Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2004, Blaðsíða 15

Ægir - 01.07.2004, Blaðsíða 15
15 F E R S K L E I K I F I S K S verkefninu QIMCHAIN, sem styrkt er af ESB og Rf hefur stjórnað. Markmið þessa verkefnis var að kynna s.k. gæðastuðulsað- ferð, (Quality Index Method- QIM), fyrir fiskmörkuðum, fisk- iðnaði, dreifingar- og söluaðilum, eftirlitsaðilum og rannsóknafólki í Evrópu. Í 4. tbl. Ægis 2003 var grein um mat á ferskum fiski þar sem lýst var námskeiðum um notkun gæðastuðulsaðferðarinnar, sem haldin voru fyrir starfsfólk fiskmarkaða hér á Íslandi. Þar var m.a. sagt frá því að aðferðin væri sú matsaðferð sem fiskirann- sóknafólk í Evrópu er sammála um að henti best við mat á fersk- um fiski. Þess má geta að Rf hef- ur um árabil notað þessa aðferð við kennslu og námskeiðahald. QIM netið (fréttabréf, greinar í innlend og erlend blöð, öflug heimasíða) Í QIMCHAIN verkefninu tóku þátt, ásamt Rf, rannsóknastofnan- ir í Danmörku, Hollandi, Þýska- landi, Noregi, Spáni og Portúgal og auk þess íslenska hugbúnaðar- fyrirtækið Maritech. Í verkefninu hefur nú verið komið upp sam- skiptaneti með meira en 200 þátttakendum. Þeim er tilkynnt um helstu atburði og veittar upp- lýsingar varðandi QIM og fá sent sérstakt fréttabréf. Einnig hefur verið farið á fundi hjá hagsmuna- aðilum í fiskiðnaði, fiskmörkuð- um, dreifingaraðilum og opinber- um aðilum og sagt frá QIM og stöðu þess. Þátttakendum í verk- efninu hefur verið boðið á fund hjá Evrópusambandinu (fiskveiði- nefndinni DG XIV) ásamt Sam- tökum evrópskra fiskihafna og - markaða (EAPPA) til að segja frá stöðu QIM-aðferðarinnar í Evr- ópu. Heimasíða verkefnisins (http://www.qim-eurofish.com/) er uppfærð reglulega og einnig hafa verið skrifaðar greinar í blöð í löndum allra þátttakenda verk- efnisins, einnig í alþjóðleg sjávar- útvegstímarit eins og INFOFISH International og vísindagreinar. Tvö námskeið fyrir gæðastjóra í Evrópu Á vegum verkefnisins QIMCHAIN voru haldin tvö námskeið á þessu ári fyrir gæða- stjóra og aðra aðila í fiskiðnaði. Það fyrra var haldið í Vigo á Spáni í janúar og var mikill áhugi fyrir námskeiðinu þar í landi og komust færri að en vildu, en hægt var að veita 24 aðilum þátttöku. Verklegar æfingar voru m.a. í skynmati á lýsingi. Námskeiðið var haldið í samvinnu við Centro Tecnológico del Mar - fundación (CETMAR) í Vigo and Instituto del Frio (CSIC) í Madrid. Nám- skeiðið og gæðastuðulsaðferðin vakti töluverða athygli og var m.a. haldinn fundur með frétta- mönnum frá dagblöðum og sjón- varpi. Einnig var farið á fund hjá því ráðuneyti á Spáni sem hefur með landbúnað, fiskveiðar og matvæli að gera. Í júní á þessu ári var svo haldið kynningarnámskeið í Billingsgate Seafood Training School, en skól- inn er hluti af Billingsgate-mark- aðinum í London. Markaðurinn er stærsti fiskmarkaður á Bretlandi sem ekki er staðsettur við sjó og kemur allur fiskurinn á markað- inn með flutningabílum, annað hvort frá fiskihöfnum á Bretlandi eða flugvöllum. Á námskeiðinu, sem aðilar frá fiskmörkuðum, smásölum, eftirlitsaðilum og matvælarannsóknafyrirtækjum í Bretlandi sóttu, var QIM aðferðin kynnt og þátttakendum m.a. kennt að nota aðferðina við mat á misferskum þorski og kola. Þess má geta að hinn stóri fisk- markaður Fishgate í Hull, sem er að stórum hluta í eigu Íslendinga, hefur látið þjálfa starfsfólk sitt í notkun gæðastuðulsaðferðarinnar við mat á ferskum fiski. Ýmsir stórir fiskmarkaðir, s.s. í Belgíu og Hollandi, hafa einnig tekið upp þessa aðferð. Skynmatshandbókin þýdd á 10 tungumál Fiskirannsóknastofnanirnar Rf á Íslandi, The Netherlands Institu- te of Fisheries Research (RIVO) í Hollandi og Danish Institute of Fisheries Research (DIFRES) undirrituðu samstarfssamning árið 2001 sem gengur út á sam- vinnu á sviði gæðamats á fiski. Í 0 5 10 15 20 25 30 0 5 10 15 20 Geymslutími í ís G æ ð a s tu ð u ll Það sem eftir er af geymsluþoli Geymsluþol Það sem eftir er af geymsluþoli Skarkoli Lax Mynd 2. Notkun QIM í framleiðslu- og gæðastjórnun. Skynmat á soðnuflökum Fiskiskip Fiskmarkaður Löndun Skynmat á heilum fiski QIM/EU Neytendur Smásalar Fersk flök Neytendur Smásalar Frosin flök Fiskvinnsluhús Skynmat á hráum og soðnum flökum Gæðaflokkun/Torry Skynmat á soðnum flökum Torry Mynd 1. Hvar fer skynmat fram og hvaða aðferðir eru notaðar. aegiragust2004-7tbl 30.8.2004 14:20 Page 15

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.