upplag: 8500 eintök. Dreifing: Íslandspóstur Dagleg stafræn útgáfa: www.vf.is, m.vf.is og kylfingur.is 141 776 UM HVE RFISMERKI PRENTGRIPUR Ekki er vika án Víkurfrétta - sem koma næst út fimmtudaginn 7. apríl. Bókið auglýsingar í síma 421 0001 eða gunnar@vf.is Ritstjórnarpistill Víkurfrétta PÁLL KETILSSON, RITSTJÓRI Haraldur Leifsson „Ég ætla að segja já.“ Eva Lind Ómarsdóttir „Ég veit ekki hvort ég kýs en ég mun ekki samþykkja.“ Guðbjörg Irmý Jónsdóttir „Ég er ekki ákveðin en hallast að samþykki.“ Guðmundur Ingi Einarsson „Ég ætla að kjósa á móti.“ Stefanía Guðmundsdóttir „Ég hugsa að ég kjósi ekki.“ Spurning vikunnar // „Hvað ætlar þú að kjósa í Icesave deilunni?“ Afgreiðsla Víkurfrétta er opin alla virka daga frá kl. 09-12 og 13-17. Athugið að föstudaga er opið til kl. 15. Við fjölluðum um fjölbreytta menningarstarf-semi í Reykjanesbæ í síðustu viku en við það er að bæta að íþróttastarfsemi er gríðarlega sterk og hefur ekki látið undan í kreppunni. En það eru ekki bara íbúar Reykjanesbæjar sem eru að gera það gott í menningu og íþróttum. Nágrannar þeirra í Garði og Grindavík hafa lítið gefið þeim eftir. Garðmenn voru fyrr í vetur með mjög öfluga dagskrá sem hét „Ferskir vindar“ og nú 2. apríl hefst menningarvika í Grindavík. Það er ekki bara „fiskur undir steini“ í þessu mikla sjávarplássi. Þar hafa íþróttir og menning sótt mikið á undanfarin ár og dagskráin í þessari menningar- viku er mjög fjölbreytt. Ekki eru bara margir spennandi menningar- viðburðir heldur er hægt að fara í heita pottinn með bæjarfulltrúum alla næstu viku. Grindvíkingar eru duglegir og framtakssamir í mörgum málum. Ætíð hefur verið næg atvinna í bæjarfélaginu og stefnt er að opnun mennta- skóla. Þeir halda úti virkri vefsíðu um málefni bæjarins og gefa út Járngerði, fréttablað þrisvar á ári. Það er ástæða til að hrósa Grindvík- ingum fyrir góðan gang á mörgum sviðum. Landsvirkjun og álverið Björgvin G. Sigurðsson, fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis skrifaði grein á vf.is þar sem hann hvatti Landsvirkjun til að koma að orkuöflun í álverinu í Helguvík með yfirtöku virkjana Orkuveitu Reykjavíkur sem á við mikla fjárhagserfiðleika að etja. „Landsvirkjun hefur alla burði til að ganga inn í þessi verkefni og myndi það liðka fyrir orkusölu til álvers í Helguvík og líkast til koma í veg fyrir að þau áform yrðu að engu. Áfram er reiknað með því að HS Orka skaffi meirihluta orkunnar til álvers í Helguvík. Þessháttar aðkoma Landsvirkjunar að verkefninu, ásamt því að leggja umfram- orku í kerfi sínu á næstu árum til verkefnisins, gæti skipt sköpum um framhald málsins. Það er mjög brýnt nú þegar mikið liggur við, að koma öflugum fram- kvæmdum af stað vegna atvinnustigsins og hagvaxtarauka, að Lands- virkjun leiti allra leiða til þess að koma að Helguvíkurverkefninu. Það gæti hoggið á Helguvíkurhnútinn og tryggt framgang verkefnisins,“ segir Björgvin sem flutti sams konar mál á Alþingi í upphafi vikunnar. Undir orð hans tók Kristján Möller, formaður iðnaðarnefndar en hann sagði að tvö þúsund störf yrðu til innan fimm mánaða ef Helguvík- urframkvæmdirnar kæmust í gang. Það væri ekki svo lítið þegar haft væri í huga að fimmtán þúsund manns gengju um atvinnulausir. Það væri eitt mesta þjóðfélagsmeinið um þessar mundir sem kostaði um þrjátíu milljarða króna. Ekki er hægt að greina annað en að stuðningur sé við álversverkefnið innan vébanda Samfylkingarinnar en Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráð- herra hefur