Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2004, Blaðsíða 13

Ægir - 01.07.2004, Blaðsíða 13
13 S A LT F I S K V I N N S L A saman og reyni að finna flöt á sameiginlegum hagsmunamálum sínum, en það hefur enn sem komið er lítinn hljómgrunn feng- ið,“ segir Jóhann. Hráefnið kemur víða að Saltfiskverksmiðja SÍF Canada í Tusket framleiðir undir sínum eigin vörumerkjum og einnig vörumerkjum kaupenda. Á markaði í Karabíska hafinu eru fyrst og fremst seldar þurrk- aðar afurðir úr ufsa, sem er ódýr vara. „Þarna erum við í nokkuð harðri samkeppni við saltfisk frá Noregi, m.a. frá GPG,“ segir Jó- hann. Alaskaufsinn hefur verið að styrkja stöðu sína á saltfiskmörk- uðunum og það hefur mikil áhrif, enda er ufsinn mun ódýrari vara en t.d. þorskurinn. Auk hráefnis frá Kanada kaupir SÍF Canada hráefni frá Noregi, Ís- landi og Alaska. „Já, við erum að fá töluvert mikið magn frá Ís- landi. Þetta er blautverkaður salt- fiskur sem við síðan vinnum áfram fyrir okkar markaði - allt eftir óskum kaupenda. Við þurrk- um fiskinn og jafnvel beinhreins- um eða roðdrögum hann.“ Gott að eiga viðskipti við Kínverja Sem fyrr segir er það mat Jóhanns A. Jónssonar að alltof margir salt- fiskframleiðendur í Kanada séu að bítast um markaðinn, sem hafi haft óæskileg áhrif á verðþróun- ina. Margir þessara framleiðenda, sem flestir eru á Nova Scotia, eru með saltfiskvinnslu sem einskon- ar hliðarbúgrein við humar- vinnslu eða aðra fiskvinnslu. Sókn Kínverjanna inn á salt- fiskmarkaðina hefur þyngst á undanförnum árum. Vörugæðin hafa verið að aukast stig af stigi og nú er svo komið að í Kína er framleidd prýðisgóð vara sem er fyllilega samkeppnihæf. „Að hluta til erum við að kaupa salt- fisk af Kínverjunum, sem við endurseljum síðan til okkar við- skiptavina. Við metum það ein- faldlega svo að við getum ekki stöðvað þessa þróun og þess vegna teljum við nauðsynlegt fyrir okk- ur að taka þátt í henni. Við fáum þau viðbrögð frá okkar viðskipta- vinum að sá Alaskaufsi sem er saltaður í Kína sé mjög góð vara, enda sé fiskurinn hvítur og falleg- ur og fljótlegt sé að útvatna hann. Það er okkar reynsla að mjög gott er að eiga viðskipti við Kínverja. Þeir bregðast fljótt og vel við okkar óskum um vörugæði og fleira og ég met það svo að þessi áreiðanleiki Kínverjanna í við- skiptum sé eitt af því sem gerir það að verkum að þeir hafa verið að ná góðum árangri í markaðs- setningu hinna ýmsu vara,“ segir Jóhann. Söltuð ýsa til Puerto Rico Jóhann segir að sl. vetur hafi ver- ið reynt með nokkuð góðum ár- angri að selja saltaða ýsu til Puerto Rico. „Það er allsstaðar vöxtur í ýsunni, hér í Kanada, á Íslandi og í Noregi. Við höfum verið að þreifa okkur áfram með sölu á saltaðri ýsu og það hefur gefið góða raun. Þetta er ljóm- andi góð vara, en á umtalsvert lægra verði en þorskurinn Ég hygg að þarna séu möguleikar á að afsetja ýsu, enda hafa við- brögðin verið góð. Mikil hefð er í Puerto Rico fyrir söltuðum þorski og það kom okkur því skemmti- lega á óvart hversu góð viðbrögð við fengum við ýsunni. Svo virð- ist sem neytendur þarna finni mjög lítinn eða engan mun á þorskinum og ýsunni,“ segir Jó- hann Áhugavert starf Sem kunnugt er var Jóhann A. Jónsson lengstaf framkvæmda- stjóri Hraðfrystistöðvar Þórshafn- ar. Árið 2002 skipti hann hins vegar um starfsvettvang og tók að sér að stýra dótturfyrirtæki SÍF í Kanada, sem SÍF keypti árið 1998 og Ari Þorsteinsson, nú framkvæmdastjóri Frumkvöðla- seturs Austurlands á Höfn í Hornafirði, veitti forstöðu fyrstu fimm árin. „Ég kann ágætlega við þetta starf. Út af fyrir sig er þetta tölu- vert frábrugðið því sem ég var áður að fást við og umhverfið er annað. Fólksfjöldi hér er svipaður og á Akureyri og það má vissu- lega segja að þetta sé dreifbýli eins og heima á Þórshöfn. Það tekur þrjár klukkustundir að aka til Halifax, ekki ósvipað og milli Þórshafnar og Akureyrar. Veturn- ir eru fremur kaldir, en sumrin eru nokkuð mild, í kringum 20 stig,“ segir Jóhann A. Jónsson, framkvæmdastjóri SÍF Canada.Vinnslustöð SÍF Canada í Tusket í Yarmouth á Nova Scotia. aegiragust2004-7tbl 30.8.2004 14:20 Page 13

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.