Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2004, Blaðsíða 41

Ægir - 01.07.2004, Blaðsíða 41
41 B Á TA S M Í Ð I bæði verkefni hér innanlands og erlendis,“ bætti hann við. Seigla er núna að leggja loka- hönd á smíði nýs yfirbyggðs 15 tonna báts. „Þetta er fyrsti bátur- inn þessarar tegundar sem við smíðum fyrir innanlandsmarkað, en við höfum áður smíðað ekki ósvipaðan bát fyrir aðila í Færeyj- um. Þessi bátur, sem fer vestur á Rif og heitir Matthías SH-21, er yfirbyggður að þremur fjórðu, op- inn yfir spilinu og lestarlúgum. Um borð er Mustad leinubeiting- arkerfi.“ Sverrir segir að í sínum huga sé engin spurning að þessi bátur verði hraðskreiðasti yfirbyggði bátur á landinu. Vélin í honum er 650 hestöfl af gerðinni Volvo. „Við áætlum að með beitingarvél- inni gangi þessi yfirbyggði bátur um 25 mílur,“ segir Sverrir. „Menn eru greinilega að fara í auknum mæli yfir í línuútgerð- ina, enda skilst mér að hún gangi mjög vel. Menn færa sig töluvert milli kerfa, fara úr aflamarkinu yfir í krókaaflamarkið, enda er klárlega mun ódýrari kostur að gera út slíka báta í staðinn fyrir stærri skip,“ segir Sverrir. Nýr Happasæll - stórt verkefni Enn stærra verkefni en Matthías SH-21 er smíði nýs Happasæls KE, sem kemur í stað samnefnds skips sem var á sínum tíma smíð- að í Kína en hefur nú verið selt. „Þetta er 30 tonna netaveiðiskip, 15 metra langt og um 4 metra breitt. Við reiknum með að geta afhent þetta nýja skip, sem verður með samtals 1320 hestafla afl, tvær 670 hestafla vélar, í október eða nóvember. Skipið er smíðuð með svokallaðri vakúm lofttæmi- aðferð, sem hefur verið að ryðja sér til rúms í þessum iðnaði og er mun umhverfisvænni aðferð. Við höfum verið að þróa þessa aðferð í yfirbyggingum báta og smærri hlutum, en skrokkurinn á Happa- sæl er sá fyrsti þar sem við beit- um henni,“ segir Sverrir. Hann telur að nýr Happasæll eigi eftir að vekja töluverða at- hygli, enda eigi vafalaust eftir að koma á daginn að þessi tegund skipa reynist mun hagkvæmari í rekstri en sambærileg stálskip, viðhaldskostnaðurinn sé klárlega mun minni í plastinu. Auk þess sem að framan er talið hefur Seigla verið að smíða báts- skrokk, sem fer til Siglufjarðar þar sem JE-vélaverkstæði lýkur við smíðina. „Við höfum verið í samstarfi við Siglfirðinga um smíði báta, þeir hafa nú þegar fengið tvo skrokka frá okkur og þessi er sá þriðji,“ segir Sverrir og bætir við að Seigla hafi verið að þróa fellikjöl á bátana, sem hafi komið sérlega vel út. Miklir möguleikar í plastinu „Ég á von á því að þróunin verði sú að menn færi sig yfir í stærri plastbáta, enda er vel mögulegt að smíða stóra og öfluga báta og skip. Í raun eru engin takmörk á því hversu stór skip er unnt að smíða úr þessu efni, það er bara spurning hversu stórt húsnæði við höfum yfir að ráða til þess að smíða stór skip úr plasti. Reglur takmarka ekki stærðina og því væri unnt að ráðast í smíði togara úr plasti, ef því væri að skipta. Í þeim tilfellum væru slitfletir úr stáli, en skrokkurinn, yfirbygg- ingin og smíðin að öðru leyti úr plasti. Það má segja að við bregð- umst við þeim verkefnum sem við fáum og leysum þau. Við fengum það spennandi verkefni að smíða Happasæl úr plasti og það verk- efni teljum við okkur vera að leysa mjög vel. Fyrir vikið eigum nú orðið stærsta mót sem til er fyrir plastbát á landinu,“ segir Sverrir. Hann bætir við að tækni við smíði plastbáta og annarra hluta fleygi fram „Menn eru farnir að nota sér þessa tækni, t.d. við smíði flugvéla, ég veit ekki betur en nýja Airbus flugvélin verði eingöngu smíðuð úr trefjaplasti,“ segir Sverrir Bergsson að lokum. Skrokkur nýs Happasæls, sem verður stærsti plastbátur sem hefur verið smíðaður hér á landi til þessa. aegiragust2004-7tbl 30.8.2004 14:21 Page 41

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.