alltaf talað fyrir álveri. Hins vegar höfðu forráðamenn Reykjanesbæjar og Garðs áhyggjur af því þegar forsætisráðherra tilgreindi nýlega ekki álverið í þeim verkefnum sem horft væri til á næstunni. Nú er bara spurning hvort Samfylkingin hafi vilja og þrek til að fylgja málum eftir og tryggja álversframkvæmdum framgang eða hvort „fúlir á móti“ Vinstri grænir nái að tefja málið áfram. Menning og álver Tók í spaðann á Magic Johnson og Steven Segal 4 Bergsveinn Alfons Rúnarsson, þjónustustjóri farþegaafgreiðslu IGS Bergsveinn Alfons Rúnars-son, fæddur hið merka ár 1983, starfar sem þjón- ustustjóri farþegaafgreiðslu IGS á Keflavíkurflugvelli. Bergsveinn á eina litla dóttur, hana Kamillu Nótt, með Guðríði Jónsdóttur. Hann kláraði grunnskólann með stæl og svo lá leiðin í FS. „Þar átti ég nokkur skemmtileg ár en stuttu áður en ég nálgaðist hvítu húfuna ákvað ég að taka mér frí og stendur það ennþá yfir,“ sagði Bergsveinn. „Ég þarf að fara að klára þetta svo ég fái þessa blessuðu húfu.“ Bergsveinn er með yfirumsjón yfir starfsemi farþegaafgreiðsl- unnar en það er innritun farþega og almenn þjónusta við þá. Einnig sér hann um móttöku flugvéla og að birgja þær upp. „Ég vinn á tólf tíma vöktum, bæði daga og nætur. Þegar ég er á næturvakt, geng ég frá deginum sem leið og undirbý næstu daga.“ Bergsveinn hóf starf hjá IGS árið 1997 og þá sem kerrust- rákur. Hann hefur svo unnið við hin ýmsu störf innan IGS eins og í hlaðdeild, Catering og Load control en byrjaði svo í farþegaafgreiðslunni árið 2005. „Mér finnst þetta frábært starf. Þetta er mjög fjölbreytt og dagarnir því yfir- leitt aldrei eins. Oftar en ekki er mjög mikið að gera hjá okkur og mikið álag en við höfum svo frábært starfsfólk að það gengur alltaf allt upp að lokum,“ sagði Bergsveinn, að- spurður hvernig honum líkaði starfið. „Það sem mér finnst skipta mestu máli er að mór- allinn hjá okkur er eins góður og hann gerist og því er alltaf gaman að mæta í vinnuna.“ Mikið af fræga fólkinu hefur komið í heimsókn til Íslands og auðvitað þarf það að fara í gegn hjá Bergsveini. En hvaða frægi einstaklingur er þér minnisstæðastur? „Maður hefur nú alveg hitt þá nokkra en minnisstæðast var að taka í spaðann á Magic Johnson og Steven Segal,“ sagði Berg- sveinn stoltur. „Er samt ennþá að bíða eftir því að Kate Hud- son komi og kíki á kallinn.“ Bergsveinn hefur þurft að ferðast nokkuð vegna vinn- unnar, bæði innanlands sem utan. „Ég fór fyrir nokkrum árum til Parísar vegna vinn- unnar á meðan starfsfólkið þar var í setuverkfalli en það var bara gaman og fróðlegt. Svo stóð maður vaktina á Akur- eyri á meðan á eldgosinu stóð, strembið verkefni en ótrúlega gaman. Starfsfólk IGS og Ice- landair gerðu ótrúlega hluti við að halda fluginu gangandi á meðan stóru flugfélögin úti í heimi felldu niður flug í hrönnum.“ Bergsveinn er mjög ánægður með starfið sitt og er ekkert á leiðinni að hugsa sér að breyta neitt til eins og staðan er í dag. „Mér líkar þetta mjög vel en ég hef þó ekki ennþá ákveðið hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór,“ sagði Bergsveinn, þó hann sé nú orðinn nokkuð stór. Starfið mitt STANDIÐ MEÐ OKKUR VAKTINA! Tekið er við ábendingum um jákvæðar og skemmti- legar fréttir alla daga í síma 421 0002 eða á póst- fangið vf@vf.is ÚTKALLSSÍMI ALLAN SÓLARHRINGINN 898 2222 Bergsveinn Alfons Rúnarsson, hér í appelsínugulu vesti, tekur í spaðann á... tja, ekki er það Magic Johnson né Steven Segal...

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.