Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2004, Blaðsíða 26

Ægir - 01.07.2004, Blaðsíða 26
26 Æ G I S V I Ð TA L I Ð störf í boði. Þetta er skelfileg staða og um þetta ætti bæjarstjórnin að fjalla í staðinn fyrir þann tittlinga- skít sem hún er sífellt að ræða um. Hér vantar ein- faldlega vítamínsprautu í atvinnumálum, orkufrekan iðnað sem dæmi. Kröfur um mengunarvarnir eru allt aðrar og betri en var áður og því tel ég ekki ástæðu til þess að menn týni sér í þeirri umræðu, forsend- urnar fyrir orkufrekum iðnaði eru því allt aðrar en áður. En ég legg áherslu á það að ef Akureyri ætlar að eflast og dafna, þá verður að koma öflugur vinnustað- ur hér á svæðið. Fyrir utan skólana, Háskólann og framhaldsskólana, hafa í raun verið þrjár meginstoðir í atvinnumálum á Akureyri - Fjórðungssjúkrahúsið, Samherji og Brim,“ segir Sverrir og bætir við að hann verði að viðurkenna að hann sé „skíthræddur“ um framtíð Brims, enda hafi eigendur fyrirtækisins talað í þá veru að þeir séu að velta ýmsu fyrir sér. Sverrir telur einboðið að eigendur Brims verði ekki með vinnslu á Akureyri nema þeir sjái sér hag í því. Fiskvinnslan hafi tekið miklum breytingum, ferski fiskurinn sæki stöðugt á og það geti haft ýmsar ófyr- irséðar breytingar í för með sér. Sverrir segir ljóst að það þurfi mikið til að reksturinn standi undir kaup- um eigendanna á Brimi og hann veltir því upp hvað kunni að gerast ef þeir lendi í fjárhagsvandræðum. „Hvað segja þá þeir sem hafa lánað þeim peninga til að kaupa fyrirtækið? Jú, þeir segja væntanlega að eigendur Brims verði þá að selja eitthvað af eignun- um og þá er nærtækast að selja af kvótanum. Það er þetta og ýmislegt annað sem maður óttast. Við Ak- ureyringar getum hins vegar ekkert sagt lengur um þetta, við getum haft okkar skoðanir á málinu en annað ekki.“ Verður að ná samningum við sjómenn Sverrir Leósson var lengi í framvarðarsveit hérlendra útvegsmanna - hann var formaður Útvegsmannafé- lags Norðurlands og sat einnig í stjórn LÍÚ. Sverrir segist vera mjög sáttur við núverandi forystu LÍÚ með þá Friðrik Arngrímsson í stóli framkvæmda- stjóra LÍÚ og Björgólf Jóhannsson í stóli formanns. Við víkjum talinu að kjarasamningum sjómanna, sem enn eina ferðina virðast vera í hnút. Sverrir er afar ósáttur við að ekki hafi tekist að semja við sjó- mannaforystuna um kaup og kjör og tekur undir að þessi erfiða staða hafi skaðað sjávarútveginn. „Þetta er óþolandi staða. Laun sjómanna fara alfarið eftir aflaverðmætinu á hverjum tíma. Ef fiskverðið hækk- ar, þá hagnast sjómenn og ef aukið er við kvótann geta skipin fiskað meira og sjómenn njóta góðs af. En málið er bara það að það er ein kaka til skiptanna og ef einn fær stærri bita af henni, þá fá hinir vænt- anlega minna í sinn hlut. Það sjá allir sem vilja sjá að það er ekki endalaust hægt að krefjast þess að fá stærri og stærri hlut af þessari köku. Það getur vel verið að forráðamenn útvegsmanna séu stífir á sinni meiningu, en ég er sannfærður um að það vigtar í báðar áttir. Samningar byggjast á samvinnu og sam- starfi. Ef menn eru stífir á sínu og vilja ekki hrófla við einu eða neinu, þá gerist ekki neitt. Ég neita að trúa því að ekki sé hægt að semja við sjómenn, en ég fæ þær upplýsingar hjá LÍÚ að kröfur sjómannafor- ystunnar séu það gríðarlega miklar að ekki sé með nokkru móti hægt að verða við þeim. Miðað við yfir- lýsingar talsmanna sjómanna getur komið til verk- falls, en það væri vissulega afar dapurlegt. En ef ekk- ert annað er í spilunum, þá verður svo að vera. Það verður í mínum huga að fást einhver botn í þessa deilu þannig að komist á samningur eins og hjá viti bornum mönnum. En ég ítreka það að ég fæ ekki skilið ef ekki er hægt að ná samkomulagi milli út- vegsmanna og sjómanna.“ Handboltaáhuginn Sverrir Leósson er einn af þekktari stuðningsmönn- um handknattsleiksliðs KA. Hann mætir á alla heimaleiki liðsins og hvetur sína menn ákaft. Sverrir segist reyndar hafa alist upp í KA-hverfinu á Akur- eyri, en aldrei stundað íþróttir hjá félaginu eða starf- að með því á einn eða annan hátt. En hvernig kom þá til þessi skyndilegi áhugi hans á handbolta? „Það var nú svo að í einhverju sjómannaverkfallinu var ég að kvöldlagi á fundi á Hótel KEA. Í tveggja tíma fund- arhléi hugsaði ég með mér að það væri best að koma sér austur í Vaðlaheiði eða eitthvert út úr bænum til þess að hreinsa hugann. Þegar ég kem út í bílinn og er að fara af stað hringir síminn og á hinum enda lín- unnar er SS-foringinn - Sigurður Sigurðsson hjá SS Byggi, sem þá var formaður handknattleiksdeildar KA. Sigurður, sem ég þekkti þá ekki neitt, spurði mig hvort ég gæti hitt sig og Pétur Bjarnason. Ég sagði honum að það væri sjálfsagt mál og úr varð að við hittumst þarna um kvöldið. Erindið var þá það hvort ég væri tilbúinn að leggja því fjárhagslega lið að KA gæti fengið Kúbumanninn Julian Duranona til þess að spila með liðinu. Ég sagði þeim sem var að ég væri alveg til í það. Það má segja að koma Durananona til KA hafi verið upphafið á sigurgöngu KA-manna á handboltavellinum og ég hef haft mikla ánægju æ síðan af því að fylgjast með þeim. Ég hef kynnst fjölmörgum frábærum einstaklingum, bæði leikmönnum og fólki sem hefur starfað í kring- um liðið. Handboltinn er íþrótt að mínu skapi, hrað- ur og spennandi. Ég hef haft einstaklega gaman af því að taka þátt í þessu. Hjá KA er mikill áhugi og vilji að standa sig og það er sá andi sem ég kann að meta,“ segir útgerðarmaðurinn og handboltaunnand- inn Sverrir Leósson. Eigendur Súlunnar EA - Bjarni Bjarna- son, skipstjóri, og Sverrir Leósson, út- gerðarmaður. aegiragust2004-7tbl 30.8.2004 14:20 Page 26

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.